Heima er bezt - 01.03.1965, Page 33
NOTIÐ AUGUN - SJÁIÐ
MUNINN
PriSji jiluti
verálaunagetraunarinnar um ATLAS
frystilristu eSa kæliskáp
Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu eru 1. verð-
laun í þessari getraun hvorki meir né minna en ATLAS
frystikista 175 1, að verðmæti kr. 13.200.00 — eða, ef
hinn heppni sigurvegari skyldi nú þegar vera búinn að
eignast frystikistu, og vildi þess vegna heldur kjósa sér
kæliskáp eða sambyggðan kæli- og frystiskáp, ja, þá hef-
ur hann tækifæri til að velja um það fyrir sömu fjár-
upphæð. Og ef hann hefur hug á að eignast ennþá stærri
og dýrari ATLAS, þá er honum það að sjálfsögðu heim-
ilt, bara með því að greiða sjálfur verðmismuninn.
Á baksíðu janúar-heftis „Heima er bezt“ getið þið séð
myndir af mörgum mismunandi tegundum af ATLAS
kæli- og frystiskápum sem hægt er að velja um, og ef
ykkur langar til að sjá fallegar litmyndir og lesa nánar
um hinar mörgu og mismunandi tegundir sem ATLAS
hefur upp á að bjóða, þá er ekki annað en útfylla pönt-
unarseðilinn hér á síðunni, eða skrifa hann á pappírs-
blað og senda það síðan til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10,
Reykjavík, og þið munið skömmu síðar fá senda ókeyp-
is myndalista og upplýsingar um ATLAS.
Þrautin sem þið eigið að leysa í þetta sinn er alveg í
sama dúr og tvær undanfarandi þrautir, það er að segja,
að reyna að koma auga á 5 triði sem vantar á neðri
myndina, en sem sjást á þeirri efri.
Heima er bezt H3