Heima er bezt - 01.03.1965, Page 12

Heima er bezt - 01.03.1965, Page 12
Sprungan i Laka. töskur rétt eins og í byggðum. Það var annað en þegar sem mest varð að spara allan farangur, til þess að geta troðið honum í klyftöskur. Og Pálmi, vinur minn, horf- inn yfir móðuna miklu. Skyldi hann annars ekki líta núna glaðklakkalega til mín og hugsa eitthvað fallegt? Mér finnst það svo sjálfsagt, að mér hefði varla brugð- ið í brún, þótt hann hefði allt í einu skotið höfðinu og sínum breiðu herðum upp um stigagatið. Þó að mér komi vel saman við förunauta mína, svo að naumast verður á betra kosið, er mér þó ljóst, að þar er ný kyn- slóð á ferð, með önnur lífsviðhorf en ég og jafnaldrar mínir höfðu, enda liggja tvær heimsstyrjaldir á milli okkar, með öllu því umróti, sem þær hafa komið á hugi og athafnir þjóðarinnar. Enginn þessara ungu manna hefur enn lært nautnina af því að starfa að rannsóknum vegna rannsóknanna einna saman. Fyrir þeim er þetta nauðsynlegt starf, sumarvinna, sem þeir verða að rækja af nauðsyn lífsbaráttunnar. Þeir gera sér að vísu ljóst, að þeir eru að vinna að því að gera landið betra ef svo mætti segja, og störfin eru unnin af kostgæfni, en þannig myndu þeir einnig vinna allt önnur störf, ef til hefði komið. Þegar við Pálmi vorum á ferðum okkar fyrrum var það einungis vonin um að geta skyggnzt örlítið dýpra inn í náttúru lands vors, sem knúði okkur til ferðar. Verkalaunin voru þau ein að njóta rannsókn- argleðinnar, útivistarinnar og samneytisins við hina ósnortnu náttúru, og það voru vissulega ríkuleg laun. Því að enn eftir nær þrjá tugi ára nýt ég þessara daga og margra annarra í endurminningunni. Og nú í kyrr- látu næturhúminu rifjast atburðirnir frá ferðum okkar upp hver eftir annan. Þeir svífa framhjá eins og kvik- mynd á tjaldi, og inn á milli er skotið sögum, kveðskap og tilsvörum, sem ef til vill þætti ekki allt eiga heima í sölum hispursfólks. En hvað er þetta? Regnið er tekið að bylja á þak- inu. Er nýtt Blágiljaveður í vændum? En nú fer svefn- inn að segja til sín, og regnið í Blágiljum syngur mig í svefn eins og fyrir áratugum. Sagan endurtekur sig. Það var að vísu ekki hægt að tala um illviðri þessa daga, sem við dvöldumst nú í Blágiljum, en samt var veðrið ekki hagstætt. Þó tókst okkur, þrátt fyrir þoku og súld í tvo daga, að fara um allt hið fyrirhugaða svæði, nema dálítið horn sunnan og austanvert við Kaldbak. Síðustu nóttina gistum við í Eintúnahálsi, skammt fyrir ofan byggð. Þar er gamalt eyðibýli, en leitarmannaskáli hefur verið reistur í bæjarrústunum, eins að gerð og í Blágiljum en rúmbetri. Kvöldið, sem við komum í Eintúnaháls kom fyrir skrýtið atvik. Við höfðum alla dagana reynt að ná í samband við Klaustur gegnum talstöð okkar en aldrei tekizt það. Erindið var meðal annars að fá senda upp- eftir 25 lítra af dieselolíu, sem knappt var orðið með. En viti menn. Rétt þegar við erum komnir niður í Ein- túnaháls, koma þangað tveir byggðamenn, annar, sem hafði verið leiðsögumaður okkar upp að Leiðólfsfelli, með nákvæmlega 25 lítra af olíu. Elonum hafði skyndi- lega dottið það í hug þá um daginn, að okkur kynni að vanta þetta, og drifið sig uppeftir. Var þetta hug- skeyti eða hending? Landsvæði það, sem við þurftum að kortleggja var Síðumannaafréttur eða heiðalöndin norður af Síðunni, milli Hverfisfljóts og Skaftár, og norður að jökli. Mik- ið af þessu svæði er tiltölulega flatlent, en einstöku hnjúkar og hæðadrög rísa upp af flatneskjunni. Fyrir- ferðamesta fjalllendið er Kaldbakur, grágrýtisfjöll syðst og austast á svæðinu, en vestur frá honum gengur Geir- landshraun sunnantil, lægra en annars líkt að gerð. Víð- ast hvar má heita greiðfært um Síðuheiðar, en þó er all- seinfarið um Kaldbakinn, sem skorinn er sundur af giljum og grófum, enda varð okkur tafsamt að fara þar um, því að þoka var á þann dag og torveldaði okk- ur að finna slóðir. En bótin er, að þar er víða gróður- lítið, mest smáblettir og mosateygingar. Nokkru norð- ar og vestar er röð af móbergshæðum, sem ná suður undir Blágil. Syðstur* er þar Galti, þá Varmárfell en Blængur nyrztur og hæstur. Skammt vestur af honum er Laki, móbergshnjúkur, sem er í miðri gígaröðinni miklu. Liggur gossprungan í gegnum hann. Að sunnan Lakagígir til norðurs frá Laka. 92 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.