Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 11
Stey.pt vatnsrör úr plasti.
fé. Það er íslenzkri menningu og framtaki fagur vitnis-
burður, hversu alþjóð hefur snúizt við þessum fram-
kvæmdum og sýnt þeim skilning og samúð ekki ein-
ungis í orði, heldur einnig í verki á rausnarlegan hátt.
Ríki, sveitarfélög og einstaldingar hafa lagt fram mikið
fé þegar S.Í.B.S. hefur til þeirra leitað, en mestu hefur
þó munað um tekjur hins árlega Vöruhappdrættis
S.I.B.S., en framkvæmdastjóri þess frá upphafi hefur
verið Þórður Benediktsson, núverandi formaður sam-
takanna, en hann og Maríus Helgason, fyrrverandi for-
maður þeirra, hafa átt drjúgan þátt í uppbyggingu
Reykjalundar og að gera hann að því, sem hann er. En
þótt miklu fé hafi verið varið til framkvæmda í Reykja-
lundi, þá hefur það borið ríkulegan ávöxt, sem hver
og einn, er heimsækir staðinn, fær bezt sannfært sig um.
Þegar Reykjalundur hóf störf, var hælið einungis
ætlað berklasjúklingum, enda var bardaginn við þann
sjúkdóm þá enn hinn harðasti, og naumast annar vágest-
ur meiri, sem ógnaði þjóðinni, ekki sízt æskufólki. En
fyrr en varði var sá óvinur á undanhaldi, og það drjúg-
um fyrr en jafnvel hina bjartsýnustu forvígismanna
S.Í.B.S. óraði fyrir, þegar það tók til starfa. En þegar
berklaveikin lét undan síga varð ljóst, að húsakostur
Reykjalundar rúmaði fleiri en berklasjúklingana. Enda
leið nú ekki á löngu áður en dyr hans voru opnaðar
öðrum sjúklingum.
Á ársþingi S.Í.B.S. 1960 var sú breyting gerð á lög-
um sambandsins, að allir öryrltjar með sjúkdóma í
brjóstholi gætu notið þar fullra félagsréttinda og jafn-
hugmynd um húsakost og búnað Reykjalundar. I fyrstu
voru þar reist smáhýsi, 12 að tölu, Hefur þeim nokkuð
verið fjölgað síðan. Næsta skrefið í framkvæmdum
var bygging aðalhússins, sem auk vistmannaherbergja
rúmar lækningastofur, eldhús, borðsal, setustofur og
skrifstofur, og er kjarni alls húsaþorpsins. Síðan hefur
hver byggingin rekið aðra. Hús handa starfsfólki, vöru-
geymslur og vinnuskálar. Hafa vinnuskálarnir einkum
vakið athygli sakir þess, hversu bjartir og vistlegir þeir
eru. Voru þeir einstæðir í sinni röð, er tekið var að
reisa þá, en nú er farið að taka þá til fyrirmyndar, og
skapa þeir því nýtt tímabil í aðbúnaði iðnverkafólks
hér á landi. Það sem fremur öðru einkennir hús og all-
an búnað Reykjalundar, er að ætíð hefur verið leitazt
við að fá hið bezta og fullkomnasta, sem völ hefur
verið á hverju sinni. Það fer notaleg kennd um gest,
sem gengur þar um garða við að sjá, hversu allt er þar
búið á hagkvæman og vistlegan hátt, íburðarlaust en
þó fallegt. Húsakynni og samkomusalir vistmanna
minna miklu fremur á vel búinn hvíldargististað en
heilsuhæli.
En hinar stórfelldu framkvæmdir hafa kostað mikið
Steypt handrið.
Heima er bezt 127