Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 20
mundi að ná honum á flot, ef skynsamlega væri að
staðið.
Mönnum var í fersku minni björgun e. s. Persier árið
1941, sem tókst með ólíkindum vel. Félag var stofnað í
Vik, sem tók að sér að annast björgun togarans, og
fékk þar til samþykki umboðsmanns vátryggingafélags
þess er skipið var tryggt hjá.
Mun það hafa verið Trolle & Rothe.
Þeir sem að félagsskapnum stóðu, voru þessir menn:
Brandur Stefánsson, Ólafur Jónsson, Óskar Jónsson,
Jónas Jóhannesson og Ragnar Þorsteinsson á Höfða-
brekku. Var hann lærður skipstjóri og skyldi hann
stjorna skeiðinni þá er hún losnaði úr sandi.
Félagar þessir keyptu svo mótordælu frá Reykjavík
og réðu mig sem dælustjóra við strandið. Var mér það
Ijúft að verða þeim að liði, svo langt er mín aðstoð
náði, því ég var að nokkru bundinn við önnur störf um
þær mundir.
Fór ég svo með þeim félögum austur í strand, ásamt
dælunni, á bifreið frá Vík. Þá er ég kom þangað leizt
mér ekki svo illa á aðstæðurnar. Skipið stóð því sem
næst á réttum kih. Hallaði lítið eitt að sjó, sneri það á
ská inn að sandinum og var hægt að komast um borð í
það þurrum fótum um fjöru.
Við komum svo dælunni um borð, og hóf ég fljót-
lega að dæla sjó úr togaranum, sem var mikill, sérstak-
lega í vélarrúmi. Mátti heita að það væri fullt.
Gekk mér vel að þurrka skipið, og er því var lokið
fóru þeir félagarnir í rannsóknarleiðangur um togarann,
neðan þilja. Var hann ólekur að mestu, nema í vélar-
rúmi var talsverður leki á bakborðssíðu, og svo sjór sem
að gekk í skipið á flóðum áður en brim lægði. Fiskur
var nokkur í skipinu, um 200 körfur, eða svo.
Ennfremur voru um 150 tonn af kolum í boxunum,
því stutt var síðan togarinn kom á miðin. Var nú haf-
izt handa um að létta skipið sem mest mátti verða. Byrj-
uðu þeir á því að taka fiskinn. Svo mikið lá við að ekki
var hann hirtur, heldur öllum kastað í sjóinn, þó var
hann nýr og óskemmdur. Að vísu hirtu sumir sér í soð-
ið, en það voru smámunir móts við það er fleygt var.
Síðan var gengið í það að bjarga kolunum, voru þau
öll hirt, af okkur er þarna unnum, og fengum við þau
frítt fyrir að taka þau úr boxunum.
Náðum við þarna, ýmsir, árs forða til heimilisþarfa,
við góða aðstöðu.
Það var þegar í upphafi fyrirfram ákveðið, hvernig
að björgun togarans skyldi staðið. Aðferð sú sem Bjarni
Runólfsson í Hólmi og Markús ívarsson notuðu við
björgun þýzka togarans „Gustav Meier“ var þá löngu
orðin viðurkennd, við björgun úr strandi á söndunum.
Var hún í því fólgin, að láta skrúfu skipsins, sem
bjarga skyldi, grafa aftan undan skut þess og þeyta burt
sandinum, jafnframt því sem híft var í víra um borð,
sem festir voru í akkeri langt úti í sjó. Á þann hátt hef-
ur tekizt að bjarga nokkrum skipum úr strandi á sönd-
um Skaftafellssýslu.
Björgunarmenn „Grimsby Town“ fengu svo bát frá
Vestmannaeyjum með akkeri austur á strandstaðinn.
Var því sökkt langt úti, og síðan komið fyrir vírum um
borð í togaranum. Skyldi togvinda hans síðar notuð til
þess að létta undir við björgun skipsins.
En nú kom nýtt til sögunnar.
Hlutafélagið Hamar í Reykjavík hafði haft augastað
á þessu skipi strax í upphafi, en orðið útundan um að-
ild að björguninni. Komu þeir nú austur Benedikt Grön-
dal verkfræðingur og Bjarni Jónsson verkstjóri. Sóttu
þeir nú sem fastast á að ganga inn í félagsskapinn. Fór
svo að lokum að Hamarsmenn voru teknir í félagið um
að bjarga togaranum, fengu þeir vélstjóra úr Reykja-
vík, skyldi hann annast vélgæzlu á leióinni til Reykja-
víkur þá er þar að kæmi. Lét hann svo kynda upp undir
katlinum, gekk það allt að óskum. Var vélin síðan lát-
in ganga í „Grimsby Town“ og var búið að grafa stór-
an hyl aftan við skipið og langt fram á síður. Sandur-
inn var léttur þarna og þeyttist auðveldlega með
straumnum sem skrúfan myndaði. Var nú allt í bezta
lagi hjá þeim félögum, og ekki annað sýnt en að björg-
un tækist á sínum tíma. Var nú beðið eftir stórstraum.
Áhöfnin af „Grimsby Town“ sem bjargað var hélt til
í Víkinni þar til að þeir fóru til Reykjavíkur. En sumir
af skipsmönnum komu austur á sand að sjá hverju fram
yndi um björgun skipsins. Ég man sérstaklega eftir fyrsta
stýrimanni að hann kom austur. Það var fremur ungur
maður, dugnaðarlegur. Hann fór um allt skip, að líta
eftir, og var engu líkara en að hann væri að kveðja kær-
komið heimili. Svo nærri tók hann sér að sjá örlög skips
síns, að þá er hann kom niður í vélarrúm og sá að brim-
sjórinn var búinn að dælda inn aðra síðuna, að þá tár-
felldi hann. Mun honum sennilega ekki þótt líklegt að
um björgun skips hans yrði að ræða. Þá var enn ekki bú-
ið að gera tilraun að ná togaranum á flot.
Þá er leið að stórstraumnum komu Hamarsmenn aust-
ur að strandi, og hafði nú Gröndal forystuna. Var hann
nú með nýjar tillögur á prjónum. Vildi hann nú breyta
átakinu á vírnum, og flytja hann fram á hvalbak. Togar-
inn var laus að aftanverðu í hylnum, sem skrúfan hafði
grafið út frá sér, og trúði Gröndal því að óhætt væri að
snúa skipinu þarna í flæðarmálinu. Hugðist hann svo
keyra beint frá landi, eins og væri verið að láta úr frið-
samlegri höfn.
Mýrdælingarnir settu sig hins vegar á móti þessari ráð-
stöfun, töldu þeir að bakka bæri skipinu eins og reynsl-
an hefði gefizt bezt. En Gröndal var ósveigjanlegur, taldi
hann björgun skipsins svo vissa með því að standa að
eins og hann vildi.
Varð það svo úr að Gröndal réði, og var vírinn flutt-
ur fram á hvalbakinn. Var nú á stórstraums flóði gerð til-
raun að draga togarann á flot. En margt fer öðruvísi en
ætlað er. Við átak skipsins snerist skipið til allmikið.
Færðist skutur upp að sandinum, og skeði það þá að
skrúfan orkaði eigi að grafa meir og stöðvaðist vélin
undan þunganum. Menn setti hljóða þá er þeir sáu hvað
skeð hafði. Um björgun togarans var nú bersýnilega
Framhald á bls. 463.
448 Heima er bezt