Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 27
Heima er bezt veitir viðtöku framlögum til Davíðs-húss Að Bjarkarstíg 6 á Akureyri stendur hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús þetta lét Davíð sjálfur reisa og bjó þar einn meira en tvo áratugi. Húsið með öllu, sem í því er, minnir á Davíð einan. Hver hlutur geymir brot af hugsun hans og smekk. Hér kvað hann ýmis fegurstu ljóð sín, og segja má, að sjálf þögn hússins sé eitt af ljóðum skáldsins. Þegar við andlát Davíðs var um það rætt, að heimili þjóðskáldsins yrði að varðveita eins og hann skildi við það í hinzta sinn. Tækifærið var einstakt til þess að geyma minn- ingu andlegs höfðingja og mikils íslendings. Allir virtust sammála. Aðeins þurfti einhverja til að hefjast handa. Nú hefur Akureyrarbær riðið mynd’arlega á vaðið með því að kaupa hið dýrmæta bókasafn skáldsins. Erfingjar hafa gefið húsmuni Davíðs og listmuni. Eftir er húsið eitt, og virðist einsætt, að hér komi til hlutur þjóðarinnar allrar. Davíð var meira en Akureyr- ingur eða Eyfirðingur. Hann var íslendingur, þjóðskáldið, sem langa ævi naut meiri ást- sældar en flest, ef ekki öll íslenzk skáld fyrr og síðar. List hans öll stóð djúpum rótum í íslenzkri þjóðmenningu og þjóðarsál. Hér er það einmitt þjóðarinnar allrar að sýna þakk- læti í verki og ræktarsemi. A því vaxa allir. Áhugamenn á Akureyri, ásamt Stúdentafélaginu á Akureyri, hafa tekið höndum saman um að efna til samskota með þjóðinni til kaupa á húsi Davíðs. Vér treystum því, að þeim mörgu íslendingum, víðs vegar um land, sem sótt hafa yndi í ljóð Davíðs Stef- ánssonar á liðnum árum, sé það ljúft að gjalda svo skuld sína við skáldið, að þeir leggi eitthvað af mörkum, til þess að heimili Davíðs frá Fagraskógi megi varðveitast sem eitt af véum íslenzkrar menningar. Dagblöðin í Reykjavík sem og önnur blöð í bæjum landsins eru beðin að birta ávarp þetta, og jafnframt er þess vænzt, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Davíðs úti um land, í sveit og við sæ, að þeir hafi forgöngu um fjársöfnun, og geta þeir snúið sér til einhvers úr framkvæmdanefnd og fengið senda söfn- unarlista. — Gjaldkeri söfnunarinnar er Haraldur Sigurðsson, Útvegsbankanum, Akureyri, pósthólf 112. í framkvæmdanefnd: Þórarinn Björnsson, Brynjólfur Sveinsson, Guðmundur Karl Pétursson, Sigurður O. Björnsson, Sverrir Pálsson, Freyja Eiríksdóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Aðalgeir Pálsson, Haraldur Sigurðsson. Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.