Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 14
Plaststeypa. framt var tekið að veita slíkum sjúklingum viðtöku á Reykjalundi. En nokkru áður en þetta gerðist hafði S.Í.B.S. opnað vinnustofurnar Múlalund í Reykjavík fyrir öryrkja af ýmsu tagi, sem í borginni búa. Árið 1961 var Öryrkjabandaiag íslands stofnað með þátttöku S.Í.B.S., og var Oddur Ólafsson kjörinn for- maður þess, en jafnframt var unnið að því að færa út starfssvið Reykjalundar. í ársbyrjun 1963 var svo lokið við að koma upp al- mennri endurþjálfunarstöð í Reykjalundi og ráðnir til hennar sérfræðingar. Þar eru öryrkjar þjálfaðir, svo að þeir megi verða virkir starfsmenn að nýju. Koma þar til greina allskyns lamanir og örorka sakir taugabilun- ar svo að eitthvað sé nefnt. Það er furðulegt að ganga þar um sali og sjá öll þau tæki, sem notuð eru til þess að gefa lömuðum og þróttlitlum líkamshlutum nýjan styrk, en mest er um vert að sjá, hversu æfingar þessar og þjálfun skapa öryrkjunum ný viðhorf í lífinu, og er það í beinu framhaldi þess, sem verið hefur megin viðfangsefni Reykjalundar frá öndverðu, en það er að breyta vonleysi öryrkjans í starfsgleði. Vaxandi starfs- orka og tilfinning þess að geta verið virkur aðili í þjóð- félaginu, hefur reynzt þar einn bezti læknisdómurinn, Járnsmiði í Reykjalundi. og þetta hefur skapað Reykjalundi sérstöðu í heilbrigð- iskerfi landsins. Ég hefi átt því láni að fagna, að fá að fylgjast nokkuð með framkvæmdum og störfum í Reykjalundi næstum því frá stofnun hans. Síðastliðið sumar var ég beðinn að svara spurningunni, hvort S.Í.B.S. hefði lokið hlut- verki sínu, þegar nú þætti sýnt á hve miklu undanhaldi berklaveikin væri. Niðurlag svars míns var þetta: „Þó að þjóðfélag vort þróist í fullkomið velferðar- ríki, þó að berklaveikin láti enn undan síga, verða samt óteljandi verkefni að leysa sjúkum til sjálfsbjargar. Þrátt fyrir alla sigra læknavísindanna verða samt til sjúkir menn og öryrkjar. Ekkert fær betur rétt þá við en að þeir finni, að þeir eigi sjálfir þann neista, sem þeim nægir til að skapa þeim lífsvon og lífstrú, ef hann að- eins er glæddur. Það hefur verið, er og verður hlut- verk S.Í.B.S. að glæða þennan neista, taka í hina veiku hönd, styðja hinn lamaða fót, blása lífsþrótti í hið veika brjóst og senda ljós í myrkrið.“ Þetta er það, sem gert er í Reykjalundi, og því nýt- ur hann aðdáunar og ástar alþjóðar, og hlutverki hans verður því aldrei lokið. BRÉFASKIPTI Sigurósk GarÖarsdóttir, Sjúkrahúsinu Hvammstanga, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Jóhanna Haraldsdóttir, Yzta-Mói, pr. Haganesvík, Skag., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi. Guðrún Katrin Konráðsdóttir, Haukagili, Vatnsdal, A.-Húna- vatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin- um 13—15 ára. Æskilegt að mynd fylgí. Ágústina Sigríður Konráðsdóttir, Haukagili, Vatnsdal, A.-Húna- vatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 9—11 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sœvar Stefánsson og Björn Magnússon, báðir á Bændaskólanum Hólum í Hjaltadal, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrin- um 16—17 ára. Mynd fylgi. Ósk Hannesdóttir, Hreggnasa 10, Hnífsdal, óskar eftir bréfaskipt- um við stúlku eða pilt. Mynd fylgi bréfi. Þorbjörg Arnórsdóttir, Brunnhól, Mýrum, Hornafirði, óskar eft- ir bréfaskiptum við stúlkur eða pilta á aldrinum 11—12 ára. Magnús J. Magnússon, Hvammi, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Mynd fyigi. Steingrímur Ingvarsson, Eyjólfsstöðum, Vatnsdal, A.-Húnavatns- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi. Bjarni Ingvarsson, Eyjólfsstöðum, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 11—13 ára. Mynd fyigi. Ólafur Stefán Hjaltason, Berunesi, Beruneshreppi, S.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 15—16 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Ólafía Guðrún Halldórsdóttir, Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—12 ára. 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.