Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 37
MAGNEA FRÁ KLEIFUM:
HANNA MARÍA
ANNAR HLUTI.
Lambið lá kyrrt, því var hlýtt, og það var ósköp nota-
legt að kúra þarna á pokanum, þegar hlemmskömmin
var farin. Það lagði aftur augun og var komið hálfa leið
inn í draumaríkið, þegar einhver kom ofurlaust við haus-
inn á því.
— Gerði ég þér bilt við? sagði Neró með augunum.
— Ég hélt kannski að þér væri sama, þó ég kúrði líka í
troginu, nógu er það stórt, og við fengjum ylinn hvort
af öðru.
Harpa var á báðum áttum. Neró var bezti vinur henn-
ar, að Hönnu undanskilinni, og hann var svo einmana-
legur, þarna sem hann stóð með eftirvæntingarsvip og
hallaði undir flatt.
— Jæja þá, umlaði í henni. — Mér er svosem sama,
bara þú hrjótir ekki í svefninum.
Neró fannst þvílík vitleysa ekki svaraverð. Hann
steig varlega upp í trogið, hringaði sig niður og bauð
Hörpu góða nótt með því að sleikja hana ofurlítið með
tungunni.
IV.
Það fjölgar á Fellsenda
Uppi á hæsta hólnum í túninu á Fellsenda stóð lítil
telpa og horfði út á hafið, sem breiddi úr sér blikandi
og blátt. Heima á hlaðinu í Koti stóð gamall maður
og horfði líka út á sjóinn. Eftir hverju gátu þau verið
að horfa? Jú, það voru svo sannarlega stórviðburðir í
nánd. Nýju ábúendurnir á Fellsenda voru á leiðinni,
eða konan og börnin að minnsta kosti, bóndinn ætlaði
að koma landveg með hestana, hafði afi frétt.
Hanna María bar hönd fyrir augu og horfði hvass-
eyg út með Múlanum. Jú, þarna sást í stefni á skipi, og
fyrr en varði, var allt skipið komið í ljós. Það var
strandferðaskipið, sem venjulega hélt beinu striki og
hvarf innfyrir Hreggnasann, en beygði nú af sinni
venjulegu leið og stefndi upp að eyjunum, sem voru á
víð og dreif framundan landinu.
Nú var um að gera að verða á undan afa ofan í bát.
Hanna hafði nefnilega beðið ömmu að lofa sér fram
að skipi með afa, þegar hann sækti fólkið, en amma
sagði blákalt nei, þangað hefði hún ekkert að gera.
Hanna vissi vel, að þótt hún nauðaði og suðaði allan
daginn, hefði það ekki önnur áhrif á ömmu, en að hún
stæði sífellt fastara við það, sem hún hefði sagt. Ömmu
var illa við allt rell og suð. — Hjá mér þýðir jáið já og
neiið nei, sagði gamla konan ákveðin.
Hana-nú! Þar hafði afi líka komið auga á skipið og
tók nú hart viðbragð inn { bæ. Nú var um að gera að
vera snör í snúningum. Hanna María tók sprettinn
ofan að sjó, og í hvarf var hún komin, áður en afi kom
út aftur, eftir að hafa sagt ömmu, að skipið væri að
koma.
— Hvar er Hanna? spurði amma.
— Hún stóð upp á Gullhól rétt í þessu, svaraði afi
og flýtti sér út og niður í lendingu, þar sem trillan hans
lá bundin við ofurlítinn bryggjustúf, sem hlaðinn var
úr grjóti svo haglega og vel, að undrum sætti.
— Litla skinnið, nú hefur hún falið sig, af því hún
fékk ekki að koma með, tautaði afi við sjálfan sig,
meðan hann bisaði við að leysa bátinn og setja vélina
í gang.
Það er ekki víst, að hann hefði verið svona samúðar-
fullur, hefði hann séð hvað lá samanhniprað fram í
barka á bátnum og strigatuska breidd yfir. Þegar afi
var kominn spölkorn fram fyrir eyjarnar, færðist líf í
hrúguna, og dökkhærður hrokkinkollur gægðist upp.
Afi opnaði munninn og ætlaði að segja nokkur vel
valin orð við telpuna, en hann var kominn svo nærri
skipinu, að farþegarnir myndu heyra til hans. — Komdu
þá, villikettlingurinn þinn, sagði hann, og ofurlitlar
smáhrukkur kringum augun gáfu til kynna, að hann
væri ekkert voðalega reiður.
Hanna María var eldfljót aftur eftir bátnurn og sett-
ist á vélarhúsið. — Elsku afi minn, þú ert beztur af
öllum, langbeztur, sagði hún í hátíðlegum tón, en gat
þó ekki leynt brosinu, sem blikaði í svörtum augunum
og lék sér í munnvikjunum.
Afi hló. — Þú kannt að snúa á hann afa þinn gamlan
og stirðan, en hún amma er ekki búin að segja sitt síð-
asta orð í þessu máli, telpa mín.
— Látum hverjum degi nægja sína þjáningu, svaraði
Heima er bezt 33