Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 40
að móðirin vildi sinna því. Hún hafði gimbrina fyrst inni í eldhúsi og lánaði henni kassagarm til að liggja í. Svo stækkaði Harpa óðum (nafnið hafði afi gefið henni) og varð fjörug og forvitin með nefið niðri í öllu. Þá varð hún að vera úti á daginn og sofa frammi í hlöðu á nóttunni. Fyrst í stað leiddist Hörpu iitlu í hlöðunni og jarm- aði hátt og mikið. Þá fór Neró að leggja í vana sinn að heimsækja hana á kvöldin og sofa heima í hlöðu, og þá var Harpa litla róleg. Helzt hefði Hanna María viljað sofa hjá þeim, en það fékk hún auðvitað ekki. „Börn verða að sofa í rúmunum sínum,“ sögðu bæði afi og amma, Hallfríður og Hinrik, svo að við ofurefli var að etja, og Hanna María varð að láta í minni pok- ann. Neró mundi líka, að stundum hafði hann verið af- brýðisamur við lambgreyið. Hann sá eftir því núna, þeg- ár þau voru að skilja. „Nú verðum við bara tvö, Neró minn,“ sagði Hanna, „og afi og amma. Heldurðu ekki að okkur leiðist voða- lega?“ Neró var ekki viss um, að þeim þyrfti að leiðast. Það var nóg að skoða. Og svo var Hinrik aldrei neitt góður við hann. Hann átti sjálfur hund, sem hét Snati. Hann var gamall og spikfeitur, fór varla nokkru sinni út fyrir dyr nema til að sóla sig í gluggatóftinni. Þá hafði Neró stundum strítt honum pínulítið, svo það var kannski þess vegna, sem Hinrik hafði horn í síðu hans. III. ÓVÆNT GJÖF Uppboðið var búið, og mennirnir farnir að hugsa til heimferðar. Fyrst urðu þeir allir að fá kaffi í Kotinu hjá Afa og Ömmu. Hallfríður og Hinrik stóðu úti á hlaðinu og horfðu á það af búshlutunum, sem ekki hafði gengið út. — Hvað á nú að gera við þetta, sem enginn vill? sagði Hinrik. Hallfríður horfði hugsandi á draslið og sagði svo, að Afi hefði alltaf verið" að tala um, að það þyrfti að koma upp byggðasafni í sveitinni, því ekki að lofa honum að eiga það, sem hann vildi af þessu? Hallfríður vissi reynd- ar ekki vel, hvað byggðasafn var, en það var víst safn- að saman þangað öllum mögulegum munum, sem voru að verða úreltir. Það lifnaði yfir Hinrik. — Þú segir nokkuð, kona góð, ég þarf að fara og vita, hvað hann segir um að fá þetta. Og söðulinn þinn keypti hann, líklega í þeim tilgangi, en ekki til að nota hann, því Amma á sjálf söðul, og varla fer tryppið hún Hanna María að ríða í söðli. — En hvað á að gera við hana Hörpu? spurði Hall- fríður. — Því skalt þú ráða, kona, svaraði Hinrik og fékk sér duglega í nefið. Hallfríður gekk inn, fékk sér penna og pappírsspjald, sem hún skrifaði nokkur orð á með prentstöfum, bjó síðan til gat í eitt hornið með skærunum sínum og dró seglgarnsspotta í. Síðan gekk hún út aftur. Hinrik sat á hestasteininum og horfði út á sjóinn. — Það lítur vel út með varpið, sagði hann og snýtti sér hraustlega. — Það er gott. Eg vona að nýju ábúendunum líði hér vel,ogþ eirra ætt ílendist hér,fyrst við eignuðumst aldrei neinn erfingjann að jörðinni, svaraði Hallfríður. En farðu nú og settu þetta um hálsinn á henni Hörpu litlu fyrir mig. Hinrik gretti sig. Honum var alveg sama, hvernig þessu ókunna fólki búnaðist hér, fyrst hann sjálfur þurfti að hrökklast í burt, og það á elliheimili. Slík skömm hélt hann þó að ætti ekki yfir sig að koma, en Hallfríður vildi þetta endilega, fyrst þau gátu ekki hokrað lengur, sagði hún að þar mundi þeim líða bezt. Ojæja, það gat satt verið, en merkið gat hann svo sem nælt um hálsinn á lambinu. Litla skinnið hún Hanna átti skilið að þau gleddu hana eitthvað, svo oft var hún búin að flytja sólskin heim í gamla bæinn þessi síðustu ár. Lambið lá úti í horni í hlöðunni, það spratt á fætur og dillaði litla dindlinum í ákafa. Hinrik ætlaði aldrei að geta bundið spottann um hálsinn á Hörpu, hún var svo óstillt, enda var hún búin að vera lokuð inni allan daginn og vildi nú fá pelann sinn strax. — Sussu, sussu, hvaða ógnar læti eru þetta, dæsti Hinrik, svo strauk hann um hvítan haus lambsins og opnaði dyrnar, svo hún kæmist út. Harpa tók sprettinn inn í bæ, en Hallfríður setti hana út fyrir og lokaði dyrunum. — Farðu og finndu hana fóstru þína, sagði hún. Það var sama, hve sárt Harpa litla jarmaði og kvein- aði, Hallfríður opnaði ekki hurðina. Loks fór Hörpu áð leiðast, hún rölti jarmandi niður tún, en fékk sér þó tuggu við og við, hún var bæði svöng og þyrst. Hanna María hafði sofnað út frá eintali sínu við Neró. Nú hrökk hún upp við sáran lambsjarm. Það var Harpa litla, sem stóð þarna uppi á lautarbarminum og horfði ofan til þeirra. Neró spratt á fætur, alls hugar feginn. Hann gelti glaðlega og tók á sprett upp úr lautinni. Hanna horfði á þau döpur á svip, en hvað var það, sem hékk um háls- inn á lambinu? Hún stóð upp og kallaði á ærslabelgina, sem strax komu skoppandi niður til hennar. Hún leysti bandið og las það, sem stóð á spjaldinu: — Til Hönnu Maríu frá Hallfríði og Hinrik var skrif- að þar með stórum prentstöfum. Hanna starði steinhissa ýmist á Hörpu eða spjaldið. Svo hljóp hún af stað heim eins hratt og hún komst. Lafmóð þeyttist hún inn í eldhúsið til Hallfríðar, sem var að Ijúka við að ganga frá í síðasta sinn. — A ég hana? spurði telpan og horfði stórum blik- andi augum á gömlu konuna. 468 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.