Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.03.1965, Qupperneq 19
Andrea Jónsdóttir meö börnum sínum. Efri röð frá vinstri: Jón Lindal, Anna Margrét, Þórður, Guðbjörg, Sigurður, Benedikt Kristinn, Hermína, Eggþór og Guðmundur Helgi. Neðri röð frá vinstri: Aðalheiður, Hallfriður Nanna, Andrea Jónsdóttir, Margrét og Guðborg. mis við allt ástríki, sem börnum og unglingum er þó nauðsynlegt. Andrea og Franklín voru frá bernsku nágrannar, og aðeins áin Fellsá skilur löndin, Steinadals og Fells. Hef- ur því að líkum engin augnablikshrifning verið að verki, er þau ákváðu sameiginlega vegferð gegnum lífið. Þau giftust 1903 og hófu búskap árið eftir í Þrúðardal. En árið 1905 fluttu þau að Litla-Fjarðarhorni, þar sem þau bjuggu til 1940, er Franklín andaðist. Þar var því unnið ævistarfið, og mun þar oft hafa verið að sækja á brattann. Byrjað var með lítil efni, en í þeim hjónum sjálfum var sá orkugjafi, sem ekki þvarr. Traustið á sjálfan sig og trúin á þann Guð, sem hjálpar þeim er viljann eiga. Með hagsýni og dugnaði komu þau stórum barna-hóp sínum til manndóms og þroska. Þau eignuðust 13 börn, er öll komust til fullorðins ára og eru öll á lífi, þegar línur þessar eru skrifaðar. Þá er börnin höfðu aldur til, unnu þau að heimilis- störfum og vöndust því ung að árum öllum heimilis- störfum. Oft fól Franklín eldri bræðrunum, þótt ungir væru, alla skepnuhirðingu, er hann fór í atvinnu heim- an að, því alls þurfti með til þess að drýgja tekjumar. Litla-Fjarðarhorn er notagóð jörð. Túnið er grasgef- ið, liggur gegnt suðri, og er því í skjóli fyrir höfuð kuldagjóstinum, er oft á vorin leggur inn Strandaflóa. Franklín stækkaði túnið og sléttaði. Engja-heyskapur þar er frekar reytingslegur og langt og bratt til að sækja. Á fyrstu árum þeirra keyptu þau jörðina. Bæinn byggði hann frá grunni og einnig öll peningshús, fjós, fjárhús og heygeymslur undir járnþaki. Þótt veggir væru að mestu úr torfi og grjóti, sem þá var algengt, bar allur frágangur þess vottinn, að þar hefði verið' að verki lagvirkni og vandvirkni. Litla-Fjarðarhorn hggur í þjóðbraut. Komu þar því margir ferðamenn, er óskuðu ýmissar fyrirgreiðslu, sem jafnan var greitt úr með skjótleik og velvild. Var land- símastöð sett þar 1926. Gestum leið þar ávallt vel. Hús- bændur og börn þeirra vom skemmtin og alúðleg í samræðum, enda vel greind og víðlesin í bókum og sögnum. Veitingar vom veittar af einlægum og hlýjum hug, og þess minnast gestir með ánægju og þakklæti. Á heimili þeirra hjóna dvaldi oft fólk það, sem ekki átti margra kosta völ. Helga fósturmóðir Franklíns dvaldi á heimili þeirra sín síðustu æviár og andaðist hjá þeim 96 ára að aldri árið 1927. Andrea hefur dvalizt á Siglufirði hjá Guðborgu dótt- ur sinni undanfarin ár. Þann 20. september 1961, er hún átti áttræðis-afmæli, brá hún sér heim að Litla-Fjarðar- horni til að geta dvalið þar ásamt mörgum börnum sínum þennan merkisdag. Við þann stað voru minning- arnar tengdar, og þar var meginlífsstarfið unnið. Hún sá börnin sín öll verða að dugmiklum starfandi þjóð- Framhald á bls. 103. Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.