Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 32
— Ég er heitbundin honum Þorgrími.
Steinvöru verður orðfall í bili af undrun. En hún
finnur, að hér er þungur örlagaleikur að hefjast á köldu
sviði, og hjarta hennar fyllist heitri móðurlegri ástúð til
þessarar ungu, saklausu stúlku, sem á auðsjáanlega nauð-
ug að leika þar aðalhlutverkið, og Steinvör segir að lok-
um:
— Gerðir þú það nauðug að lofast Þorgrími?
— Já, en ég gat ekki annað foreldra minna vegna.
Hann hefur hjálpað þeim svo vel fjárhagslega og er bú-
inn að bjóða þeim að kaupa Ytra-Núp á sína ábyrgð, ef
ég vilji giftast honum, en .... röddin brestur Svan-
hildi.
Steinvör þrýstir henni ástúðlega að sér. — Blessað
barn, svo þú ætlar að fórna þér fyrir foreldra þína. Þú
hefur göfugt hjarta, barnið gott! Það hefðu fáir viljað
fórna svo miklu. Ég mun sæmilega vel skilja tilfinning-
ar þínar, Svanhildur mín. Mér finnst engin von til þess,
að þú hefðir valið Þorgrím af frjálsum vilja þér fyrir
eiginmann, þótt ég viti, að hann sé um marga hluti ágæt-
ur maður og stórauðugur, og mér finnst það hróplegt
ranglæti að fara fram á slíkt við þig. En Guð er réttlát-
ur, og hans vegir eru ekki vegir mannanna. — Þetta get-
ur allt orðið þér til gæfu og blessunar, þrátt fyrir allt.
Fóm þín er byggð á þeim grundvelli. Ég býst við að
verða hér áfram, og mundu, að ég vil gera allt, sem í
mínu valdi stendur fyrir þig, Svanhildur mín.
Svanhildur vefur handleggjunum um háls Steinvarar.
— Ég þakka þér fyrir það, Steinvör mín. Þú ert bezti
vinurinn, sem ég hefi eignazt á ævinni. Og nú finnst mér
ég vera miklu öruggari að mæta þessum örlögum, eftir
að hafa trúað þér fyrir þessu.
Steinvör þrýstir hlýjum kossi á vanga Svanhildar og
segir innilega:
— Guð blessi þig og styrki, góða bam!
Síðan rísa þær báðar á fætur og ganga saman inn í
baðstofuna. Hljóð vetrarnóttin ríkir yfir öllu, og þær
gleyma brátt miskunnarlausum raunvemleikanum í
draumljúfu skauti hennar.
V.
Óvæntan gest ber að garði
Veturinn er liðinn. Vorið breiðir dýrðarblæju sína
um himinn og jörð. Ungur langferðamaður beinir
göngu sinni yfir heiði þá, er liggur fyrir ofan Fremra-
Núp, og stefnir heim á hreppstjórasetrið. Hann hafði
komið með bifreið frá Reykjavík, en steig úr henni við
syðri mörk sveitarinnar og kaus að ganga einn síðasta
spölinn heim á óðal feðra sinna.
Kyrrð heiðarinnar er mild og unaðsrík. Jörðin ang-
ar af ungum gróðri, fuglar syngja óð ástarinnar við fag-
urbláa heiðartjörn, en þar hafa þeir víða byggt hreið-
ur sín. Bústinn sauðfénaður dreifir sér um beitilöndin
og nýtur frelsis vorsins.
Ungi langferðamaðurinn gengur hægt fram heiðina
og nýmr þess ríkulega, sem hún hefur að bjóða. Þetta
er allt orðið honum svo framandi. En fyrir eina tíð átti
hann mörg spor um þessa heiði. Þá var hann drengur
og smali. Nú er hann fulltíða maður, hefur ferðazt um
framandi lönd, lokið námi í verkfræði úti í Noregi við
góðan orðstí, og þar hafði honum boðizt glæsileg fram-
tíðarstaða. En erlendis gat hann ekki fest rætur að fullu.
Hann þráði alltaf að komast heim aftur á fornar slóðir
og dreymdi um að njóta lífsins, þar sem vagga hans
forðum stóð. Og nú er hann loksins kominn heim.
Hann er staddur þar sem Núpurinn rís hæst fyrir of-
an bæinn að Fremra-Núpi, og lítur þaðan ofan á æsku-
heimili sitt. Þar er allt að sjá hið ytra með sömu um-
merkjum, og þegar hann kvaddi það fyrir átta árum og
hélt af stað út í stóran og ókunnugan heim ævintýranna.
Hann sezt niður á mjúka mosabreiðu og andar að sér
ilm og angan jarðarinnar. I þessum jarðvegi liggja hans
dýpstu rætur, og hér finnur hann fyllingu lífsins.
Hann horfir um stund heim að Fremra-Núpi, og
draumljúf, unaðsleg tilfinning nær sterkum tökum á
vitund hans. Hann rís aftur á fætur, hleypur ofan Núp-
inn, út á þjóðveginn og gengur síðan heim að bænum.
Heimilisfólkið á Fremra-Núpi er allt að störfum úti
við nema Svanhildur. Hún er ein í bænum og þvær
mikinn þvott. Loksins hefur hún fyllt stóran bala af
fullþvegnum fatnaði og gengur með hann út að þvotta-
snúrunum, sem standa frammi á hlaðinu, til að hengja
hann þar upp til þerris. VorsóHn skín björt í heiði, og
suðrið andar heitri golu yfir sveitina.
Svanhildur keppist við að klemma þvottinn á snúr-
urnar. En þrátt fyrir annríkið verður henni ósjálfrátt
litið niður á þjóðveginn, sem liggur rétt við túnið, og
hún veitir þegar athygli fótgangandi ferðamanni, er
kemur sunnan veginn og miðar vel áfram. Hann hefur
stóran bakpoka spenntan um herðar sér, en annar far-
angur er ekki sjáanlegur. Svanhildur fylgist með ferð-
um mannsins og sér brátt, að hann beygir heim að
Fremra-Núpi. Sennilega bókasölumaður! hugsar hún.
Þvotturinn er allur kominn á snúrurnar, og Svanhild-
ur hraðar sér aftur inn í bæinn með tóman balann, án
þess að bíða komu ferðamannsins, sem aðeins á eftir
smáspöl heim á hlaðið. En hún hefur naumast losað sig
við þvottabalann, er röskleg högg á bæjardymar gefa
til kynna, að gestur bíði fyrir utan.
Svanhildur gengur þegar til dyra og opnar þær. Úti
á hlaðinu stendur ungur ókunnur maður og býður henni
hæversklega góðan dag. Svo réttir hann henni höndina:
Komdu sæl, nafn mitt er Trausti Þorgrímsson.
— Komdu sæll. Ég heiti Svanhildur Einarsdóttir.
Gesturinn virðir hana fyrir sér nokkur andartök, en
spyr svo glaðlega:
— Er húsbóndinn heima?
— Hann er heima við, en ekki í bænum nú sem stend-
ur. Viltu eltki gera svo vel að koma inn og bíða hans,
líklega kemur hann bráðlega.
— Jú, ég þakka þér fyrir. Komumaður losar af sér
236 Heima er bezt