Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 19
GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL:
ri' u
l own
1946
Skaftafellssýslan hefur oft verið nefnd manna á
meðal, kirkjugarður skipanna. Sú nafngift hefur
orðið til vegna þess að þar hafa skipströnd verið
mjög tíð um langan aldur og sú hefur oftast orð-
ið raunin á, að hin ógæfusömu skip, sem þar hafa kennt
grunns, hafa flest borið þar beinin að fullnustu. Strönd-
in liggur mót suð-suð- austri víðast og þarf eigi mikið
að bera af leið í millilandasiglingum, svo að hætta sé á
ferðum. Enda hefur sú raunin orðið á, að flest sltip, sem
þar hafa strandað hafa verið að koma til landsins erlend-
is frá, þó að þar finnist undantekningar. Sérstaklega
hefur Meða 11 andsbugtin orðið „veiðisæl“ á skipin og
ströndin þar í grennd.
Á söndum Skaftafellssýslu hafa strandað alls konar
skip, fyrr og síðar. Þar strandaði hollenzkt Indíafar
1667, hlaðið alls slags gulli og gersemum, silki og öðr-
um dýrum dúkum, svo sem annálar greina frá.
Nú síðustu árin hefur verið gerð leit að málmleifum
þessa skíps, svo sem kunnugt er af blaðafréttum, þó hef-
ur sú leit eigi borið árangur enn sem komið er. Kaup-
för hafa þar strandað hlaðin góssi, sem kaupmenn hafa
átt, svo sem er skip Hákonar Bjarnasonar á Bíldudal,
strandaði við Mýrdalssand, um vetur í hörku frosti og
byl. Hlutu skipsmenn hinn hörmulegasta hrakning og
dauða við það strand, urðu úti á Mýrdalssandi ásamt
Hákoni kaupmanni, sem grafinn var að Höfðabrekku.
Þar uppi á fjallsbrúninni í litlum reit er leiði hans auð-
kennt járnkrossi, sem afkomendur hans reistu.
Þá má geta þess að við Kúðaós strandaði, skömmu
fyrir aldamótin, franska spítalaskipið „Sankti Páll“.
Skip þetta var byggt til þess að fylgja frönskum fiski-
skipum á íslandsmið og veita þar hjálp og aðhlynningu
þeim er slösuðust eða sjúkir urðu.
„Sankti Páll“ mun hafa verið vandaðasta skip og bezt
búið allra skipa sem strandað hafa við Skaftafellssýslu
fyrr og síðar. Var það allt rifið, og fór viðurinn víðs
vegar um sýsluna, og munu víða vera til munir sem
smíðaðir voru úr þessu efni, var það mest megnis fura
og eik, enda skipið nýtt og sérstaklega vandað.
Þá má og geta belgiska herflutningaskipsins „Persier“,
sem strandaði 1941 á Dynskógasandi, hlaðið 6000 smá-
lestum af mótuðu járni, ásamt 100 stórum herflutninga
bifreiðum. Því strandi hef ég gert skil annars staðar, og
skal ekki urn það fjölyrt. En sérstaklega voru það fiski-
skipin sem höfnuðu á söndunum. Fyrst og fremst segl-
skip og svo togarar eftir að þeim tók að fjölga við land-
ið upp úr aldamótum.
Oftast voru skip þessi að koma erlendis frá, þá er þau
strönduðu, þó kom það fyrir að skip sem voru búin að
taka land, og voru á fiskiveiðum strönduðu, til dæmis
man ég eftir tveim togurum, sem strönduðu með troll-
ið úti. Sá fyrri var „Otto Fricce“, þýzkur togari, sem
strandaði á Kötlutanga veturinn 1919. Taldi skipstjóri
sig vera utan landhelgi, sem og var samkvæmt korti því
er hann hafði. En við Kötlugosið, haustið áður, gekk
ströndin fram um marga kílómetra, á því gat hinn þýzki
skipstjóri ekki varað sig og verður því að telja land-
helgisbrotið og strandið afsakanlegt.
Hinn togarinn sem nefndur var, var brezki togarinn
„Grimsby Town“, sem strandaði á Bólhraunafjöru árið
1946, og hér mun stuttlega verða frá sagt.
Hinn 23. apríl 1946 barst sú frétt að skip væri strand-
að á Mýrdalssandi.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins í Mýrdal og
Álftaveri brugðu strax við og fóru á vettvang. Veður
var allhvasst suðvestan og gekk á með krapaéljum. Brim
var mikið. Björgunarsveitirnar fundu fljótlega hið nauð-
stadda skip, og reyndist það vera brezkur togari —
„Grimsby Town“ G. I. 153. Hafði hann strandað
snemma morguns og reyndist strandstaðurinn vera á
Bólhraunafjöru, eða því sem næst á miðjum Mýrdals-
sandi. Björgun skipshafnar gekk greiðlega eftir að línu
hafði verið skotið út í skipið og var áhöfnin, um 20
manns, dregin í land í björgunarstól. Þrír af skipshöfn-
inni höfðu fallið fyrir borð við strandið þá er skipið
barst inn í brimgarðinn, og drukknuðu þeir allir.
Áhöfn togarans var síðan flutt til Víkur í Mýrdal,
þar sem að sjópróf voru haldin, vegna strandsins.
Kom þar fram að togarinn hafði verið að togveiðum,
búin að vera um þrjá sólarhringa að fiska, þarna undan
ströndinni. Var hann með troll úti þá er strandið varð.
Myrkt var af nóttu og éljum og vissu skipsmenn eigi
fyrri til en að brotsjóir risu og brutu á skipinu. Skipti
þá ekki löngum togum unz skipið kenndi grunns og var
strandað. — Togari þessi var þó einn af nýjustu nýsköp-
unartogurum Breta, 640 smálestir að stærð, og hið vand-
aðasta skip.
Strax eftir að togarinn strandaði, var farið að athuga
og ræða um björgun hans.
Manna á meðal var það ekki talið ólíklegt að hægt
Heima er bezt 447