Heima er bezt - 01.03.1965, Síða 14
Á Viðidalsafrétt.
inn, og minnzt þá ferða okkar félaga, margra hinna
sömu um Skaftártunguafrétt ári áður. Þá var svo hlýtt í
veðri, að við naumast klæddumst öðru en sundskýlum
og gönguskóm dag eftir dag. Slík getur veðurblíðan
orðið í öræfum íslands. Einn daginn gekk ég upp á
Gjátind, þótt hann sé allbrattur og 935 m hár, er það
naumast erfið ganga. Og útsýnið þaðan launar marg-
faldlega erfiðið. í fyrsta lagi hlasir endilöng Eldgjáin
við allt upp í Mýrdalsjökul. Skyggnið var frábært og
blöstu þá við öll fjöll sunnanlands austan frá Öræfa-
jökli og vestur til Langjökuls. Kerlingarfjöll virtust
ótrúlega nærri, en Hekla óð í skýjum. Nær eru fjöllin
við Landmannaleið, Loðmundur og Kirkjufellið kol-
svart á að líta, sem sker sig undursamlega frá hinum
ljósu, litskreyttu fjöllum norðan undir Torfajökli, og
síðast en ekki sízt Síðumannaafrétturinn með Eldhraun-
inu liggur eins og útbreitt landabréf fyrir fótum
manni. Eg dvaldist langa stund uppi á Gjátindi og naut
útsýnis, sem ég nær hvergi hef séð jafnvítt og fjöl-
breytilegt, jafnframt því sem ég skrifaði hjá mér þær
plöntur sem þar uxu, en svo var hlýtt, að ekki hvarfl-
aði að mér að fleygja yfir mig skyrtunni. Allt þetta
rifjaðist nú upp, við að horfa vestur til Skaftártungu-
fjalla.
Síðasta daginn sem við dvöldumst á Síðumannaafrétti
var sólskin og hiti. Aldrei er sólin jafnbjört og hlý og
eftir langvinnar súldir og regn, aldrei er loftið tærara,
né skyggnið betra. Við nutum þess að teyga sólskinið
og fjallaloftið í gróðursælum vallendisbrekkunum við
Eintúnaháls, sem anga af blóðbergi og ilmreyr. Undir
kvöldið tókum við saman föggur okkar og skyldi nú
haldið til byggða, og dvalið næstu daga í Vík í Mýr-
dal, meðan kortlagður væri afréttur Mýrdælinga.
Þegar við leggjum af stað er komið blæjalogn. Kvöld-
skuggarnir teygja sig fram af Síðufjöllum. Láglendið
er enn baðað í sólskini, Lómagnúpur veður í blámóðu,
en Öræfajökull er nær horfinn í kvöldmistrið. Um alla
Síðuna er svo undurfagurt samspil lita, ljóss og skugga,
að hún minnir á ævintýraland, og hefði ég kosið að
mega eyða þar nokkrum dögum, ef svo hefði viðrað
sem þessa kvöldstund. En skyldustörfin kalla, og bakki
og blika úr hafi boðar okkur, að aftur sé von veðra-
brigða. Enda þurftum við ekki lengi að velkjast í vafa
um þau. Við vorum naumast komnir í húsaskjól í barna-
skólanum í Vík, þegar sunnlenzk slagveðursrigning
bylur á þaki og gluggum. Var það kannske síðasta
kveðjan til mín úr Blágiljum?
í MÝRDALSFJÖLLUM.
Um Vík í Mýrdal mátti segja að þessu sinni, að
„kynlegt var eitt um svo kyrrlátan bæ, þar kvikaði ótrú-
leg mergð“. Þorpið var fullt af fransmönnum, sem voru
að undirbúa eldflaugarskot á Mýrdalssandi, og mátti
engin stúlka þar gefa fransmanni hýrt auga, svo að ekki
væri lögregluþjónn kominn á vettvang og búinn að
reka hana heim til sín og ygla sig á fransmanninn. Var
löggan á sífelldri ferð fram og aftur um þorpið, hvort
sem það hefur nú verið eingöngu til að líta eftir fröns-
urunum, og dömurnar læddust ósköp lúpulegar um
götuna og fransararnir fúlir á svip að sjá. Annars fannst
mér það vera fullkomin ögrun við Kötlu gömlu, að
vera með svona fikt á hennar eigin sandi, og hefði mér
ekki komið á óvart þótt hún hefði spýtt öllu frans-
mannadótinu fram í sjó í myndarlegu jökulhlaupi ein-
hvern daginn. En sennilega er gamla konan farin að
mildast í skapinu, að minnsta kosti lét hún allt þetta
óátalið.
Mýrdalsafrétturinn er einn meðal sérkennilegri staða
á voru landi. Eins og kunnugt er, skagar allmikið mó-
bergshálendi suður undan Mýrdalsjökli en inn í það
skerast dalir, gil og gljúfur. Sérkennilegust eru gilin,
eftir þeim falla ár, sem hafa sorfið þau niður í móberg-
ið oft niður undir jafnsléttu, falla þær síðan um gil-
botninn, nokkuð straumþungar og kastast milli gilbarm-
anna í ótal bugðum og sveigjum. Gilin smáþrengjast
eftir því sem innar dregur, og má stundum kalla að þau
Frá Siðumannaafrétt.
94 Heima er bezt