Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 10
Til vinstri: Vallnatún. í miðju: íbúðarhús Þórðar Tómassonar i Skógum. Til hagri: í dyrum byggðasafnsins. Kvarnarsteinn Önnu á Stóruborg, strokkur Mála-Daviðs. á hólinn. Sá hann þar inn í baðstofu og var rofinn úr henni annar gaflinn. Kona sat inni á palli yfir ung- barni. Hún ávarpaði Þorvald reiðilega og sagði: „Þú heldur þér flest fært, Þorvaldur, en ekki skal það hefndalaust, ef þú gerir mig húsvillta.“ Þorvaldur vakn- aði frá draumnum og lét hann sér að kenningu verða. Sagði hann vinnumanni sínum að jafna úr moldar- byngnum morguninn eftir og gera því líkast, er áður hafði verið. Mælt var, að álfareið hefði verið gerð í Hellnahóli í tíð Þorvalds, en svo nefndist það, er huldufólk heim- sótti hvað annað. Fylgdi því venjulega ókyrrð í frek- ara lagi. Tveir opnir hellar voru í Hellnahóli, þegar Tómas kom þangað, var annar í háhólnum en hinn í lægð litlu austar. Tómas hlóð kampa að opinu á eystri hellinum og fóðraði þar lömb sín, í hinum geymdi' hann amboð, meisa, laupa og aðra búshluti. Hann hrap- aði að miklu leyti skömmu seinna. Missti Tómas þar alla meisa sína. Milli hellanna var smuga inn í hólinn. Var hægt að reka þar inn hrífuskaft og virtist opið víkka, er innar dró. í tíð Þórðar Sigurðssonar í Hellnahóli vildi það til, að hestar stukku austur hólinn. Hrundi þá niður úr spori eins þeirra og gein við hola djúpt niður. Sama dag voru börn að leika sér þarna hjá. Kom heimilis- kötturinn þar að og smaug niður í holuna. Heyrðu börnin mjálm hans austur eftir hólnum, þar sem það dó út. Nokkrum dögum seinna, kom kisa upp úr þess- ari jarðholu, slæpt og illa til reika. Tómas og fjölskylda hans kunni því vel að eiga huldufólkið að nágrönnum. Það gekk þar um hús eins og heimafólkið, einatt heyrðist það taka í strokk frammi í bænum og eimur af matseld þess barst oft úr eldhúsi. í göngunum var hella, sem glamraði við, er á hana var stigið. Heyrðist það hljóð oft, þótt enginn maður ætti leið um göngin. Á ýmsan hátt vék huldufólkið í veg fyrir nágrönn- um sínum. Þuríður var löngum veil í fótum og átti því óhægt um vik utan bæjar. Um sláttinn átti Lauga að koma sunnan úr engjum til að sækja kýrnar til morg- unmjaltanna. Stöðullinn var vestan við bæinn í austan- átt en austan við hann í vestanátt. Lauga þurfti raunar aldrei að tefja sig frá ljánni til að reka heim kýmar, þær komu jafnan mannlausar á stöðulinn og skeikaði ekki í að fara á réttan stað eftir áttum. Þakkaði Þuríður það huldufólkinu, svo mikið var víst, að þessu átti hún hvergi að venjast nema í Hellnahóli. Sárast fannst henni að þurfa að skilja við þessa góðu nágranna, er hún neyddist til að flytja á annan bæ. Þessir hollvinir höfðu gát á öllu, sem gerðist. Að út- hallandi vetri fór Þuríður í kynnisferð til Einars bróð- ur síns austur að Steinum og lét Svein fylgja sér. Lauga var eftir til að gæta bæjarins. Átti Sveinn að snúa að bragði heim aftur. Lauga gekk suður fyrir bæinn, þeg- ar þau voru fyrir skömmu riðin úr hlaði, og sá til ferða þeirra austur á Skipaflöt fyrir neðan Varmahlíð. Fór hún þá heim og hugðist nota það, að nú var hún ein um hituna. Hún þreif rokk mömmu sinnar, kembdi sér væna kembu og festi hana við rokkinn. Tók hún svo til við að stíga hann, sem bezt gegndi. Vart var hún hálfnuð með kembuna, er kallað var framan úr bænum, höstum rómi: „Láttu rokkinn vera, Lauga.“ Henni heyrðist þetta vera rödd mömmu sinnar. Setti hún rokkinn frá sér í óðagoti og hljóp fram. Bærinn var mannlaus, og úti var engan að sjá. Ekki varð þó meira úr spuna þann daginn. Laugu þótti löng biðin eftir Sveini. Vigfús frændi hans í Steinum, bað hann að doka við, og fór svo, að hann beið eftir móður sinni. Laugu varð það til afþreyingar, að Kristín Sigmunds- dóttir kom utan frá Holti til að gegna gripum Þorvalds og fór sér ekki óðslega. Sat hún góða stund inni í bað- stofu að loknu verki. Fegin varð Lauga, þegar hún sá til ferðafólksins og hljóp fagnandi á móti því. Hún sagði mömmu sinni söguna um spunann. Hló Þuríður þá og sagði: „Þetta hefur verið grannkona mín og vilj- að okkur báðum vel.“ í Hellnahóli eignaðist Lauga saumnál og þótti mikið til koma. Einu sinni var hún að bæta flík og stakk nál- inni í svuntu sína, er því var lokið. Rétt á eftir ætlaði hún að grípa nálina en greip í tómt, nálin var horfin 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.