Heima er bezt - 01.06.1964, Side 33
bakpokann og fylgist með Svanhildi inn í gestastofuna.
Þar vísar hún honum til sætis, en gengur síðan strax
fram úr stofunni aftur. Hún á annríkt og má því ekki
vera að því að ræða neitt við gestinn að sinni, enda kem-
ur húsbóndinn vonandi á hverri stundu.
Svanhildur hressir við eldinn og setur upp ketilinn.
Senn fer vinnufólkið að koma inn til að drekka mið-
degiskaffið. Hún hugsar sér að bjóða gestinum að
drekka með því. En hvaða maður skyldi þetta annars
vera? Trausti Þorgrímsson sagðist hann heita. — Þor-
grímsson! Það skyldi þó ekki vera sonur hreppstjórans?
Hún man það nú, að einhvern tíma heyrði hún, að Þor-
grímur hefði eignazt einn son með konu sinni, en hami
hefði farið ungur að heiman eitthvað út í lönd og stund-
aði þar nám. Skyldi þetta vera hann? Þessi ungi, glæsi-
legi maður, — að Þorgrímur eigi slíkan son? Svanhild-
ur andvarpar ósjálfrátt. Ekki eru þeir líkir feðgar, en
það er ekki að marka, margt er ólíkt með skyldum.
Trausti gengur um gólf í gestastofunni, en öðru
hverju nemur hann staðar við gluggann og horfir út.
En hve allt er hér með sama sniði, og þegar hann fór að
heiman. Faðir hans heidur auðsjáanlega öllu í gamla
horfinu og breytir ekki til í búnaðarháttum né öðru.
En skyldi Steinvör vera hætt að stjóma búi föður hans?
Skyldi þessi unga, glæsilega stúlka, sem kom til dyra,
og bauð honum hingað inn, vera húsmóðir hér? Ekki
er annað hægt að halda eftir framkomu hennar. Svan-
hildur Einarsdóttir sagðist hún heita. En hann kannast
ekki við nafnið. Hann man ekki í fljótu bragði eftir
neinni stúlku með því nafni þar í sveitinni. Hvaðan
skyldi hún vera?
Hann lítur út um stofugluggann eins og í þeirri von
að sjá hana úti í vordýrðinni og fá svar við spumingu
sinni, en hún er þar hvergi sjáanleg. Auðvitað er hún
að störfum innanbæjar. Trausti stendur kyrr við glugg-
ann og horfir út. Brátt sér hann föður sinn koma sunn-
an túnið og stefna heim að bænum. Gamli maðurinn
hefur eiginlega ekkert breytzt fremur en höfuðbólið
hans. Trausti gengur þegar fram úr stofunni og út á
hlaðið til móts við föður sinn. Feðgamir mætast fyrir
utan stofugluggann, og báðir nema staðar jafnsnemma.
Þorgrímur þekkir að vísu son sinn, um leið og þeir mæt-
ast, en hann áttar sig naumast í fyrstu á því, að þetta
sé hann, svo mikið hefur hann þroskazt og vaxið að
glæsimennsku og gjörvileik, síðan leiðir þeirra skildu.
Trausti réttir föður sínum höndina og segir þrótt-
mikilli, glaðlegri röddu:
— Komdu sæll faðir miun!
— Komdu sæll drengur minn! Velkominn heim. Þor-
grímur þrýstir hönd sonar síns þétt. — Þú kemur óvænt,
þykir mér. Hvenær komstu hingað?
— Núna fyrir stuttri stundu.
— Og hvernig?
Trausti brosir. — Gangandi að förumanna sið. Ann-
ars kom ég í morgun með bifreið frá Reykjavík hing-
að að sveitarmörkunum. En svo kaus ég að ganga síð-
asta spölinn heim að Fremra-Núpi, og svo gekk ég yfir
heiðina. Farangri mínum kom ég í geymslu, þar sem ég
fór úr bifreiðinni.
— Jæja, það var nú svo. Við skulum halda í bæinn.
Þeir ganga saman inn í gestastofuna og taka sér þar báð-
ir sæti. En síðan segir Þorgrímur:
— Þú hefur sjálfsagt frá mörgu að segja eftir alla þína
löngu útivist?
— Já, að vísu hef ég það.
— Þér hefur liðið vel í útlandinu?
— Já, ágætlega.
— Og hvað ertu nú búinn að læra mikið?
— Ég lauk prófi í verkfræði núna í vor.
— I verkfræði! Svo þú ætlar þér þá líklega ekki að
gerast bóndi og setjast hér að á óðali forfeðra þinna,
fyrst þú lagðir þá fræðigrein fyrir þig!
— Nú, því ekki það. Eg hlýt að geta haft góð not af
þeirri menntun minni, þó að ég gerðist bóndi hér
heima.
— Ég hef alltaf vonað, að þessi eini sonur, sem ég
hef eignazt, léti óðalið ekki ganga úr ættinni.
— Það vil ég heldur ekki að verði. En þú ert nú varla
að hugsa um að hætta sjálfur búskap að sinni?
— Nei, síður en svo. Nú hef ég ákveðið að hefja
byggingu í vor á stóru og vönduðu íbúðarhúsi hér á
Fremra-Núpi, og það á helzt að vera komið undir þak
í haust. En ég hef enn ekki ráðið til mín neina smiði.
— Kannski þú viljir taka að þér að sjá um bygginguna,
sjálfur verkfræðingurinn. Þorgrímur brosir eilítið.
— Já, ég er alveg til með að taka það að mér. Mér
finnst það bara eiga vel við, að ég hefji starfið hér heima
með því að byggja upp á æskuheimili mínu.
— Jæja, eigum við þá að slá því föstu, að þú takir
algerlega að þér að sjá um húsbygginguna? Þig skal
ekki skorta efniviðinn.
— Já, við sláum því föstu, og ég get tekið til starfa,
hvenær sem þú vilt.
— Það er ágætt, ég er alltaf bráðlátur með fram-
kvæmdir.
Samtalið er nú rofið. Svanhildur opnar stofudyrnar
og nemur þar staðar. Hún lítur á þá feðgana og segir
hæversklega:
— Viljið þið ekki gera svo vel að koma fram í eld-
hús og drekka þar kaffi?
— Jú, þakka þér fyrir, svarar Trausti. En Þorgrím-
ur lítur á son sinn og síðan á Svanhildi og segir:
— Þessi maður er Trausti sonur minn, Svanhildur.
— Jæja, svo þið eruð feðgar. Gerið þið svo vel. Kaff-
ið bíður á borðinu. Síðan snýr hún frá stofudyrunum
aftur og hverfur þeim.
Trausti spyr föður sinn, örlítið brosandi: — Er þessi
unga stúlka bústýra hjá þér, pabbi?
— Já-
— Hvaðan er hún?
— Frá Ytra-Núpi.
— Nú, dóttir hans Einars, ég kannast við hann.
— Já, hún er dóttir Einars.
— Er hún búin að vera hér lengi?
Heima er bezt 237