Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 35
370. Serkir verðnr ekki lítið hissa, þeg- ar hann les bréf mitt: Lokaður inni í gömlu húsi! Þetta er víst heldur en ekki óskemmtilegt ævint^'ri! Hann áttar sig strax og ter af stað með Mikka .... 371. Eftir um tveggja stunda bið er Mikki kominn aftur og lætur vita af sér með glöðu gjammi fyrir utan fangelsis- gluggann. Og mér til mikillar gleði hef- ur hann Serki með sér. 372. Það tekur ekki margar sekúndur að skýra Serki frá öllum kringumstæðum. Hann flýtir sér upp stigann og finnur lykilinn að klefa mínum á bita rétt framan við dyrnar. Hann er svo ekki lengi að bjarga mér út. 373. Þarna varztu stórsnjall einu sinni enn, Mikki minn! segi ég hressilega við Mikka á leiðinni ofan stigann. Og þér, Serkir, þakka ég kærlega fyrir að þú komst .... I sama bili sé ég garðstjóran- um bregða fyrir .... 374. En hann gengur framhjá okkar dyrum og fer yfir að húsinu. Okkur létt- ir fyrir brjósti. Hættan er liðin hjá í bili. Við berum saman ráð okkar og ákveðum að hafa gætur á náunganum næstu nótt. 375. í rökkrinu sjáum við úr okkar skógarleyni, að útidyr hússins eru opn- aðar. Okkar maður kemur út og leggur af stað í áttina til þjóðvegarins. Við höldum á eftir honum í hæfilegri fjar- lægð. 376. Garðstjórinn stefnir í áttina til skógarins, þar sem ég sjálfur sótti bréf Linds. Við fylgjumst á eftir honum hægt og gætilega og höldum okkur í skógin- um utan vegarins. 377. Senn er hann þar kominn, sem ég fór út af þjóðbrautinni .... Jú, einmitt! Hér fer garðstjórinn líka út af veginum og hleypur við fót gegnum kjarrskóginn. Við höldum hljóðlega á eftir honum. 378. Kominn að járnbrautarsporinu sjáum við hann nema staðar og tína saman hrúgu af þurrum kvistum og sprekum, binda þetta saman í tvö knippi og festa þau síðan á tvær lurkarenglur.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.