Heima er bezt - 01.04.1965, Side 17

Heima er bezt - 01.04.1965, Side 17
í Winnipeg. Þegar lokið var sex mánaða sumarskólanum í Þing- vallanýlendu, sem Guðný systir mín var kennari við, tók það af fjölskyldunni, sem þar beið, sig upp og hélt brott þaðan, þ. e. móðir mín, bræður mínir tveir og systir. Faðir minn tók á móti þeim í Westbourne og ók með þau heim á heimili okkar í Vatnslöndum. Um haustið giftist Guðný Þórði Johnson, sem var í góðri stöðu sem úrsmiður og sölumaður hjá skartgripa- verzluninni „Andrews & Son“ við Aðalstræti í Winni- peg. Mamma, Doddi litli bróðir minn og ég, fórum til borgarinnar til að vera við brúðkaupið. Mér var mikið niðri fyrir út af því, að fá nú að sjá Winnipeg aftur eftir meira en 7 ár. Ég var rétt orðinn 8 ára, þegar ég fór þaðan 1886, og mundi nú borgina óglöggt. En vel mundi ég skólagönguár mitt þar, og var nú fullur for- vitni og áhuga á að kynnast betur „hinni miklu borg“. Þegar inamma og Doddi litli héldu heimleiðis, varð ég eftir, í von um að fá eitthvað að gera. Systir mín og mágur voru svo væn, að bjóða mér að búa hjá sér. Fyrsta heimilið þeirra var einnar hæðar leiguhús við Boundary-stræti (síðar Maryland-stræti). Það var yzta stræti borgarinnar að vestanverðu, og tók þá við enda- laus sléttan, þar sem hvergi sá byggt ból, — nema hvað Gallagher-sláturhúsin og griparéttirnar voru þar í mílu fjarlægð. Winnipeg var ekki á þeirri tíð umsvifa- né ysmikill höfuðstaður. En þar ríkti þó andrúmsloft traustra við- skipta og ýmislegt var til marks um farsælar framfarir. Einn sýnilegur framfaravottur var innleiðing rafknú- inna sporvagna, sem nýlega hafði gerzt, í samkeppni við hestvagnana, og valtið mikinn úlfaþyt í vissum her- búðum. Bæði fólksflutningafélögin börðust hörkulega fyrir tilveru sinni. Fyrir 5 sent féklcst einn farmiði á sporvögnunum, en tveir á hestvögnunum. Þegar frá leið voru hestvagnamir lagðir niður. Þeir voru minni en hinir og vitaskuld miklu seinfærari. Sumir þeirra voru eineykisvagnar. En fyrir þá, sem stærri voru, Aðalstrætis-vagnana, var beitt tveimur hestum. Þetta var geysilegt erfiði fyrir skepnurnar, enda vom þær horaðar og aumkvunarverðar útlits. Til þess að hreyfa þessa þungu vagna af stað hverju sinni, þurftu hestam- ir að gera mikið átak, en varla höfðu þeir náð sér á hægt brokk, þegar komið var á næsta stanzstað, og þannig endurtók þessi þrældómur sig í sífellu. Ég held að bæjarbúar hafi andað léttar, þegar hætt var við þessa flutningsaðferð, enda þótt fargjöldin tvöfölduðust. Ég hafði, sem sagt, orðið eftir í Winnipeg í von um að vinna mér eitthvað inn. En á því varð bið, og fór ég að verða óþolinmóður yfir iðjuleysinu. Eftir nokkrar vikur tókst Þórði að útvega mér vinnu í matvöruverzl- un við Aðalstræti, skammt frá James-stræti, og áttu hana bræðurnir M. E. & J. K. Wright. Átti ég að bera matvörur í körfum víðsvegar út um borgarhverfin. Vinnutíminn var frá 8 að morgni til 6 að kvöldi, og öll góflan, sem ég fékk í kaup, vora 3 dollarar fyrir 6 daga viku. Körfurnar voru stundum þrælþungar, eink- um þegar pantaðar höfðu verið dósavörur eða mjöl- posar. Og með því að ég bar í báðum höndum, gat ég ekki varið á mér andlitið með þeim, svo að oft fékk ég kalbit á nef og kinnar, þegar ég plampaði á móti strekk- ingsvindi í allt að 35 stiga frosti. Heldur var ég ósæll í þessari vinnu, ekki svo mjög vegna þess, að hún væri svo fjarska erfið, heldur eink- um vegna þess, hve óþægilegt það var, að þramma í djúpum snjónum í afar frosthörðu veðri. Mér hefði líka komið bemr, að innvinna mér svolítið meira, því að ég tók mér það mjög nærri, að nota mér góðsemi systur minnar og mágs, sem veittu mér húsnæði án þess að ætlast til nokkurrar greiðslu og tóku mjög lítið, stundum ekki neitt, fyrir fæði mitt. En þau hvöttu mig til að vera áfram í þessu starfi, í von um að eitthvað betra mundi bjóðast. Skemmtanir sótti ég engar, — hafði hvorki tíma né peninga til slíks léttúðarlífernis. En stundum gerðust skemmtileg atvik, sem rufu fábreytni daganna, — eins og þegar hr. Steen týndi hundinum sínum. Hann var maður nokkuð minni en meðalhár, en stórmikill á þver- veginn og vó 280 ensk pund. Hann var ritstjóri „Verzl- unartíðindanna“ (The Commercial). Með því að hann var ekki með öllu laus við áhyggjur út af ofþyngd sinni, skauzt hann oft á morgnana, þegar hann var á leið til skrifstofunnar, inn í búðina til að vigta sig. Hefði hann þá lagt af svo sem eitt pund, komst hann í mjög gott skap, og við líka, húsbændur mínir og ég, eins og vera bar. Einn kaldan febrúarmorgun kom hann eins og venjulega með sporvagninum, og hjálpaði vagn- stjórinn honum niður. Þess var full þörf, því að vetr- arfrakki hans, skinnfóðraður og þungur mjög, var hon- um óþjáll og hreyfingar hans erfiðisamar og silalegar. En í stað þess að ganga inn í skrifstofuna við James- stræti, rétt við götuhomið, stóð hann stundarkom { sömu sporum úti á götunni. Hann hafði tekið eftir þyí, að litli hundurinn hans, sem aldrei skildi við hann, var horfinn, og blístraði nú af öllum mætti, en árangurs- laust. Lögregluþjónn var að koma upp Aðalstræti, bauð honum glaðlega góðan daginn og spurði hvað væri að. Sagðist hr. Steen vera að kalla á hundinn sinn, sem hlyti að hafa flækzt eitthvað burt. Hlæjandi benti lög- regluþjónninn á staðinn, þar sem hundurinn var, þ. e. milli fótanna á hr. Steen. Þar kúrði hann hinn rólegasti og góndi upp á við. Að þessu var hent mikið gaman. Svo kom dálítið annað atvik fyrir í mínu viðburða- snauða lífi, sem ekki vakti mér neina kátínu, heldur gerði um tíma alldimmt fyrir sálarsjónum mínum og kom inn hjá mér nokkm vantrausti á mannlegt eðli yfirhöfuð. Framhald. Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.