Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 2
Þegar breytt var fyrirkomulagi Latínuskólans í Reykja- vík fyrir rúmri hálfri öld, er mælt að rektor skólans hafi haft þau ummæli, að nú væri verið að útskrifa síðustu menntuðu stúdentana þaðan. Var þó meginþáttur breyt- ingarinnar sá, að í stað fornmálanna voru nýju málin lát- in setjast í öndvegi. Og sá andi lifði furðu lengi. A skóla- árum mínum minnist ég þess, að einn kennaranna lét þau orð falla við okkur, sem í máladeild sátum, að hægt væri þó að tala við okkur sem menntaða menn, en ekki stærðfræðideildarnemendurna, sem lærðu þá nær enga latínu. Svo lengi réð sá hugsunarháttur, að latínan ein væri aðalsmerki hins menntaða manns, hitt þótti þeim mönnum ekki menntunarskortur, þótt stúdentinn þekkti ekki mun á þorski og síld, eða vissi frumatriði þeirra lögmála, sem hfinu stjórna í lifandi líkömum. Þótt þessi viðhorf hafi að vísu breytzt verulega síðan þetta var, þá er skólakerfi vort allt enn um of undir hin- um fornu merkjum. Enn sem fyrri er megináherzlan lögð á málfræði og sagnafróðleik, en raunvísindi sitja á hakanum. Ekki er þetta þó að öllu leyti sök kerfisins, að minnsta kosti ekki á hinum lægri stigum skólakerfisins. Stærð- fræðin, sem er nauðsynleg undirstaða raunvísindanáms á flestum sviðum, hefur sætt þeim örlögum að verða eins konar skólagrýla líkt og latneskur stíll fyrrum. Vafalaust er geta nemenda til stærðfræðináms misjöfn, mun misjafnari en til málanáms, en fáir eru þó þeir, sem á annað borð geta stundað nám í framhaldsskólum, sem •ekki gætu náð nokkrum þroska í stærðfræði, ef ekki væri þegar í öndverðu unnið markvíst að því að skipta mönnum þar í sauði og hafra, og fyrir hendi væri sam- eiginlegur vilji nemenda og kennara. Og ófarnaður margra nemenda í stærðfræði á rót sína að rekja til rangrar byrjunar og þess, að þeim hefur ekki í upphafi verið sýnd næg athygli. Um eðlis-efnafræði og náttúrufræði gegnir að nokkru líkri sögu. Enda þótt þeim fræðum sé ætlað nokkurt rúm í námsskrám framhaldsskólanna, þá hafa þær grein- ar verið hornrekur á ýmsa lund. Oft á það rót sína að rekja til þess, að menn hafa ekki verið til að kenna þessi fræði, sem haft hafa næga kunnáttu eða áhuga í þeim. Þá hefur og skólana skort flest það, sem nauðsynlegt má teljast af kennslutækjum til þess að kennslan megi fara vel úr hendi. Náttúrufræðinni er skólatíminn einn- ig fjötur um fót, þar sem kalla má ókleift að fara með nemendur námsferðir eða út í náttúruna að vetrarlagi. Gæti í því efni vel komið til greina, að kenna verulegan þátt þeirra fræða í námsskeiðum vor og haust. Þá hef- ur og nokkru valdið um vanrækt þessara fræða hin næst- um ofsatrúarkennda dýrkun Islendinga á bókmenntum og málfræði. Fjarri sé mér að amast við slíkum fræð- um, en ofmikið má að öllu gera, en sá tími er liðinn, að slíkt séu undirstöðu fræði í menntun þjóðanna. I fyrstu grein minni drap ég á að menn óttuðust að tæknimenntunin og raunvísindin kipptu brott einhverju af siðrænum þrótti skólanámsins, og skal nú nánar að því vikið. Elöfuðkostur latínunáms hefur löngum ver- ið talinn rökvísi málfræðinnar og að hún væri þungt nám. Ekki fæ ég séð að rökvísi latneskrar málfræði eða málfræði yfirleitt sé á nokkurn hátt siðrænni eða þroska- vænlegri en reglur stærðfræði og eðlisfræði og lögmál hinnar lifandi náttúru, og seint fæ ég skilið, að mál- fræðilestur og jafnvel það sem kallað eru bókmenntir, gefi mönnum meiri siðferðisþrótt eða andlegan þroska en skoðun náttúrunnar umhverfis oss bæði lifandi og dauðrar. Lífið sjálft með öllum þess undrum og dá- semdum knýr oss flestu fremur til umhugsunar og að- dáunar. Annað mál er það, að mjög hlýtur það að verða komið undir þeim mönnum, sem við þessi fræði fást og kenna þau, hversu þroskandi þau reynast, en slíkt á við um hvaða námsgrein sem er. Það er ef til vill ekki svo mikill vandi að berja tilteknum þekkingarskammti inn í nemendur, en hitt er erfiðara að láta hana verða frjóvgandi afl á skaphöfn og athafnir nemandans. Og kemur þá að því, hvort ekki sé um of einblínt á próf og þekkingu í skólakerfi voru, og verður það síðar rætt. Ég hef gert raunvísindin að umtalsefni. Um það verð- ur ekki deilt að þau eru hin nauðsynlega undirstaða, sem hver maður þarf að hafa til þess að geta unnið af viti að atvinnu- og framleiðslumálum þjóðarinnar.Land- búnaður, fiskiveiðar og iðnaður krefst allt þeirrar und- irstöðu. Vitanlegt er, að hinir almennu framhaldsskól- ar geta ekki unnið nema sáralítið þar að, en þeir geta kennt stafrófið og opnað svolitla glufu inn í heim þess- ara vísinda. Þar sem fram að þessu má næstum því frem- ur segja, að þeir hafi lokað fyrir útsýnina þangað. Síð- ar taka sérskólarnir við, og vér verðum að keppa að því marki að háskólamenntaðir menn verði sem víðast að starfi í framleiðslumálum þjóðarinnar, en til þess svo megi verða, þarf að efla háskólann stórlega á sviði allra raunvísinda. Rektor háskóla vors ræddi nýlega um að hefja þyrfti 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.