Heima er bezt - 01.04.1965, Page 7

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 7
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: REYKJALUNDUR sigur góðs málefnis, sem hratt af stað framkvæmdum í Reykjalundi fyrir rúmum tveimur tugum ára. Og und- ir þeim sömu merkjum hefur verið starfað þar æ síðan. Hér er ekki unnt að rekja sögu Reykjalundar. Að- eins verður stiklað á stærstu steinunum og leitast við að gefa innlit í nokkur atriði í rekstri stofnunarinnar nú, og hvers er af henni að vænta. Samtök berklasjúklinga, S.Í.B.S., voru stofnuð 1938. Þeim, sem þar voru að verki, var ljóst, að einskis var þá meira vant í íslenzkum berklavörnum en vinnuheimilis, sem skapaði einskonar brú milli heilsuhælanna og lífs- ins, og veitti sjúklingum, sem litla eða enga von höfðu um fullan bata, en gæddir voru nokkurri starfsorku, færi á að neyta hennar, þótt þeir gætu hvorki keppt á hinum almenna vinnumarkaði né verið án læknishjálp- ar og eftirlits. Samtökin afréðu því brátt að beita sér fyrir stofnun vinnuheimilis, og fékk sú hugmynd fast form með greinargerð Odds Ólafssonar í blaðinu Berklavörn 1940, en þar segir svo um verkefni vinnu- heimila: „Að hagnýta til fullnustu í þágu þjóðfélagsins, starfs- orku sjúklingsins, án þess þó að ofbjóða honum. ir___ egar farið er um A'fosfellssveit, verður vegfar- JÍ andanum starsýnt að húsaþorpi miklu uppi í jr^ Reykjadalnum. Þar eru bæði stórhýsi og önn- ur minni, en að baki þeirra er ungskógur að vaxa úr grasi. Þegar heim kemur á myndarlegt bíla- hlað vekur það fyrst athygli gestsins, hversu bjart er yfir öllu húsaþorpinu, og hve umgengni öll er með miklum snyrtibrag. Það er eins og sól og sumar hafi numið hér iand. Og ef gesturinn er úr framandi landi verður hann þó mest undrandi, þegar hann heyrir, að stofnun þessi sé reist fyrir atbeina samtaka berklasjúkl- inga og sé stjórnað af þeim. Hann kynnist því og brátt, að hér er unnið einstætt starf, ekki einungis hér á landi, heldur sem á fáa sína líka annars staðar. Meðal vor ís- lendinga er nafnið Reykjalundur fyrir löngu þjóð- kunnugt, og hefur hlotið þíðan hljóm í eyrum vorum. Hvenær sem það er nefnt, er það sett í samband við mannúð og bjartsýni. Það var líka bjartsýni, stórhugur og óbilandi trú á

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.