Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 24
JOHANNES OLI SÆMUNDSSON: Látra-Sæmunaur seöir frá STAÐARHÓLS-PÁLL Loftur bræðslustjóri átti heima á Staðarhóli. Hann sá um alla bræðslu hákarlalifrar á Siglufirði um langt skeið. Til þess að bræðslan yrði honum sem ódýrust, hafði hann einungis kvenfólk sér til aðstoðar við vinnubrögð- in, en þau þóttu ekki beinlínis þrifaleg. Meðan bræðsla stóð yfir var mikil vinna við að bera lifrina milh geymslustaðar og bræðslu. Geymslustamp- arnir rúmuðu á annað hundrað tunnur hver, en hver pottur 4—5 tunnur. Litlir stampar, vel bærir fyrir tvo, voru hafðir til flutningsins. Sást oft ein kerling úti í lifrarhafinu við að krafla upp lifrarbúta og láta þá upp í stamp. Stóð hún þá jafnan uppi í öðrum stampi, því að lítið var um hæfilegar verjur. Þetta pottbrædda lýsi þótti góð verzlunarvara. Seld- ist hún mest til Kaupmannahafnar og var flutt í stórum ámum. Þegar látið var í ámur þessar, fleyttu menn ofan af úr lýsispottunum og gættu þess að taka ekki annað en það sem var hreint lýsi. Loftur þessi þótti fremur þunnur í roðinu (þ. e. lítið gefinn), en hann átti bráðgáfaða konu. Sonur þeirra, Páll, var víðkunnur meðal sjómanna fyrir hagmælsku, því að segja mátti að hann talaði í Ijóðum, er honum bauð svo við að horfa. Einkum þóttu skyndisvör hans mörg góð. Eftir Pál er þessi vísa um hákarlaskipið Skjöld: Sínar voðir bezt sem ber, brims í hroðastríði, sundur voðaskafla sker Skjöldur, gnoðaprýði. Og þessi um skipið Siglnesing: Siglnesingur sels um jörð sínum undir voðum, þótt á hann springi aldan hörð, hann inn á stingur Siglufjörð. Þegar Páll var hjá mér á Hríseyjunni, orti hann: Með aflaföngin undan ströngum vindi létt og þýð um lýsurann liðugt skríður Hríseyjan. Við vorum báðir hásetar á Njáli í sumarmálagarðin- um 1887. Ymsum þótti þá skipstjórinn (Albert Finn- bogason) duga illa og varð mönnum uppsigað við hann. En við höfðum afbragðs-stýrimann (Gest Gíslason) það bjargaði. Hann var afburða-stjórnari. Einu sinni þegar við komum að landi í Haganessvík fór Fori, en svo nefndum við skipstjórann okkar í milli, til bæjar og stanzaði töluvert. Þegar hann kallaði eftir því, að vera sóttur í land, bað stýrimaður Pál að fara. Páll tók því illa, en fór þó. Þegar hann var að fara frá skipinu, stóð skipstjórinn í fjörunni og segir Páll þá við okkur: H ór dómsskoru-hundurinn, hlands á forar vominn, branda þori þundurinn, þarna er Fori kominn. Um okkur, sem rerum á Látrabátnum kvað Páll eitt sinn þetta: í andófinu, allröskur, er Páll bæði og Þorlákur, Valdi og Sæmsi, velþekktur, valinn Tryggvi formaður. Og öðru sinni um okkur Valda: Veit ég engin verri flón veðra undir tjaldi, sem að líða á sálu tjón, en Sæmundur og Valdi. Einu sinni vantaði Pál pípu og bað mig að lána sér hana, hvað ég gerði, þó að ég ætti hana ekki sjálfur. Þakkaði hann mér fyrir með þessari vísu: Aldrei grútar gáttu stig, gæddu sútarránið. Foldin klúta faðmi þig fyrir hnútu lánið. (Glerpípuhaus nefndist hnúta.) Löngu síðar lá ég á Hríseyjunni inni á Hornvík, ný- kominn þangað úr ólátaveðri, og svaf fast. Ég stóð oft svo lengi við stýrið, þegar vont var, að ógerningur var að vekja mig þegar ég var háttaður og sofnaður. Ég 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.