Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 18
JULIUS 0. Þ0RÐARS0N:
Steinunn B
Innri-Múla
egar ég sezt niður og festi á blöð hugrenningar
mínar í tilefni sjötíu ára afmælis móður minn-
ar, þá verður mér auðvitað fyrst fyrir að hugsa
til hennar sem slíkrar. Og síðan, hvernig hún
og samtíðarkonur hennar á Barðaströnd, sem ég á einnig
hugljúfar endurminningar um, máttu halda velli í hinni
hörðu lífsbaráttu á þriðja og fjórða tug tuttugustu ald-
arinnar. Þegar þjóð vor var enn á frumstigi menningar
og tæknilega séð. Ofan á það bættust þeir mestu efna-
hagserfiðleikar, sem hún hefur yfirstigið á þessari öld.
Þó móðir mín sé af alþýðu fólki komin og ekki hlot-
ið meiri bóklega menntun en almennt gerðist á þeim
tíma, þá sópaði svo af henni strax á unga aldri sem af
fyrirfólki væri, að sögn þeirrar tíðar manna og einn
beztur kvenkostur þar um slóðir. Hygg ég, að hún sé
í hópi þeirra karla og kvenna úr alþýðustétt, sem átt
hafa mestan þátt í að eyða hinni illræmdu minnimáttar-
kennd og minnka bilið milli þeirra hærri og lægri. Með
öruggri og frjálsmannlegri framkomu, sem um leið opn-
aði augu fyrirmanna fyrir þeim þjóðarvoða sem stetta-
skipting var á íslandi um síðustu aldamót og hafði ver-
ið frá ómuna tíð.
Steinunn Björg Júlíusdóttir, en svo heitir hún fullu
nafni, er einbirni, dóttir hjónanna Jónu Jónsdóttur og
Júlíusar Ólafssonar, sem bæði voru hinar mestu dugn-
aðar- og fyrirhyggjumanneskjur, og móðir hennar svo
að engan sinn líka átti nema þar sem dóttirin var. Hún
var þess vegna alin upp við allsnægtir, sem þá var kall-
að og kynntist ekki á uppvaxtarárunum þeim efnahags-
erfiðleikum, sem hún ásamt manni sínum Þórði Ólafs-
syni mætti, þegar á fyrstu búskaparárum. Hún mun
hafa gengið í hið heilaga hjónaband með föður mínum
1916 og 1927 eru þau búin að eiga 9 börn, 2 stúlkur
og 7 drengi. Og má af því sjá hversu góður undirbún-
ingur það hefur verið móður minni og þeim hjónum
báðum undir heimskreppuna miklu, sem skall á 1930
og um leið að halda því stórlæti, sem henni var í blóð
borið.
Ábýlisjörð foreldra minna var rýr og með öllu órækt-
uð, þegar þau komu þangað, ekki lófastór blettur slétt-
ur í því, sem kallað var tún, engin girðing, ekki heldur
járnplata á húsi, baðstofan undir torfþaki hvað þá ann-
Júlíusclóttir,
Baréaströnd
að. Engjar voru svo lélegar, að beztu sláttumenn höfðu
ekki meira en tvo hestburði af þurru heyi eftir að hafa
staðið við slátt 10—11 stunda vinnudag, svo búið var af
þeim sökum mjög lítið.
Þó faðir minn hefðist þegar handa með ræktun, þá
var það í smáum stíl lengi fram eftir, enda frumstæð
verkfæri, sem menn höfðu til þeirra hluta, en ræktun-
armaður er hann mikill. Aldrei sá ég hann ánægðari, en
þegar hann vann að jarðabótum og fljótur var hann að
laða sig að þeim umbótum, sem framvinda tímans færði
mönnum í ræktunarmálum hverju sinni.
Aldrei man ég eftir blárri fátækt heima í Múla, en
nærri má geta að mikið hefur reynt á forsjálni húsmóð-
urinnar að fara svo vel með þær litlu tekjur sem heim-
ilið hafði svo að útlit heimilisins bæri vott um að lifað
væri við mjög góð efni, og í því sambandi minnist ég
þess, að eitt sinn er faðir minn var í hreppsnefnd og
verið er að leggja á hann útsvarið að einn hreppsnefnd-
armanna segir, að það þurfi ekki annað en koma upp í
baðstofuna á Alúla til að sjá að hann sé ekki fátækur
og börnin alltaf sparibúin, og hygg ég að í það skipti
hafi útsvarið verið miðað við útlit heimilisins en ekki
tekjur og mun svo hafa oftar verið, því ekki var það
að skapi föður míns að borga minna en honum bar til
sveitarinnar.
Það var ekki óalgengt í þá daga, að fleiri en foreldr-
arnir ynnu að uppeldi barnanna og var svo einnig hjá
foreldrum mínum. Móðurforeldrar mínir fluttust með
þeim að Múla ásamt fóstursyni sínum Gísla Þórðarsyni,
þar til hann festi ráð sitt og fór að heiman 24 ára gam-
all, þó hann teldist vinnumaður og hefði eitthvert kaup,
sem tekið var í skepnufóðrum, þá var þeim að því hinn
mesti styrkur, enda var hann þeim sem bezti sonur,
hann lézt 1948. Afi minn dó 1924, amma mín var með
foreldrum mínum áfram til æviloka og vann heimilinu
af sínum alkunna dugnaði fram á efstu æviár, en hún
dó 1962, 92 ára gömul. Blessuð sé minning þeirra allra.
Á fyrstu búskaparárum foreldra minna stundaði faðir
minn sjóróðra eða aðra vinnu út frá heimilinu á vorum,
og hafði móðir mín þá alla forsjá með heimilinu á með-
an, jafnt utan húss sem innan, og urðu hún og amma
að vinna öll vorverk, sem voru umfangsmikil og erfið
134 Heima er bezt