Heima er bezt - 01.01.1965, Side 18
Opna úr Fingramálsstafrófi.
sögur Jóns Eiríkssonar 1828 og Alberts Thorvaldsens
1841 sín með hvorri mynd. Eðlisfræði Fischers 7852 og
Goðafræði Stolls 1872—73, báðar með mörgum mynd-
um. Þá voru og myndir í Fimmtíu ára minningarriti
félagsms og Varnings og Fiskibókum Jóns Sigurðsson-
ar.
Þjóðvinafélagið gaf út nokkrar fræðibækur með
myndum. Þá voru þær allar prentaðar í Kaupmanna-
höfn. Um jarðrækt og garðyrkju 1876, Leiðarvísir um
landbúnaðarverkfæri 1875. Garðyrkjubók 1882 og
Hversvegna, vegna þess? 1891—92.
Norður á Akureyri munu aðeins tvær bækur hafa
komið út með myndum alla 19. öldina. Önnur þeirra
Leiðarvísir til að þekkja einkenni á mjólkurkúm, er
naumast umtalsverð, en í henni voru myndir af aftur-
hluta af kúm, sem vera áttu til leiðbeiningar. Fékk bók-
in af því nafnið Kýrrassabók, og þótti ekki mikið til
koma. Hin bókin þótt lítil sé, er hinsvegar merkileg í
sögu íslenzkra prentmynda, en það er Fingramálsstafróf
1857. Það er einungis ein örk í litlu broti, en af 16 blað-
síðum kversins eru 7 myndasíður, sem sýna fingramáls-
stafrofið eru myndirnar gerðar og skornar í tré af Jósef
Grímssyni gullsmið. Hygg ég kver þetta vera fyrstu
bók, sem hér er gefin út, sem prýdd er myndum, sem
algerlega eru gerðar af íslenzkum höndum, þegar frá
eru teknar Skálholtsbækurnar, sem áður er getið.
Allflestum þeim bókum, sem nú hefir verið lýst, er
það sameiginlegt að myndir eru ekki gerðar í þeim til
ánægjuauka, heldur af brýnni nauðsyn til skýringar
efni. En geta skal hér fjögurra bóka, sem prýddar voru
myndum til þess að gera þær aðgengilegri lesendum,
þótt fróðleikur væri einnig með í tafli. Skal þar fyrst
telja Lestrarbók handa alþýðu, sem Þórarinn prófastur
Böðvarsson tók saman og gaf út 1874, og við hann var
kennd og löngum kölluð Þórarinsbókin. í henni var
fjöldi mynda, og munu fleiri unglingar hafa haft sömu
sögu að segja og ég minnist, að enga bók las maður
ánægjulegri en hana, og var það ekki sízt myndunum
að þakka. Þá voru Sögur úr biblíunni, sem síra Þorvald-
ur Bjarnason gaf út 1878 með mörgum myndum og
sömuleiðis ævintýrið Mjallhvít 1853. Allar þessar bæk-
ur voru prentaðar í Kaupmannahöfn. Glæsilegust var
þó För ptlagrímsins eftir Bunyan, sem prentuð var £
London 1876. Var hún með litmyndum, og mun fyrsta
íslenzk bók, sem svo er skreytt. Er tæpast unnt að segja
að litmyndir hafi sést í íslenzkum bókum fyrr en á síð-
ustu áratugum. þegar frá eru talin Tákn tímanna og
e, t. v. nokkrar aðrar aðventistabækur frá fyrstu tug-
um aldarinnar.
Eins og þegar hefir verið getið voru myndir þær, sem
um ræðir af erlendum uppruna, hvort sem um teikn-
ingar eða annað var að ræða. Eini íslendingurinn, sem
á 19. öldinni gerði myndir í bækur var Sigurður Guð-
mundsson málari. í fyrstu útgáfunni af þýðingu Matt-
híasar af Friðþjófssögu Tegnérs 1868 voru 2 myndir,
önnur af norrænum gunnfánum og vopnum, en hin af
víkingaskipi. Myndirnar hafði Sigurður teiknað, en Arni
Gíslason leturgrafari skorið þær í tré. Hefir hin fyrri
verið prentuð í öllum seinni útgáfum af Friðþjófssögu,
en Víkingaskipið var niðurfellt í skrautútgáfunni 1935,
en þar voru teknar myndir Svíans Malmströms, til að
prýða textann. Höfðu allmargar þeirra verið prentaðar
áður í Eimreiðinni með sýnishorni af þýðingu Guð-
mundar Einarssonar af Friðþjófssögu. Þá gerði Sigurð-
ur einnig forsíðumynd að Stafrófskveri þeirra Halldórs
Kr. Friðrikssonar og Magnúsar Grímssonar, Kaup-
mannahöfn 1854. Og loks varrit hans Alþingisstaðurinn
forni prýdd myndum. Og þótt þær séu ætlaðar til skýr-
ingar efni, eru þær allt að einu skrautmyndir.
Sérstaklega verður að geta hér eins siðar, sem upp
var tekinn á 19. öldinni, en það var að láta myndir
skálda fylgja ljóðabókaútgáfum þeirra. Varð það mjög
vinsælt, og hefir að nokkru leyti haldizt fram á þenna
dag, þótt stundum séu nú slíkar myndir prentaðar sem
kápuskraut, svo sem mynd Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi á kápu síðustu ljóðabókar hans l dögun
1960. Fólki þótti yfirleitt mikill fengur í þessum skálda-
myndum, það elskaði skáldin og fannst það komast í
nánari snertingu við þau, ef mynd þeirra fylgdi ljóð-
Opna úr Úraniu. T. v. mynd Þór. D. Þorlákssonar.
14 Heima er bezt