Heima er bezt - 01.01.1965, Side 20
Opna úr Úraníu.
leiksfúsri og myndþyrstri alþýðu manna urn aldamót-
in síðustu, þegar menn þekktu ekkert til skreytinga í
bókum og þráðu einhverja tilbreytingu í gráum hvers-
dagleikanum. Fræðibækurnar Lýsing íslands, Grænland
að jornu og nýju og Þættir úr Islendingasögu voru all-
ar með mörgum myndum, sem ásamt ágætu efni gerði
bækur þessar vinsælar. Ekki má heldur gleyma barna-
bókunum, Stafrófskveri síra Jónasar Jónassonar og Nýj-
asta barnagullinu, sem báðar fluttu fjölda mvnda og
áreiðanlega léttu mörgu barninu að komast upp yfir
örðugasta hjalla lestrarnámsins.
Því miður kunnu íslendingar ekki að meta stórhug
og rausn Odds Björnssonar, sem skyldi. Hann varð að
hætta við útgáfu Bókasafns alþýðu fyrr en varði, og
þótt hann 1901 kæmi til íslands með fullkomnustu
prentsmiðju landsins í þann tíma, hurfu myndir að
mestu úr útgáfubókum hans eftir það. Komu þar fram
erfiðleikarnir á gerð myndamóta, þar sem allt þurfti til
útlanda að sækja. Lagðist þessi merkilega tilraun því
niður. Og raunalegt er til þess að vita, að Oddur Björns-
son skyldi síðar verða að grípa til hins gamla Hólaráðs,
að skreyta nýjar bækur með gömlum myndum þeim
óskyldum. Og í rauninni liðu áratugir frá tilraun Odds
Björnssonar, þar til hugmynd hans um myndskreyttar
bækur verður veruleiki.
í þessu sambandi má geta þess, að Bókmenntafélagið
gaf á fyrstu tugum aldarinnar út Lýsingu íslands hina
stóru eftir Þorvald Thoroddsen, með tiltölulega fáum
myndum og íslendinga sögu Boga Th. Melsted mynda-
lausa með öllu. Og síðar gaf Fræðafélagið út rit þessara
sömu höfunda, Ferðabók Thoroddsens og Handbók í
Islendinga sögu Boga algerlega án mynda. Voru þó all-
ar þessar bækur prentaðar í Kaupmannahöfn og til
þeirra vandað í hvívetna. Hinsvegar voru grasafræði-
ritin Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson og Bygging
og líf plantna eftir Helga Jónsson ríkulega myndprýdd-
ar, og var meginþorri myndanna í Flóru gerður fyrir
þá bók.
Hér vil ég geta þess, að Oddur Björnsson mun fyrst-
ur íslenzkra bókagerðarmanna hafa prýtt bækur sínar
með litprentuðum kápum. Lengstum voru kápur ís-
lenzkra bóka mjög fábreyttar, oft voru þær einungis úr
gráum eða mórauðum pappír án þess nokkuð væri á
þær prentað. Oftar mun þó titill bókarinnar hafa verið
prentaður á hina sviplitlu kápu. Einstöku bækur voru
þó með dökkum skrautramma utan um titilinn, svo
voru t. d. íslendinga sögur í útgáfu Sigurðar Kristjáns-
sonar, og einnig átti gamla Akureyrarprentsmiðjan
skrautramma, sem prentaður er á nokkrum bókum frá
henni. Oddur gerði hvorttveggja að prenta titla með
litum og hafa utan um þá litaða ramma, voru margar
kápur frá prentsmiðju hans í þremur litum. Einna mest
mun hann hafa borið í kápu á Þjóðsagnaútgáfu sinni.
Varð hann í þessu sem mörgu öðru á undan samtíð
sinni.
Aður var þess getið að Sigurður Guðmundsson mál-
ari teiknaði fáeinar myndir í prentaðar bækur. Munu
þær vera einu prentmyndirnar, sem gerðar eru af ís-
lenzkum listamanni alla 19. öldina. En árið 1903 var
nýstárleg bók prentuð í Reykjavík, voru það Islands-
vísur, Ijóð eftir Guðmund iVIagnússon. Kvæðunum
fylgdu teikningar, flestar eftir Þórarin B. Þorláksson,
listmálara en fáeinar gerðar af höfundi sjálfum. Ein
mynd eftir Þórarin hafði birzt í Uraníu, en ókunnugt
er mér, hvort hann hefir annars fengizt við að mynd-
skreyta bækur. Það var og nýstárlegt við þessa útgáfu,
að bókin var tölusett og einungis seld áskrifendum við
háu verði eða 10 krónur, sem þá mun hafa nálgazt
4—5 daga vinnulaun verkamanns. Myndirnar í Islands-
vísum voru margar vel gerðar og bókin öll prýði í ís-
lenzkri bókagerð. Höfundur var sjálfur prentari, drátt-
hagur vel og smekkvís. Vann hann að prentun bókar-
innar, en hún var prentuð í Gutenberg, sem þá var ný
og hin fullkomnasta prentsmiðja landsins. Guðmundur
Magnússon, teiknaði myndir á kápur ýmissa skáld-
sagna sinna t. d. Heiðarbýlisins og e. t. v. fleiri, og að
honum látnum voru nokkrar pennateikningar hans
prentaðar í Ferðasögum 1930.
Næsta myndskreytta Ijóðabókin eftir Íslandsvísur
Þyrnar. — Titilblað af stafrófskveri Jónasar frá Hrafnagili.
16 Heima er bezt