Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 19

Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 19
Steinunn B. Júliusdóttir og Þórður Ólafsson. á þeim árum, þó búin væru ekki stór. Einu atviki man ég sérstaklega eftir frá þeim tíma: Við vorum öll fædd systkinin og eldri börnin farin að hjálpa til við hin erfiðu störf, svo sem mótekju og var svo einmitt í þetta skipti. Þær mæðgur unnu að mó- tekju og það af börnunum, sem eitthvað gátu, en yngstu drengirnir voru að leika sér skammt frá. Þannig hagaði til, að tekið var í blautum mýrum nokkru neðan við túnið, en þaðan stutt til sjávar og hafði fjaran með öllu sínu aðdráttarafli dregið til sín hug litlu drengj- anna enda ekki óalgengt, að við bræðurnir lékum okk- ur þar. Þrjár til fjórar stungur voru ofan að mónum af ónýtu rofi, síðan 4—6 stungur af nothæfum mó. Mó- tekjunni þurfti að haga þannig, að tekið væri í horni, svo að tvær hliðar á stykkinu, sem fyrir var tekið, vissi að gömlu gröfunum, sem fullar voru af vatni og mikils þótti um vert, að allur sá mór næðist, sem not- hæfur var, en til þess, að það mætti takast varð að hafa tvo vatnsbakka og taka fyrst úr miðjunni og var nauð- synlegt að hafa mikla aðgæzlu við mótekju í votum gröfum. Nú var verkaskipting þannig að móðir mín stakk, en þrjú eldri systkinin stóðu á stöllum og hand- lönguðu móköggla upp á bakkann, en amma mín tók við honum þar og hlóð í köst. Nú er móðir mín ný- byrjuð á síðustu stungunni og voru þá líka eftir vatns- bakkarnir, sem oft var einn þriðji eða meira af því, sem heitið gat sæmilegur mór, þá skeður það, að ein- hver verður þess var, að yngstu drengirnir fjórir, sem voru að leik í fjörunni voru flæddir á smáflúð skammt framan við fjöruborðið. Ég man enn þá, hvað móðir mín var fljót að komast upp úr mógröfinni og skunda til sjávar, vaða fram og bera drengina í land, og taldi hún sig ekki hafa mátt seinna koma. Þegar hún var komin með drengina upp úr fjörunni, settist hún niður en það þótti okkur börnunum tíðindum sæta, ef móð- ir okkar sat og hélt að sér höndum, en sjálfsagt hefur hún verið að þakka guði hversu vel þetta ævintýri drengjanna endaði. Því trúkona er hún mikil, enda lagði hún við það mikla rækt að kenna okkur börnun- um þau fræði, sem trúarlegs eðlis voru. En þegar upp var staðið og haldið til þess verks, sem frá var horfið, hafði annar vatnsbakkinn sprungið og það eina, sem náðist til viðbótar, var ein eða tvær stungur ofan af heila vatnsbakkanum, að sjálfsögðu hefur verið byrjað aftur á nýjan leik, þó trúlega ekki fyrr en næsta morgun. Oft hefur mér fundizt að lítið væri haldið á lofti hlut konunnar, þegar heiðraðir eru afreksmenn okkar og á ég þá ekki sízt við sjómannskonuna, því mörg dæmi má finna ekki ólík því, sem að framn er getið í lífi og starfi hinnar íslenzku sjómannskonu. Nærri má geta að erfitt er þeim að gæta barnanna oft um lengri tíma í fjarveru föður þeirra og þá ekki sízt fyrirferðar- mikilla drengja, sem sækja eftir að leika sér við sjóinn, áður en þeir skynja þær hættur, sem þar geta beðið þeirra og margar andvökunætur veit ég, að móðir mín átti í hörðum vetrarveðrum, þau ár sem hún átti sína nánustu á sjó, svo ekki sé minnzt á síðari styrjaldarár- in, en tveir synir hennar og tengdasonur voru í sigling- um öll þau löngu ár. En gæfumanneskja hefur móðir Framh. á bls. 149. Heima er bezt 135

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.