Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 30
BLÁBER J AHL AUP V2 1. bláberjasulta, helzt aðalbláber V2 1. ósykruð saftblanda eða vatn 12 plötur matarlím. Berjasultan er hrærð sundur með vatninu og sykri bætt út í, ef með þarf. Betra er að hafa í staðinn góða saftblöndu og gæta þess um leið að berjahræran verði ekki of sæt. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn um stund, undið upp og leyst upp í heitu vatni. Matarlíms- upplausnin á að vera kekkjalaus og tær ('/2 dl. vatn er nóg til að leysa það upp, — yfir gufu), og matarlímið má ekki sjóða. Matarlíminu er nú hrært saman við ber- in, og öllu hellt í kalda, blauta skál. Stendur á köldum stað, þangað til það er hlaupið. Borið fram með þeytt- um rjóma og smákökum. ÁVAXTAFAT Á ávaxtafatið röðum við sem flestum tegundum nýrra ávaxta, t. d. eplum, appelsínum, vínberjum, ban- önum, perum. Allir ávextirnir eru þvegnir vel úr köldu vatni og eplin eru fægð með mjúkum klút, þangað til þau glóa og skína. ANANAS MF.Ð SAL.ATI 1 dós ananas 1 bolli olíusósa 1/2 bolli grænar baunir V2 bolli eplateningar (á stærð við gr. baunir) V2 bolli köld steik, skorin í smá bita. Ananassneiðunum er skipt í tvennt (tveir hringar úr einni). Grænum baunum, eplum og kjöti er blandað í olíusósuna. Ananashringunum er raðað á fat, en helmingur þeirra skilin eftir. Væn skeið af salati breitt yfir ananassneið- arnar og önnur lögð þar ofan á. Fatið skreytt með stein- selju eða grænk'álsblöðum. VANILJUKRANSAR 500 g. hveiti 375 g. smjörlíki Hjartarsalt á hnífsoddi 250 g. sykur 50 g. flysjaðar, smátt saxaðar möndlur 1 egg 1 ts. vaniljudropar. Deigið er hnoðað og kælt um stund. Úr því eru mót- aðir jafnstórir kransar með hjálp hakkavélar og plötu með stjörnu. Raðað á plötu (lítið eða ekki smurða), og bakaðir við vægan hita, 200° C, fallega ljósbrúnir. S VESKJUTERT A 750 g. hveiti 2 ts. lyftiduft 375 g. smjörlíki 1 ts. hjartarsalt 375 g. sykur 3 egg. 1 ts. kardimommur Deigið er hnoðað vel og kælt. Skipt í 5—6 jafna parta og flatt út á ofnplötunni. Hver kaka verður að vera eins og hinar að stærð og allar jafnþunnar. Bakaðar við fremur vægan hita, 225° C, fallega ljósbrúnar. Kökurn- ar eru lagðar saman með góðri sveskjusultu á milli. LAUFABRAUÐ 1 kg. hveiti, eða hveiti og fínmalað heilhveiti eða rúgmjöl 30 g. sykur = 3 ms. 1 ts. lyftiduft 1 ts. salt 61/2 dl. sjóðheit nýmjólk með 1 ms. af smjöri sam- an við. Hveiti og heilhveiti eða rúgmjöl er sigtað mjög vel saman, ásamt sykri, salti og lyftidufti. Vætt í með sjóð- andi mjólkinni og hnoðað úr þessu þétt deig. Það er nú breitt út mjög þunnt og kökurnar skomar með kleinu- hjóli undan diski, svo að þær verði allar eins að lögun og stærð. Hjálpast svo allir að á heimilinu við laufa- skurðinn, og verður hver kaka lítið listaverk, ef allir vanda sig. 458 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.