Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 27
allra íslenzkra rita hafa flutt myndaskrýtlur og smá- sögur með teiknimyndum. Var það vitanlega allt erlent, en vel þegið af landsmönnum. Enda var Tryggvi Gunn- arsson fundvís á efni, til að gera Almanakið vinsælt fræði- og skemmtirit. Þá hóf Þjóðvinafélagið að ráði Tryggva útgáfu á Dýravininum árið 1885. Kom hann venjulega út annaðhvort ár, alls 16 hefti, hið síðasta 1916. Eins og nafnið bendir til var Dýravinurinn frá upphafi helgaður dýraverndun, og vann hann ómetan- legt gagn í þá átt, ekki sízt mun honum hafa orðið ágengt vegna þess, að hann var að verulegu leyti snið- inn við hæfi unglinga, sem með lestri hans hrifust af málefninu. Vinsældir sínar átti Dýravinurinn ekki minnst að þakka því, að hann flutti meira af myndum en flest önnur íslenzk rit um þær mundir. Framan af voru myndirnar flestar erlendar að uppruna, en valdar í góðu samræmi við efnið, svo að þær stungu hvergi í stúf. Síðar komu til íslenzkar ljósmyndir. Öll voru rit þessi prentuð í Kaupmannahöfn framan af árum, en eftir að þau fluttust heim munu þó myndirnar alloft hafa verið prentaðar ytra, þegar þær voru á sérstökum blöðum, svo sem mannamyndir Andvara og Almanaks- myndirnar. Fyrsta íslenzka myndablaðið, sem kalla rná því nafni var Heimdallur, sem Björn Bjarnarson, síðar sýslumað- ur, gaf út í Kaupmannahöfn 1884. Var frágangur hans allur hinn prýðilegasti og flutti hann margt mynda, einkum mannamynda, bæði erlendra og innlendra. — Fleimdallur fylgdi raunsæisstefnu Georgs Brandesar og var að ýmsu leyti arftaki Verðandi, mun efni hans því hafa sætt nokkurri gagnrýni, og náði hann ekki þeirri útbreiðslu, að útgefandi treystist til að halda honum áfram nema eitt ár. Nú er hann orðinn harðla fágætur og eftirlæti bókasafnara. Miklu langlífari en Heimdallur varð Sunnanfari, sem Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hóf útgáfu á í Kaup- mannahöfn árið 1891, kom hann út þar til ársins 1896, að Þorsteinn Gíslason flutti hann til Reykjavíkur. Sunnanfari gat sér miklar vinsældir, flutti hann einkum mannamyndir og æviágrip ásamt ýmsum þjóðlegum fróðleik, sem ekki særði tilfinningar manna eins og rit raunsæismannanna í Heimdalli. Eftir að Sunnanfari kom heim flutti hann einnig myndir af stöðum og mannvirkj- um. Ef til vill sýnir ekkert betur hvílík vandhæfni var á prentun mynda á íslandi en 6. árgangur Sunnanfara eftir að hann er fluttur heim. En með 8. árgangi breyt- ist frágangur mynda mjög til batnaðar. Dr. Valtýr Guðmundsson hóf útgáfu Eimreiðarinnar í Kaupmannahöfn árið 1895 og gaf hana út í 23 ár. All- an þann tíma var Eimreiðin forysturit íslenzkra tíma- rita um efni og frágang, og raunverulega fyrsta íslenzka tímaritið, sem var með nýtízkusniði eins og þá tíðkað- ist. Eimreiðin flutti að staðaldri myndir af margvíslegu tagi, og var lengstum lang myndauðugust samtíðarrita sinna. Skírni var breytt úr fréttariti í alþýðlegt tímarit árið 1905 og þá var Tímarit Bókmermtafélagsins sameinað Titilblað af 1. árg. Nýrrar sumargjafar. honum, eftir það flutti hann við og við nokkuð af myndum, þótt hann stæði Eimreiðinni langt að baki í þeim efnum. Um leið og breyting þessi fór fram var út- liti ritsins breytt stórlega. Kápa Skírnis hafði ætíð verið skrautlaus, en nú var hún prýdd teikningu eftir Ásgrím Jónsson málara, sem sýndi för Skírnis í Jötunheima. Ekki var þó sú kápumynd nema eitt ár, en eftir það Var teikning, gerð af Sigríði Björnsdóttur á kápunni, unz ritinu var aftur breytt í ársrit árið 1921. Fram að þess- um tíma mun það aldrei hafa tíðkast að sérstök teikn- ing eða mynd væri á kápu tímarits, nema á Eimreiðar kápu var smámynd af eimvagni, sem ritið var heitið eft- ir. Næsta tímarit, sem tók upp þann sið, að hafa tákn- mynd á kápu munu hafa verið Nýjar kvöldvökur á Ak- ureyri 1908, en á þeim var um langan aldur íslenzk bað- stofumynd, þar sem húsbóndinn las upphátt á kvöld- vöku. Þriðja tímaritið, sem tók upp þenna sið, hygg ég verið hafi Réttur Þórólfs á Baldursheimi, sem byrjaði að koma út 1915, en kápu hans prýddi teikning eftir Ríkharð Jónsson. Eins og fyrr hefur verið drepið á voru myndir í rit- um prentuðum á íslandi fram að aldamótunum 1900 næsta sjaldséðar. En um aldamótin verður greinileg Heima er bezt 455 t

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.