Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 13
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Fólk þetta var úttaugað eftir ferðalag, sem aldrei
ætlaði að enda, kunni ekki orð í ensku og var þvínær
peningalaust — átti ekkert nema lítilfjörlegar pjönkur
sínar. Það var mjög nauðuglega statt. Hvergi var næt-
urgistingu að fá, né heldur máltíð, því að hvorki fyrir-
fannst gistihús né matsöluhús, — ekkert nema verzlan-
irnar, sem seldu matvörur, en ekki mat. Með einhverju
móti — hvernig verður aldrei upplýst — hafði fólki
þessu verið gert skiljanlegt, að í Millwood byggi íslenzk
fjölskylda, og var því svo leiðbeint heim til okkar.
Foreldrar mínir tóku þeim afar vingjarnlega. Móður
minni var það sönn nautn, — það veit ég með vissu —
að bæta úr brýnustu þörfum þeirra. Og okkur var það
öllum ánægja, að fá heim til okkar þessa ferðalanga og
samlanda frá okkar eigin kæra íslandi. Þá knýtti það
og áhugatengsl milli okkar og þeirra, að til stóð, að
þau gerðust landnemar í sömu byggð og við.
Eftir miklar og alvarlegar bollaleggingar um, hversu
leysa skyldi bráðast aðkallandi vandræði nýkomnu
fjölskyldunnar, var það samþykkt af báðum aðilum, að
hún skyldi deila við okkur hinu ófullkomna skýli okkar
þann stutta tíma, sem eftir var, unz við værum öll á
förum út í hina fyrirhuguðu nýlendu.
Loks rann svo sá dagur upp, seint í október, að sú
ferð var farin, um 50 km leið í norðvestur frá Mill-
wood.
Skýjað var og kalt þennan dag og dálítið frost kom-
ið í jörðu, nóg til þess, að kerran hossaðist með braki
og brestum á ósléttum veginum. Hvílíkt eymdar ferða-
lag!
Þegar við höfðum ldöngrazt upp dalbrekkuna og
vorum komin upp á jafnsléttu, fengum við á móti okk-
ur strekkingsvind, sem jók mjög á vanlíðan okkar. Þar
var líka æði óhugnanlegt umhorfs — allt kolsvart eftir
sléttueld, sem lagt hafði landið í auðn nokkrum vikum
áður.
Um hádegið áðum við hjá nýbýlingi nokkrum og
tókst að láta okkur hlýna og sefa hungrið. Eftir stund-
arhvíld vorum við aftur orðin vel hress og héldum af
stað, snerum bökum í vindinn og bröltum áfram. Það
dimmdi snemma og ákvörðunarstaðnum náðum við
ekki fyrr en seint um kvöldið í kolamyrkri.
Á liðnu sumri hafði faðir minn fengið svo sem
tveggja vikna leyfi frá vinnunni og varið þeim tíma til
að undirbúa húsaskjól handa okkur úti á búréttarjörð-
inni. Með tilhjálp annars nýbýlings hafði hann fellt þar
tré, höggvið þau til og komið upp bjálkaveggjunum.
Þeir voru 8 feta háir, en ummál skýlisins 16 x 20 fet.
Þakið og gólfið urðu að bíða betri tíma. Einnig hafði
honum tekizt að heyja handa kúnum.
En síðsumars, meðan við sátum enn um kyrrt í
Millwood, fengum við þær fréttir, að sléttueldur hefði
rótsviðið allmikið landsvæði þar úti, þ. á. m. hluta af
okkar landi, og að fyrirhugað heimili okkar hefði
brunnið til kaldra kola. Hafði þá faðir minn fengið
leyfi til að nota til bráðabirgða smákofa, sem framtíð-
arnágranni okkar, Jón Magnússon, hafði reist, einnig
þá um sumarið. Hann var hlaðinn úr sortupílsbjálkum,
leirkíttaður, og torfþak á; ummálið 14x14 fet, hæðin
um 7 fet. Á honum var einn smágluggi, og í einu horn-
inu var eldstó úr pottjárni. Þetta var sá aðbúnaður —
og hann all-óyndislegur — sem við höfðum að að
hverfa þessa vindgnauðandi og niðdimmu nótt.
Svo að þarna vorum við þá komin — tvær fjölskyld-
ur, níu manneskjur, samankúldaðar í þessu kofakríli,
þreyttar, kaldar, hungraðar. Enginn var stóllinn, ekk-
ert borð, ekkert rúmstæði, ekkert til að verma okkur,
nema litla fjögra-loka eldstóin.
Hvað um það — brátt skíðlogaði eldurinn í stónni,
og við það lifnaði yfir okkur öllum undursamlega. Breið
fjöl, sem negld var á vegginn í borðs stað, kassar til að
sitja á, og svo góð heit máltíð — allt varð það til þess,
að draga úr ískyggileik kringumstæðnanna.
Þegar leggjast skyldi til svefns, voru kassarnir látnir
út og rúmfatnaðurinn breiddur á moldargólfið. Og
þarna sváfum við svefni örþrevttra manna eftir hina
löngu dagleið í nístandi köldum næðingnum.
Morguninn eftir voru allir snemma á fótum, ferskir
og hressir, og fullir forvitni um útlit og umhverfi hins
nýja verustaðar. Þetta var indæll sólskinsmorgunn og
orðið miklu hlýrra í veðri.
Eftir morgunmat öxluðu þeir faðir minn og Helgi
haka og skóflur og lögðu leið sína yfir á búréttarjörð
okkar, þangað sem heimili okkar átti að rísa, tæpan
kílómeter frá kofa Jóns.
Stofnað var félagsbú og ákveðið að fjölskyldurnar
Heima er bezt 9