Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 26
Spilasalur i San Francisco. Ný sumargjöf. voru útgefendur fátækir, og létu sér mest umhugað að flytja lesmál, 'pjóðinni til menningar og vakningar. Þeg- ar Jón Sigurðsson hóf útgáfu Nýrra félagsrita, sem hann gaf út í 30 ár frá 1841, mun honum í fyrstu hafa þótt vænlegt til vinsælda ritinu að láta það flytja æviágrip merkra Islendinga og láta myndir þeirra fylgja, ef kost- ur væri. Hófst það í 4. árgangi ritanna með mynd og æviágripi Finns Magnússonar prófessors. Lætur Jón Sig- urðsson svo ummælt í lok æviágripsins: „Hverjum þeim, sem ann fósturjörð vorri ætti að vera kært að sjá minn- ingu frægra íslendinga á loft haldið, og mætti það verða að meira gagni en margur hyggur, ef mynd þeirra væri í hvers manns húsi.“ Er ljóst af því, að hann hefur með þessu ætlað að vekja þjóðerniskennd Islendinga, og láta myndir og æviágrip verða þeim til hvatningar. Síðar í heftinu er auglýst eftir myndum frægra Islendinga, en vitanlega voru ekki til myndir, nema af sumum þeirra. Sjá má síðar, að Jóni hefur orðið nokkuð ágengt um myndasöfnun. Ekki hélzt þó þetta nema í sex ár, og fluttu Ný félagsrit þessar myndir: Finnur Magnússon, prófessor, Stefán Þórarinsson, amtmaður, Magnús Stephensen, yfirdómari, Jón Vídalín, biskup, Baldvin Einarsson, cand. jur., og Hannes Finnsson, biskup. Vafa- lítið hefur þetta tiltæki verið vinsælt. Myndirnar voru steinprentaðar og vel gerðar. Mun ekki hafa verið ótítt að taka þær úr heftunum og setja í ramma og nota til húsprýði. Minnist ég að hafa séð þær allvíða, en vera má, að þar sé um sérprentanir að ræða, því að þannig voru þær einnig útgefnar. En Jón Sigurðsson var um þetta eins og fleira á und- an samtíð sinni. Frá því síðasta myndin birtist í Nýjum félagsritum liðu enn nokkur ár, unz annað íslenzkt tímarit í Kaup- mannahöfn flutti lesendum sínum myndir, en þá ný- breytni hóf Ný sumargjöf, kom fyrsti árgangur henn- ar út 1859, en hinn síðasti 1865, og þá eftir tveggja ára hvíld. Var hann myndalaus og fátæklegast úr garði gerður, og segir það sína sögu. Kostnaðarmaður rits þessa var Páll Sveinsson, bókbindari, sem um langt skeið fékkst við bókaútgáfu í Kaupmannahöfn, og auðgaði íslenzkar bókmenntir að útgáfum margra hinna merk- ustu rita, svo sem Þúsund og einnar nætur, Heljarslóðar- orustu Gröndals og margra annarra. Tvennt einkennir útgáfur Páls Sveinssonar, allar eru bækurnar valdar að efni, hvort sem þær eru frumsamdar eða þýddar og frá- gangur þeirra og útgerð öll fegurri og vandaðri en ann- arra samtíðarbóka íslenzkra og þótt mildu lengur sé leitað. Hefur þessa menningarstarfs hans aldrei verið getið að verðleikum. Skáldin Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson virðast hafa verið honum handgengnir og lögðu mikið af mörkum til útgáfu Páls, og mun Steingrímur hafa verið ritstjóri Nýrrar sumar- gjafar, og lagt til mest efni hennar. Er það skemmst að segja, að rit það var fullkomin nýjung í íslenzkum bók- um um þær mundir, enda var það lesið upp til agna og því harðla fágætt nú orðið. Ekki sízt munu myndimar hafa þótt hnossgæti, en þær voru af öllu mögulegu eins og tíðkast í nútímaritum, en því miður helzti fáar. En fara má nærri um, hvort mönnum hafi ekki þótt girni- legt til fróðleiks að sjá myndir af bardögunum um Kon- stantínópel, gröf Napóleons á St. Helenu, spilavíti vest- ur í Californíu, borginni Nasaret eða skipströllinu Austra í sjávarháska, svo að eitthvað sé nefnt. En Sumargjöfin varð skammlíf. Og enn líða nokkur ár þar til þráðurinn sé upp tekinn á ný, að láta tímarit flytja myndir. Þjóðvinafélagið hóf útgáfu tveggja árs- rita árið 1874, Andvara og Almanaksms, Andvari skyldi vera beinn arftaki Nýrra félagsrita, en Almanakið var nýjung í íslenzkum bókum, rit sem skyldi flytja marg- víslegan fróðleik og skemmtun auk dagatalsins. Fyrstu árganga þessara rita annaðist Jón Sigurðsson, en eftir fráfall hans varð Tryggvi Gunnarsson forseti félagsins um langan aldur og sá um útgáfu Almanaksins og einn- ig lengstum Andvara. Andvari tók að flytja ævisögur íslenzkra merkismanna árið 1880, og fylgdi þeim mynd þeirra, og var því áfram haldið án breytingar, þar til fyrir fáum árum, að sniði og efni ritsins var breytt. Aðr- ar myndir mun Andvari ekki hafa flutt að nokkru ráði en hina einu, sem ævisögunni fylgdi í árgangi hverjum. Almanakið flutti stutt æviágrip erlendra manna og fylgdu þeim ætíð myndir. Þá voru oft ýmsar aðrar myndir í Almanakinu, einkum þó ýmsar skýringar- myndir. Allflestar voru þær erlendar, en nokkrar þó íslenzkar af stöðum og mannvirkjum eftir að Ijósmynd- ir taka að gerast algengari. Þá mun Almanakið fyrst Veiðiflekar við Drangey. Lœrdómslistafélagsrit. 454 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.