Heima er bezt - 01.01.1965, Side 29

Heima er bezt - 01.01.1965, Side 29
SETNINGAR sagðar við Tableau-viyndir 1922. * Goðin: Freyja — Þór — Iðunn. FREYJA (gengur hægt yfir sviðið klædd dragsíðum kyrtli með Brísingamen um hálsinn. — Talar hægt.): Samband manns og konu er í minni hendi. Ég er kölluð ástagyðjan. Misbrúkið ekki gáfur mínar. Asta- lífið hefur tvær hliðar, — aðra dökka en hina bjarta. Varlega skuluð þið teyga ástabikarinn. — Það bezta er ekki á botninum. ÁSA-ÞÓR (gengur hægt yfir sviðið, með skammskeft- an hamar): Hlutverk mitt var að berja á tröllum og illvættum. Hamarinn er hendinni tamur. — Nú eru tröllin horfin úr heiminum, en tröllum verri eru þær ódyggðir, er nú ásækja mannfólkið. Hefðu þær hold og blóð, skyldi hamar minn skjalla þær. Þið sem afl- ið eigið, — berjið á tröllum lasta og lágra hvata. IÐUNN (kemur fram með eplaskál og epli í hægri hendi. Talar hægt.): Ég geymi ódáinseplin. Elli brestur mátt við afli þeirra. Hver, sem á þeim bragð- ar fær æsku sína aftur. Eitt sinn glötuðust eplin. Þá urðu goðin gráhærð. Svo fer og hverjum þeim, er glatar Iðunnareplum andans. Sál hans verður hélu- grá og hugmyndadofin. Æskumenn! Festið augu ykkar á eplunum, en starið ekki á krækiberin. Þannig hljóða þessar setningar, sem goðin voru lát- ín segja fram á leiksviði fyrir fjórum áratugum. í þessum þætti ætla ég þó aðallega að styðjast við þær setningar, sem Freyja var látin mæla fram. Ástamál unga fólksins, sem ég vil kenna við Freyju í þessum þætti, hafa ætíð verið viðkvæm vandamál frá alda öðli, og engar siðareglur eða kenningar hafa reynzt fullgildar eða veitt fullt öryggi í þessum málum, sem snerta ástalífið, — tilfinningarnar, — en ástalífið er, þeg- ar hamingja og gæfa er með í leiknum, mesti unaður lífsins. Og þar sem hið vaknandi ástalíf ungmenna hef- ur meiri áhrif en nokkuð annað á framtíðarheill og lífsbraut uppvaxandi æskufólks, þá finnst mér rétt í þessum fyrsta mánuði hins nýbyrjaða árs, að eyða nokkru rúmi til hugleiðinga um þetta Ijúfsára vanda- mál. Ég vík þá aftur að tveimur setningum úr ávarpi Freyju, en hún var látin segja þetta: „Ástalífið hefur tvær hliðar. Aðra dökka en hina bjarta.“ Og enn frem- ur þetta: „Varlega skuluð þið teyga ástabikarinn. — Það bezta er ekki á botninum.“ Svona hef ég litið á þetta vandamál æskunnar, á þeim góðu gömlu dögum fyrir fjórum áratugum. Ég var þá ungur maður með litla lífsreynslu, og þótt ég hefði að baki fjögra vetra skólagöngu, þá var ég hálfgerður sveitadrengur í eðli og reynd, og lífsreynsla mín fá- breytt, og að mestu bókleg, ef hægt er að komast svo að orði um lífsreynslu. Allir hafa lesið eitthvað um Freyju, hina fögru gyðju ástarinnar. Hún ók í vagni og beitti köttum fyrir ökutækið. Hún var gyðja ástarinnar, þótt margar fleiri ásynjur kæmu þar við sögu. Á Freyju var gott að heita til ásta. Ekki er siðferði Freyju rómað í frá- sögnum Eddu, en fræg var hún fyrir fegurð. „Varlega skuluð þið teyga ástabikarinn. — Það bezta er ekki á botninum," læt ég ímynd þessarar gyðju segja við unga fólkið í Stykkishólmi vorið 1922. Er þetta skynsamlega sagt? Styðst þessi ályktun við rök lífsins og raunsæi? Ekki veit ég hvort ég get svarað þessum spurningum, enda gæti það tafizt fyrir mér lærðari og lífsreyndari mönnum, en ég get velt þessum spurning- um fyrir okkur og reynt að vekja umhugsun og at- hygli lesenda á þessu mikla vandamáli, sem hamingja og lífsheill ungmenna veltur meira á, en nokkru öðru, er snertir lífsbaráttuna. I næstum hverju einasta skáldverki er fjallað um ástina, þótt engin bók og ekkert listaverk gefi fullgild svör, eða flytji algildan sannleika um ástalífið. Hneigð til ásta er öllu heilbrigðu fólki meðfædd. Framhald lífsins hvílir á þeirri frumhvöt. Að berja hana niður er ekki á neins manns færi. En er þessi frum- hvöt mannsins þá hættuleg? Hefur ástalífið tvær hlið- ar? Aðra dökka en hina bjarta. í ávarpi Freyju, sem er birt hér að framan, er því slegið föstu. Fyrir fjórum áratugum var þetta lífsspeki ungs manns, sem fátækur var af lífsreynslu. Á hverju byggir hann þessa skoðun sina? Fáir hugsa frumlega og tæplega hefur þessi hugs- un eða ályktun verið orðuð þannig af mér í fyrsta skipti. — Nei. Þetta var lífsskoðun, sem ég hafði öðlazt við uppeldi á góðu heimili, við umgengni og fræðslu góðra manna, og við lestur bóka. Tæplega er líka til svo léleg skáldsaga, að ekki séu þar sýndar tvær hliðar ástalífsins. Aðra, sem varðar hamingjuleiðina, og hina, sem leiðir til sorgar og ógæfu. Þessar fullyrðingar mínar, sem ég legg í munn hinn- ar heiðruðu ástagyðju og hún var látin mæla fram með þunga og alvöru, er ómur af lífsreynslu margra kyn- slóða, jafnt í heiðnum sið og kristnum. En þótt ástalífið sé svona tvíþætt, og hliðar þess ýmist bjartar eða dökkar, þá hefur margt hið fegursta, sem sagt hefur verið í heiminum í ræðu, riti og ljóð- um, verið sagt um ástina. Ef ég vildi sanna mál mitt um fegurð ástalífsins með tilvitnunum í fögur ljóð og snjallar, heitar setningar úr skáldverkum og ræðum, þá myndi þessi þáttur minn verða alltof rúmfrekur í venjulegu mánaðariti. Þar er af svo miklu að taka. Ég ætla því aðeins að nefna hér tvær landskunnar stökur um ástina. Sú fyrri er þannig: „Ástin hefur hýrar brár, en hendur sundurleitar. Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.