Heima er bezt - 01.03.1965, Síða 30

Heima er bezt - 01.03.1965, Síða 30
— Þá klíp ég úr honum tennurnar, sagði Óli borgin- mannlega. — Gerðu það bara, ögraði Hanna honum, en um leið og Óli sýndi sig líklegan til að snerta hundinn, sagði Hanna: — Taktu hann og passaðu hann vel! Aður en Óli vissi af, lá hann flatur á hlaðinu, og Neró ófrýnn á svip stóð yfir honum, aðra framlöppina hafði hann á brjósti Óla. — Læturðu hundinn kúska þig, drengur, stattu upp! sagði Skúli og veltist um af hlátri, en það var nú hægara sagt en gjört fyrir Óla að standa upp. í hvert sinn sem hann hreyfði sig, var Neró tilbúinn að leggja hann út af aftur. — Komdu nú karlinn, sagði Hanna allt í einu. Neró spratt á fætur, svo brosti hann til Óla og veifaði fram- löppinni, áður en hann tók sprettinn á eftir eiganda sínum ofan að Koti. Afi og amma voru að borða hafragraut og slátur, þegar Hanna kom þjótandi inn. — Ógreidd og úfin kemurðu eins og ævinlega, sagði amma í umvöndunartón, um leið og Hanna settist, en afi hvíslaði glettinn á svip: — Heyrðu, hvor þeirra var grænn? mig langar meir til að sjá hann. Hanna svaraði ekki, þóttist alveg heyrnarlaus og horfði niður í diskinn sinn. Hún þurfti að tala við afa í einrúmi og steig ofan á tærnar á honum til merkis um það. — Æ, æ, sagði amma, — hvað á þetta að fyrirstilla, barn, þú stígur einmitt ofan á verri fótinn á mér, hvers- lags lappaspark er þetta eiginlega? — Fyrirgefðu, amma mín, ég ætlaði alls ekki að gera þetta, sagði Hanna, en um leið gaut hún augum til afa, en hann lézt ekkert skilja. Ó hann afi, hve hann gat verið skrítinn stundum. — Nú förum við fram í hólma, sagði afi, þegar hann var búinn með grautinn úr blárósóttu skálinni sinni. — Húrra! hrópaði Hanna og stökk á fætur. — Gam- an, gaman, en afi, ég þarf að segja þér ofurlítið, hvísl- aði hún og togaði hann á fætur. — Hvað er nú helzt til tíðinda, lambið mitt? spurði afi, þegar þau voru setzt sunnan undir vegg og létu sól- ina verma sig, meðan amma lauk við inniverkin, því hún ætlaði með þeim. — Veiztu að karlinn heima ætlar að fá kotið okkar og hólmana líka? sagði Hanna. — Jæja, ætlar hann það, maðurinn, sagði afi ósköp róiega. — Já, hann sagði það sjálfur, trúirðu því ekki? Hvað ætlarðu að gera? — Fara út í hólma og hreinsa þar til, anzaði afi. — Nei, afi, ætlarðu að láta hann taka kotið? — Ætli hann ráði nokkuð við það. Það yrðu anzi margir pokar af mold ef hann ætlar að bera þá heim á tún, sagði afi og pírði augunum móti sólinni glettinn á svip. — Svo kallaði hann mig bæði trippi og kind, en þig karlinn í Koti. — Nei, er það satt, sagði afi, — maðurinn er líklega reglulega skemmtilegur. — Ég var að hugsa um að láta Neró skella honum. — Hanna María, sagði afi og sneri sér nú að henni, hvað heyri ég, viltu að þeir skjóti Neró fyrir þér? — Geta þeir, mega þeir það? — Já, telpa mín, þeir hafa fullan rétt til þess. — Hann tók utan um hálsinn á Neró og horfði í augu hans. Svo hvíslaði hún svo lágt, að afi heyrði það ekki: — Ef þeir skjóta þig, skal ég skjóta þá alla saman, Neró minn. Neró kinkaði kolli og dinglaði rófunni. Honum fannst það bara sanngjarnt. Neró fékk ekki að fara fram í hólmana, og því síður Harpa. Þau stóðu bæði eftir á klöppinni, þegar afi ýtti skektunni frá. Hann 'fór sjaldan á trillunni út í hólma, það var svo stutt að það tók því ekki. Hanna og afi reru, en amma sat á sléttri fjöl í skutnum. Hanna reyndi að snúa á afa, en hann lét ekki leika á sig, enn var hann meiri ræðari en hún, hvað sem seinna yrði. Þau gengu um hólmana, tíndu rusl úr hreiðrunum og löguðu þau til, auk þess settu þau upp nokkrar hræður. Hanna vildi fá fleiri og skrautlegri druslur til að hengja upp, hún var með sjálfri sér ákveð- in í að hreiðrin í þeirra hólmum skyldu verða fleiri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Hún ætlaði að reyna að hæna kollurnar úr hólmunum hans Jóns yfir til þeirra. Ekki þorði hún að láta afa vita um þessa ráðagerð sína, hann hefði aldrei samþykkt hana. Örfáar kollur voru farnar að hreiðra sig, en næstu daga myndi þeim óðum fjölga, ef að vanda léti. Nú var um að gera að vaka vel og passa varginn, en það var hrafninn og svartbakurinn, að ekki sé talað um tófuna. Sæi hún sér færi á að komast í varpið, gerði hún venju- legast meiri usla á einni nóttu en svartbakurinn og hrafninn til samans á heilli viku. A sundunum syntu pörin saman tvö og tvö og kvök- uðu sitt úa-úa-mál. Þau voru að ræða saman um fram- tíðina, hreiðurgerðina og tilvonandi dætur og syni. Á leiðinni í land sat Hanna María þungt hugsi. Henni hafði dottið ofurlítið í hug, sem hún var ákveðin í að framkvæma, þótt með leynd yrði það að fara. Hún þorði ekki einu sinni að hugsa um hvað afi og arnma segðu, kæmust þau að fyrirætlun hennar. En strákarn- ir og Jón voru svo leiðinlegir, að þeir áttu meira en skilið að hún léki ofurlítið á þá. Fjórir dagar liðu. Alltaf glímdi Hanna við samvizku sína: Átti hún að gera það? Nei, sagði samvizkan ákveð- in. — Jú, gerðu það bara! sagði ofurlítill púki, sem sat á öxlinni á henni og hvíslaði inn í eyra hennar. Lolts sá Hanna að þetta dugði ekki, ákvörðun varð hún að taka, og púkinn yfirgnæfði rödd samvizkunnar. Hún tók fullnaðarákvörðun: í nótt skyldi hafizt handa. Neró lá fram á lappir sínar við hestasteininn og dró ýsur, þegar Hanna kom til að ræða málið við hann. JIO Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.