Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 20
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: A ORÆFASLOÐUM HEIÐATÖFRAR Það er kominn 5. ágúst. Við útilegumennirnir erurn saman komnir á Aðalbóli í Miðfirði. Tvo vantar þó í hópinn að þessu sinni, Ingva og Pál. Nú er tími til kom- inn að gera áhlaupið á nórðurheiðarnar, allt suður að Arnarvatni og Úlfsvatni, en þangað var áður komið úr suðurátt. Að þessu sinni verður að láta bílana lönd og leið. Um heiðarnar suður af Miðfirði verður ekki öðruvísi farið en á „gamla móðinn“, þ. e. ríðandi eða gangandi. Engir skálar, sem henti okkur fyrir bækistöð, eru á norðan- verðri Aðalbólsheiði, sem er meginhluti þess svæðis, sem ætlunin er að kortleggja. Hinn eini skáli, sem um er að ræða, er suður við Urðhæðavatn, sem er hér um bil syðst á afrétti þeirra Miðfirðinga og skammt norð- ur af því, sem við höfðum áður farið. Það verður því að ráði okkar að skipta liðinu. Annar flokkurinn hafi bækistöð sína heima á Aðalbóli og vinni á norðanverðri heiðinni, en hinn fari suður í Urðhæðaskála og gangi frá suðurhlutanum. Við áætlum það þriggja daga ferð, og Benedikt bóndi á Aðalbóli tekur að sér að annast um að flytja okkur og farangur okkar suður eftir og þá vitanlega sjá okkur fyrir hestum. Ég kýs að fara með Urðhæðaflokknum. Það er hvort tveggja, að ég hef farið með þeim kortagerðarmönn- um í eins konar könnunarferð um nyrzta hluta heiðar- innar, svo að þar er ekki öllu meira að gera fyrir mig, og einnig hitt, að enn er eftir einhver angi í mér af gamla ferðamanninum, enda þótt mér hafi aldrei þótt skemmtilegt að ferðast á hestbaki. En kannske er líka ögn af metnaði með í spilinu, að sýna strákunum, að ég hiki ekki við að leggja á mig erfiði ferðalaga frem- ur en þeir. Suðurferðin er ráðin 7. ágúst, sem reyndist verða ein- hver heitasti dagur sumarsins, að minnsta kosti þeirra, sem við höfðum verið á ferðalagi. Áður en lagt verði af stað, þarf Einar að fara út á vegamót hjá Laugarbakka í Miðfirði, til að sækja hluti, sem okkur vantaði, í áætl- unarbílinn að sunnan. Sigurður og Ólafur fara þegar í stað inn á heiði, en við þrír, Jón, Friðrik og ég hjálp- umst að því að búa farangur okkar í klyfjar og leggja á he'stana með Benedikt bónda. Þess á milli flatmögum við hjá hestaréttinni og sleikjum sólskinið, þangað til Einar kemur. Dagurinn líður fyrr en varir, og það er tekið að nálg- ast miðaftan, þegar loks er lagt af stað. Ég er ekki alltof hress hið innra með mér að eiga fram undan 6—8 klukkustunda ferð, og leggja ekki fyrr af stað en þetta. Samt læt ég á engu bera. Ekki líkar mér heldur alls kostar útbúnaður og reiðskapur Benedikts bónda, né hvernig hann vill búa upp á hestana. Bölva því ögn í hljóði en læt annars gott heita. Enda er það mála sann- ast, að erfitt er fyrir mig að ætla að fara að segja jafn þaulvönum ferðamanni og Benedikt á Aðalbóli fyrir um það, hvernig búa skuli upp á hesta í fjallferð. Þar við bættist, að ég hafði þá þegar notið alúðlegrar gest- risni hans og konu hans í þrjá daga, og svo reyndist Benedikt þegar í upphafi ferðarinnar svo ágætur ferða- félagi og leiðsögumaður, að á annan betri varð ekki kosið. Hann þekkir heiðarnar rétt eins og lófann á sér, hann hefur farið þar um oft á ári hverju um áratugi, eða allt frá því er hann óx úr grasi, en er nú roskinn maður. Hefur hann lagt þar leiðir sínar í fjárrekstrum á vorin, fjallgöngum á hausti, í veiðiferðum til vatn- anna fiskisælu eða sem fylgdarmaður ferðamanna. Á öllum þessum ferðum hefur hann kynnzt heiðunum, svo að hann þekkir þar hvern krók og kima, ef svo mætti segja, hvert vatn eða tjörn, holt, flóa, götuslóða, lækjardrag eða gilskorning, og naumast munu þau vera mörg nöfnin, þar á heiðunum, sem hann ekki veit. Því miður gat ég ekki numið nema fátt af þeim, enda far- inn að verða gleyminn, þegar svo margt ryðst inn í hugann í einu. Fylgd slíkra manna er ómetanleg. Kunn- ugleiki þeirra gefur landslaginu líf og lit ef svo mætti að orði kveða. Þá er hann einnig ótrauður ferðamaður, kvikur á fæti og léttur í snúningum, þótt tekinn sé að eldast, og síðast en ekki sízt er hann ótæmandi sjóður af sögum og vísum og óspar að miðla þeim hlutum til þeirra, sem kunna að meta slík fræði. í stuttu máli sagt, fjallamaður af gamla skólanum svo góður sem bezt verður kosið. Við leggjum af stað fimm saman, og höfum með okk- ur 3 klyfjahesta. Um þá önnumst við Benedikt, en lát- um yngri mennina ríða lausa. Fram dalinn eru fyrst greiðar götur. Ekki er þó hratt farið, því að klárarnir eru latir. Bæði er heitt í veðri, og þeir tregir að fara frá bæ. Fyrir botni Austurár- dals rís upp allmikil bunga, Tungukollur efst í tung- unni, sem verður milli Austurár og Þorvaldsár. Norð- 136 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.