Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 25
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Bœkur og myndir
ii.
TÍMARIT OG RLÖÐ
Fyrsta íslenzka tímaritið, sem sá dagsins ljós, var Is-
landske Maanedstidender, sem Magnús Ketilsson, sýslu-
maður gaf út vestur í Hrappsey, og hóf göngu sína
1773. Tíðindin komu alls út í 3 ár. Ekki voru þau mikil
fyrirferðar né skrautleg ásýndum, og myndlaus voru
þau með öllu eins og aðrar Hrappseyjarbækur. En fá-
um árum seinna eða 1781 hóf næsta íslenzka tímaritið
göngu út í Kaupmannahöfn. Voru það Rit hins íslenzka
Lærdómslistajélags. Stóðu að félagi því íslenzkir stúd-
entar og menntamenn, en Jón Eiríksson, hinn mikli
þjóðskörungur, var höfuðkraftur samtakanna meðan
hans naut við. Enda þótt Gömlu félagsritin, eins og
þau voru síðar löngum nefnd, væru í litlu broti og
kæmu einungis einu sinni út á ári hverju, voru þau frá
öndverðu með miklu menningarsniði, bæði um efnis-
val og frágang. Eða eins og Halldór Hermaxmsson kemst
að orði: „Störf félagsins munu ætíð verða í minni höfð,
og margar blaðsíður í ritum þess lesum vér enn í dag
oss til gagns og ánægju. í þeim eru gerðar alvarlegar til-
raunir til að vekja þjóðina og efla hag hennar.“ Lær-
dómslistafélagsritin komu aðeins út í 15 ár, og var síð-
asti árgangurinn þó ekki fullgerður. Ritin fluttu aðal-
lega hagnýtar ritgerðir um atvinnuvegi landsins og nátt-
úruvísindi, þótt þar séu einnig skáldverk og fleira. Var
efni þeirra nýstárlegt á þeim tímum fyrir íslenzka les-
endur, en hitt mun þó ekki síður hafa vakið athygli
manna, að í flestum heftunum eru eirstungu myndir,
flestar í miklu stærra broti en ritin sjálf, og því prent-
aðar á sérstök blöð. Hefur það orðið til þess, að mjög
oft hafa myndirnar glatazt, og eintök með þeim öllum
sjaldséð. Allar voru myndir þessar til skýringar efninu,
og munu teikningarnar flestar gerðar af íslendingum,
þeim Sæmundi Hólm, síðar presti og Ólafi Ólafssyni,
síðar prófessor í Kóngsbergi.
En Félagsritin gömlu dóu drottni sínum, og nú líður
langur tími, unz íslenzkt tímarit flytur mynd lesendum
til ánægju eða fróðleiks.
Arftakar Félagsritanna á margan hátt voru tímarit
Magnúsar Stephensens Minnisverð tíðindi 1796—1808
og Klausturpósturinn 1818—1826 flutti hvorugt þeirra
myndir. Hið íslenzka bókmenntafélag hóf að gefa út
íslenzk sagnablöð 1816 og komu þau út í 10 ár, og síðan
hóf Skírnir göngu sína, og lifir hann enn, þótt mjög hafi
hann breytt um efni og útlit. Þótt Sagnablöðin og Skírn-
ir væru eingöngu fréttarit fluttu þau aldrei myndir, og
hélt Skírnir þó því formi sínu til 1905. Sama var að
segja um Fréttir frá íslandi, sem Bókmenntafélagið gaf
út á seinni hluta 19. aldar. Var Skírnir þó lengstum
prentaður í Kaupmannahöfn. í stuttu máli má segja, að
naumast sást mynd í íslenzku blaði eða tímariti, sem
prentað var í Reykjavík alla 19. öldina.
A 19. öldinni var jafnan nokkur íslenzk bókaútgáfa í
Kaupmannahöfn, voru þar og gefin út nokkur tímarit,
sem getið hafa sér mikinn orðstír í íslenzkri bókmennta-
sögu. Auk rita Bókmenntafélagsins voru elzt Ármann á
Alþingi og Fjölnir. Hvorugur þeirra flutti myndir, enda
Forsiða af Heimdalli.
Heima er bezt 453