Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 16
JOHANNES OLI SÆMUNDSSON:
Látra-Sæmundur seöir frá
UPPNEFNINGAR LÁTRA-JÓNASAR
ónas gerði mikið að því að uppnefna menn, eink-
um nágranna sína. Ekki virtist þetta gert í neins
konar illum tilgangi, en hann hafði mikið yndi af
þessu. Hásetar hans og vinnumenn klöngruðu svo
ónefnum þessum saman í bögur, sungu þær og kváðu,
allt að einu þótt vísurnar næði til þeirra sjálfra, og
skemmtu sér prýðilega.
Ein vísan er svona:
Gef-frið, Púki, Fuglsi, Fljótur,
fylgir Rögnvaldur,
Strompur, Kraftur, Kokkur, Ljótur,
Kjaggi og Slambakur.
Og önnur þannig:
Úmannhlendni á höfði hefur,
hjálp mér Vísdómur!
Dinglar í skotti Röngull, Refur,
Róri og Lagsmaður.
Bóndinn á Skeri, Jón Ólafsson, hafði fyrir orðtak:
„Gef frið um vora daga“, hvenær sem eitthvað slóst í
kekki. Af því nefndi Jónas hann Gef-frið. Tryggvi,
sonur hans, var Slompur, enda vínhneigður stórlega.
Fuglsi var Eiríkur sigamaður í Grímsey. Kokkur var
Jón Guðmundsson matsveinn. Kraftur var Jónatan
gamli Grímseyingur.
SÆjMUNDUR og myllan
Svo hagar til á Látrum, að bratt fjall er skammt fyrir
ofan bæinn og eru upptök bæjarlækjarins uppi í miðju
fjallinu. Bærinn stóð nærri læknum, en þó ekki fast við
hann. Hafði verið byggður rangali milli lækjar og bæj-
ar og húskofi yfir sjálfan lækinn, svo að innangengt var
í vatnsbólið. Kom þetta sér vel á veturna, því að oft er
snjóasamt á Látrum og ekki alténd blíðskapur í náttúr-
unni.
Frá rangalanum voru um 50 metrar fram á sjávar-
bakkann, og þar á blábakkanum stóð Myllan. Farvegur
lækjarins var ójafn og hlykkjóttur í bakkanum og því
hafði verið smíðaður tréstokkur á 10—15 m. kafla undir
myllunni og upp fyrir hana. Jók það vatnsaflið og
tryggði að ekkert yrði ónotað af því. Stokkurinn var
opinn upp úr.
Gólf úr þykkum rekaviðarborðum var í myllunni og
undir því spjöld, sem vatnið skall á, en þau voru ram-
lega fest á gildan rekaviðarsívalning, sporuð inn í hann
og sett eins þétt og við var komið. Þiljað var neðan á
spjöldin. Vatnsstokkurinn lá að þeim norðan til við
möndulinn og snerist því allt gangverkið rangsælis, þeg-
ar vatnsfossinn skall ofan í spjaldakassann. Járnbentur
teinn úr efri enda möndulsins lá upp í gegnum gólfið
og í gat á miðjum neðri myllusteininum, en sat fast í
þeim efri. Sneri vatnsaflið þannig efri steininum, sem
muldi kornið á þeim neðri og skilaði því út í tréstokk,
er var utan um myllusteinana. Vítt gat á efri steininum
tók við korninu, en á einni hlið kvamarstokksins var
ferhyrnt gat með hleypiloki fyrir og út um það hleypt-
um við mjölinu niður í poka. Uppi yfir efri steininum
var stór trekt, sem geymdi kornið til mölunarinnar.
Botn hennar var tvöfaldur gatabotn og snerist sá neðri
jafnt og efri myllusteinninn. Við það hittust götin á
botnunum einu sinni á hverjum hring og miðlaðist
þannig hæfilega mikið af korni til mölunarinnar.
í maímánuði 1883 var harðindatíðarfar, eins og raun-
ar var algengt á þeim árum. Fraus þá vatnið í myllu-
stokknum og bæjarlækurinn fór af einhvers staðar uppi
við fjall. Alllangan tíma var ekkert hægt að mala og
kom það sér ekki vel, því að rúgmjölið var næstum því
eina korntegundin, sem um var að ræða. Úti í hjallhús-
inu stóð áma ein mikil, sem mjölið var borið í frá myll-
unni og smátekið úr ámunni eftir þörfum og borið til
bæjar. Minnkaði nú ískyggilega ört í ámunni, þegar
ekkert malaðist og loks kom að því, að mjöllaust var í
Látrabæ og þá um leið bæði grautarlaust og brauðlaust.
Eg fylgdist vel með þessu sem öðru á heimilinu, enda
kominn um fermingu, og leizt mér ekki á blikuna. Gekk
ég út í hjallhús og sannfærðist um, að ekki var til agnar-
ögn af mjöli, en þar stóð kornsárinn, tíu tunna kassi og
nægar birgðir í honum. Hjallhúsið var portbyggt, bæði
þak og veggir, og var korngeymslan á lofti hússins.
Þetta var allmikil bygging, öll þiljuð upp úr 7—8 þuml-
unga breiðum tommuborðum og rækilega tjörguð utan.
444 Heima er bezt