Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 21
mun vera Þulur Theodoru Thoroddsen 1916. Voru þær með teikningum eftir hstamanninn Guðmund Thor- steinsson. Voru myndirnar gerðar af miklum hagleik og hugmyndaflugi, enda teiknarinn einn af fjölhæfustu listamönnum, sem vér höfum átt. Annars gerði Guð- mundur margt fleira af myndum, m. a. myndabókina um Negrastrákana, og margar teikningar úr þjóðsög- um. Onnur útgáfa af Þulum Theódóru kom út 1938, og hafði sonur hennar, Sigurður Thoroddsen, verkfræð- ingur bætt þar við nokkrum mvndum. Þriðja ljóðabók- in með teiknimyndum mun vera Vísnakver Fornólfs 1926 með myndum eftir Björn Björnsson. Ymsar fleiri bækur með teikningum eftir íslenzka listamenn voru gefnar út á fvrstu þremur tugum aldarinnar, Asgrímur Jónsson málari gerði nokkrar teikningar við þjóðsög- ur, sem m. a. voru prentaðar í Lesbók handa börnum og unglingum. Jóhannes S. Kjarval gerði teikningar í nokkrar bækur á þessum árum, svo sem Engilbörnin, ævintýri eftir Sigurbjörn Sveinsson 1910, og Ævintýri eftir Sigurjón Jónsson 1923, og tvær bækur eftir sjálf- Draumalandið eftir Þór. B. Þorláksson, úr íslandsvisum Guðmundar Magnússonar. an sig, Grjót og Enn grjót báðar 1930. Mikilvirkastur bókateiknari á þessum árum og lengi síðan var þó Tryggvi Magnússon, auk þess, sem hann var aðalteikn- ari Spegilsins, teiknaði hann myndir í margar barna- bækur, Ijóðaúrvalið Icelandic lyrics, 1930 og Lesarka- safn, sem Jón Ófeigsson gaf út á árunum rétt fyrir 1930. En langflestar myndskreytingar Tryggva eru prentað- ar eftir þann tíma. Einhverjir fleiri munu hafa gert myndir í bækur á þessum árum, einkum voru það þó barnabækurnar, sem nutu góðs af hagleik teiknaranna. A Akureyri gaf t. d. Þorsteinn M. Jónsson út ýmis ævintýri og þjóðsögur með myndum eftir Vigfús L. Friðriksson, og voru það í rauninni fyrstu útgáfur af því tagi, sem síðan hafa orðið mjög vinsælar og alltaf verið að bæta nýjum við. Eftir að kemur fram yfir 1930 taka myndskreyting- ar íslenzkra bóka að verða svo algengar, að ekki verður lengur til tíðinda talið, þótt bók sé með myndum. Mál- arar og teiknarar spreyta sig á hinum óíikustu verk- efnum og myndskreyta gamanblöð, ljóðabækur, þjóð- / Framhald á bls., 22. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.