Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 11
og fannst hvergi, þrátt fyrir mikla leit. Leið svo nokk-
ur tími, svuntan var þvegin og þurrkuð og Lauga
klæddist henni að nýju. Réttum hálfum mánuði eftir
nálarhvarfið var Lauga inni í eldhúsi og gekk þaðan
fram í bæjardyr. Varð henni litið niður á svuntuna. \
Þar glampaði þá á nálina góðu. Lauga þreif hana í flýti
og varð fegin mjög. Ekki var ryðvott á henni að sjá.
Hún var viss um, að huldukona hefði tekið hana
traustataki og blessaði hana fyrir skilvísina.
Þuríður tók oft í prjónana sína uppi í rúmi, þegar
hún var nýkomin upp í og milli dúra á nóttunni. Kvöld
nokkurt átti Lauga óvenju erfitt með að sofna. Allt í
einu heyrði hún prjónaglamur. Hún gat ekki glöggv-
að sig á, hvaðan hljóðið kom, en kallaði út í myrkrið:
„Ertu enn að prjóna, mamma mín?“ Prjónaglamrið datt j
niður, og ekkert hljóð heyrðist, nema rólegur andar-
dráttur sofandi manna.
Þegar Þórður hefur lokið sögu sinni, ranka ég fyrst
við mér. Ég er ekki enn farinn að kynna sögumanninn
fyrir lesendum Heima er bezt.
Það er ekki seinna vænna.
Þórður Tómasson er Rangæingur í húð og hár og
þar bjuggu forfeður hans. Þó er hann sjötti maður frá
sr. Jóni Steingrímssyni og því einn af ca. 6000 afkom-
endum hins kynsæla Eldklerks. Foreldrar Þórðar eru
þau Tómas Þórðarson frá Varmahlíð u. Eyjafjöllum
og Kristín Magnúsdóttir frá Yzta-Skála. Þau bjuggu
allan sinn búskap í Vallnatúni árin 1919—59, og þar
fæddist Þórður 28. apríl 1921. Systkini hans eru: Krist-
inn, iðnaðarmaður í Reykjavík, kv. Hólmfríði Kristínu
Jensdóttur, Hermannssonar kennara á Bíldudal, Þóra
Sigríður, starfsstúlka á Landsspítalanum, og Guðrún,
handavinnukennari við Skógaskóla.
Vallnatún er ein af kirkjujörðum (ekki hjáleigum)
prestssetursins Holts, landlítil jörð og ekki mikil fyrir
sér frekar en aðrar jarðir í því þéttbýla Holtshverfi.
Bæirnir standa á flatneskjunni vestan Holtsóss, en yfir
byggðinni gnæfir eitt aðsópsmesta fjall í sunnlenzkri
sveit, Holtsnúpur. Oft hefur fólkinu orðið litið upp til
hans úr striti daglegrar lífsbaráttu.
Þórður í Vallnatúni vann að búskapnum með föður
sínum, er hann hafði aldur til, en ekki hafði hann ríka
hneigð til búsýslu. Hann kunni að vísu vel umgengni
við skepnur. Éflaust hefði hann orðið farsæll búþegn,
en hugur hans stefndi samt ekki til þess að verða bóndi
í Vallnatúni eða framleiðandi mjólkur og kjöts ein-
hvers staðar annars staðar á Suðurlandi. Ekki var það
þó vegna þess, að hann ynni ekki sveit sinni og átt-
högum, heldur hitt, hve áhuginn var mikill fyrir forn-
um fræðum, sögu þess liðna, háttum og menningu horf-
inna kynslóða, bæði andlega og verklega. Þar var hugur-
inn allur og óskiptur. Ekki fór hann í skóla. Hann hlaut
nokkra kennslu hjá sóknarpresti sínum sr. Jóni M. Guð-
jónssyni í Holti, en lagði ekki í frekari skólagöngu.
Strax um fermingu fór hann mjög að leggja eyrun
við því, sem gamla fólkið sagði um æsku sína og
bernsku og það sem það hafði eftir sínum forfeðrum.
Sögur og sagnir gamla fólksins voru í eyrum hans eins
og yndisleg ævintýri. Fornir munir, sem hætt var að
nota voru honum það sama og öðrum börnum voru
kær leikföng og dýrmæt gull.
„Enn í dag er það svo, að ég verð altekinn af gleði,
ef ég rekst á gamlan hlut í rusli, og handfjatla hann
eins og lifandi veru með sál og taugum.“
Og það hefur verið gæfa Þórðar Tómassonar, að
lífið hefur veitt honum mikið af slíkri gleði. Hann
hefur fengið að vinna að þessu milda hugðarmáli sínu,
þar sem er stofnun og varzla byggðasafnsins í Skógum,
sem Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla standa
að. Þegar maður kemur í safn þetta, undrar mann það
stórlega, að það skuli ékki vera nema tveir áratugir síð-
an það kom fyrst til tals að koma því á fót. Það var
sr. Jón M. Guðjónsson — sá hinn sami og nú hefur
stofnað safn Akurnesinga í Görðum — sem fyrstur
hreyfði þessu byggðasafnsmáli í sýslunefnd Rangæ-
inga. Síðan stóðu sýslunefndirnar beggja vegna Fúla-
lækjar að stofnun þess og hafa ætíð síðan veitt því ein-
huga öflugan stuðning. Fyrir tíu árum var reist yfir
það hús í Skógum, en þá þegar var Þórður Tómasson
búinn að safna til þess miklum fjölda muna og merkis-
gripa, sem varðveittir voru í skólahúsinu og hafðir til
sýnis á sumrin. Báðir skólastjórar héraðsskólans, þeir