Heima er bezt - 01.01.1965, Side 30

Heima er bezt - 01.01.1965, Side 30
Ein er mjúk, en önnur sár, en þó báðar heitar.“ Hin hljóðar svo: „Ast er föstum áþekk tind. Ast er veik sem bóla. Ast er fædd og alin blind. Ást sér gegnum hóla.“ í þessum landskunnu stökum kemur skýrt fram þetta tvíþætta eðli ástarinnar. Hún hefur hendur sundurleit- ar. En þó báðar heitar. Hún er áþekk föstum tind, — og hún er veik sem bóla. Traust eins og bjargið og veik sem sápukúla. Það er ekki undur þótt vandfarið sé með hana, ekki síður en viðkvæmnina — tilfinninga- semina — en um hana er þetta sagt í einni ferskeytl- unni: „Viðkvæmnin er vandakind veik og kvik sem skarið. Hún veldur bæði sælu og synd, svo sem með er farið.“ Ég þarf ekki að eyða miklu rúmi í það, að dásama ástina og stöllu hennar viðkvæmnina, því að samkvæmt eðli þessara drottninga tilfinningalífsins, þá hafa þær lag á að kynna sig sjálfar. Höfuð vandamál æskunnar tel ég það, að ná taum- haldi á þessum drottningum tilfinningalífsins, því að án hófsemi og sjálfstjórnar missir æskan allan unað ástalífsins og kynnist hinum dekkri hliðum þess.----------- Ekki þýðir að vera með neitt tæpitungumál um það, að ástin, hin glæsta drottning tilfinningalífsins, á upp- sprettu sína í kynhvötinni. Ástina og kynhvötina er varla hægt að greina í sundur hjá venjulegu ungu, heil- brigðu fólki, þótt svo sé að sjá, af æviminningum göf- ugra manna, einkum forystumanna í samtökum trú- aðra, sem þeir hafi náð svo miklu valdi á þessari drottn- ingu lífsins, að þeim hafi aldrei fatazt stjórnin, og ástin hafi aðeins verið þeim andleg nautn. í siðfræði menningarþjóða er það líka talið hámark mannlegs þroska, að kunna vel taumhald á þessari vold- ugu dís eða gyðju mannlífsins. En það hefur þó þótt brenna við hjá katólsku kirkj- unni, að hún teldi allt í lagi með mistök ástalífsins, ef leynd væri yfir þeim, og fyrr á öldum gátu menn með fébótum þvegið sig hreina. Þessi aðferð katólsku kirkj- unnar var þó ekki þroskandi eða mannbætandi, en þó var eitt rétt í þessari kenningu. Hið rétta eðli ástarinn- ar er að vera í leyndum. Ef það lögmál er brotið, er þessi fagra dís mannlífsins lítillækkuð og hún svipt sín- um helgasta hjúpi. Tjáning ástalífsins er líka í eðli sínu algert einkamál tveggja mannlegra einstaklinga, og miss- ir sinn sætanda unað ef frá því er vikið.----------- En þar sem kynhvötin er talin uppspretta ástalífsins, er það þá ekki einmitt þessi frumhvöt mannsins, sem allir þurfa að beygja undir vilja sinn, — ná stjórn á? — Jú, það er vissulega rétt, en vandinn er sá, að engin algild kenning er viðurkennd í þessum málum og þótt hún væri til, þá er persónuleiki og tilfinningalíf manna og kvenna svo breytilegt og sérstætt fyrir hvem ein- stakling í öllu sem snertir hin viðkvæmu ástamál, að engin kenning eða fyrirmæli duga að fullu. Ollum mun þó bera saman um það, að algert sak- leysi æskunnar, sem svo er nefnt, ásamt rökréttri skyn- samlegri fræðslu, sé bezta vömin, til að lenda ekki á unga aldri á villigötum í ástamálum, en nokkuð munu þó skiptar skoðanir sálfræðinga á hvaða aldursskeiði fræðslan eigi að fara fram. Og öllum ber saman um það, að sú fræðsla sé svo mjög vandasöm að fjöldi þeirra, sem kenna eiga og leiðbeina æskufólki séu varla færir um að veita þessa fræðslu. Það hefur því enn ekki verið ákveðið eða fyrirskipað, að fræðsla um kynferðismál fari fram í skyldunáms-skólum íslands. Enn er það því svo, að sérhver ung stúlka og sérhver ungur piltur, verður að fást við þetta vandamál æskunnar, að mesm án handleiðslu eða stuðnings þeirra, er leiðbeiningar gæm ef til vill veitt. Enn þá er það því gott upplag og heilbrigðar heimilisvenjur, sem reynist bezta veganest- ið á þessari hálu og vandrötuðu leið æskufólks. í sambandi við þá álykmn mína, að fræðsla um þessi mál sé vandasöm, ætla ég að segja hér frá kennslustund, eða öllu heldur sýnishorni af kennslusmnd, sem ég var viðstaddur á kennarafundi eða námskeiði í Dölunum í Svíþjóð. Fundurinn var í Mora, sem er allstór kaup- staður við vatnið Siljan í Dölum. Námsstjórinn, sem ég hafði ferðazt með undanfama daga milli skóla, í Dölunum, boðaði til fundar eða náms- skeiðs fyrir kennara af hans námsstjórasvæði, en aðal mál fundarins átti að vera hið mikla vandmál æskunn- ar og skólanna, á hvern hátt fram skyldi fara fræðsla um kynferðislíf í bama- og ungmenna-skólum. Aðal málshefjendur á fundinum og leiðbeinendur, vom lækn- ir frá Stokkhólmi og ungur kennari frá Gevle. Þessi ungi kennari var talinn sérmenntaður í þessum fræðum. Hafði verið við framhaldsnám bæði í Þýzka- landi og Bandaríkjunum. Læknirinn frá Stokkhólmi flutti fræðilegt erindi um þetta efni við ágæta athygli kennara. En erindið var aðeins fræðilegt. Lítið rætt sjálft vandamálið, eða á hvaða aldursskeiði þessi fræðsla væri heppilegust. Ungi kennarinn frá Gevle hafði á leiksviðinu hjá sér 15 börn, bæði stúlkur og pilta, sem virtust vera 12—13 ára. Elann ætlaði þarna að sýna kennurunum, hvemig þeir ættu að kenna og leiðbeina í þessari grein nátt- úrufræðinnar. Hann hafði tvær kennslustundir með þessum börnum, og lét þau hvílast á milli. Börnin vora greindarleg og prúð í framkomu. Kennarinn ræddi fyrst um æxlun jurta og smá færði sig svo stig af stigi upp eftir dýraríkinu, þar til komið var að spendýran- um og þar með að manninum. Börnin vora allan tímann hljóð og prúð, og svöraðu greindarlega spurningum, sem kennarinn beindi til þeirra. 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.