Heima er bezt - 01.04.1965, Page 21

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 21
an frá Aðalbóli sýnist Tungukollurinn ávalur og aðlíð- andi, en þegar til kemur reynist hann furðu sporadrjúg- ur og seigbrattur. Yfir hann norðanverðan liggur af- réttargirðing Miðfirðinga. Þar getur að líta sömu sjón og títt er annars staðar í heiðalöndum, þar sem varnar- girðingar eru. Fé liggur við girðinguna tímunum sam- an og yr landið upp, unz komið er í flag. Síðan tekur uppblásturinn við þar sem þurrlent er, eða regnvatns- og leysingalækir og sópa jarðveginum brott. Eru þegar mildar skemmdir á gróðri við girðinguna í Tungukolli, þótt ekki séu flögin jafnstór né samfelld og við afrétt- argirðingu Hvítsíðunga syðst á Arnarvatnsheiði. Er hér um vandamál að ræða hvarvetna, þar sem svona hagar til, og vandséð hversu úr verði bætt. Þegar upp á kollinn kemur blasa við heiðalöndin aust- an frá Stórasandi og vestur að Sléttafelli og suður að Arnarvatnshæðum. Lengra burtu er jöklasýn og há- fjalla. Langjökull, Eiríksjökull og Ok, síðan borgfirzku fjöllin, Skarðsheiði og Baula, og Tröllakirkja vestur af Holtavörðuheiði. Víðsýnið er mikið og fjallasýnin fög- ur, en sjálfar eru heiðarnar harðla tilbreytingarlausar og lítið ginnandi. Grágrýtisholt, vaxin grámosaþembu eða móagróðri, og milli þeirra endalausir flóar með ara- grúa af vötnum og tjörnum. Og þó að hvert vatn hafi að einhverju leyti sitt sérstaka svipmót, verða þau samt furðulík hvert öðru í augum ókunnugs ferðamanns. í flóunum skiptist á brok og Ijósastör, meira þó hið fvrr- nefnda. Við þræðum götuslóða eftir holtahryggjum. Ósköp sýnist mér langt suður að Urðhæðum. Það er rétt hægt að greina þær yfir heiðaflákana, enda eru þær hvorld háar né tilkomumiklar. Klárarnir eru latir. Hið eina, sem lífgar, eru sögur Benedikts, allt frá ferðaþáttum og örnefnasögum af heiðunum og að kímnisögum um karla og kerlingar. En vegleysan ræður því, að við get- um ekki riðið samsíða nema spöl og spöl. Hvað eftir annað verðum við að fara af baki, til þess að teyma hestana yfir flóasund, sem svo eru rótfúin, að jafnvel lausir hestar liggja á kviði. Benedikt segir okkur, að jretta sé bezta og raunar eina leiðin, sem fær sé króka- og torfærulítið inn eftir heiðunum, og ég rengi hann ekki, eftir þeim kynnum, sem ég hef þegar fengið af heiðalöndum þessum. Veðrið er svo fagurt og blítt, sem bezt verður kosið, en í suðaustri eru skúraleiðingar meðfram jöklunum. Blásvartur skýjaflókinn með sólstöfum hreyfist norð- ur með þeim og leggur norður um Stórasand, og öðru hverju sveipar honum suður á við á ný. Degi tekur nú mjög að halla. Við rorrum áfram, hægt og sígandi. Þreytan tekur að segja til sín, og mér þykir okkur miða ískyggilega hægt áleiðis. Það liggur við að svefn sæki á mig, jrar sem ekkert er til að ýta við at- hyglinni, nema það eitt að fylgjast með hvernig klár- inn þræðir götuslóðann eða fikrar sig um flóana. Allt í einu er eins og nýjum lit bregði á landið. Ég fer að horfa í kringum mig og litast um víðar um fjöll og heiðar. Hvað er á seiði? Er mig tekið að dreyma, eða er ég allt í einu horfinn inn í einhverja töfraheima? Umhverfið hefur skyndilega tekið þeim breytingum, að naumast verður lýst með orðum. Geislar hnígandi kvöldsólar hafa lostið heiðarnar töfrasprota og breytt þeim í endalaust haf ljómandi litbrigða. í austri dansa skúraflókarnir fram og aftur, og við þá ber tvöfaldan regnboga. Báðir eru bogarnir jafnskærir að kalla má, sem er furðu sjaldgæft, og skýjaveggurinn að baki þeirra endurvarpar geislaglitinu af þeim yfir flatneskj- una, sem framundan er. Hver sem kominn væri undir slíkan regnboga mundi vissulega fá ósk sína uppfyllta eins og þjóðtrúin segir. Gaman væri að standa í þeim sporum. Ekki velkist ég í vafa um, hvers ég mundi óska mér, þess að vera þrjátíu árum yngri en eiga þó í fórum mínum reynslu sextugs manns. Én það er fleira en regnboginn, sem vekur furðu mína. Kvöldskinið leikur um heiðarnar í töfraspili ljóss og skugga. Spegil- lygn vötn og tjarnir glóa sem gull, og í skuggsjá þeirra speglast stararflögurnar og broktopparnir næstum því eins og skógarkögur. Hópar fannhvítra álfta synda á þessum glitspeglum, þær virðast einkennilega háar í loftinu, rétt eins og skip undir þöndum seglum með gínandi drekahöfðum, þær gera sitt til að auka ævin- týrablæinn. Ég er þess ekki umkominn að lýsa öllum þeim litbrigðum og litaskrúði, sem auganu mætir, heið- arnar skína í gullnum, rauðum, bláum og dökkum lit. En eitt er víst, flóarnir og foræðin, grjótholtin og grá- mosaþemburnar eru horfin. Allar heiðarnar eru klædd- ar litríkri töfrablæju, en í fjarlægð rísa fjöllin í gull- inni blámóðu. í öllu þessu töfraspili hefði mér ekki komið á óvart, þótt út úr einhverjum hólnum hefði komið bláklædd álfamær með gullspöng um enni og gimsteinadjásn á brjósti og fært mér guðaveig í silfurkönnu eins og Ólafi liljurós forðum. Sú sýn hefði einungis verið til þess að fullkomna áhrifin. Ég gat ekki slitið mig frá þessum töfrum, né fengið af mér að kalla til förunauta minna og spyrja þá, hvort þeir sæju ekki hið sama. Ég varð að njóta heiðatöfranna aleinn svo lengi sem þeir entust. Ég veit ekki hversu lengi þessi litadýrð hélzt, sennilega var það hálfa til heila stund. En sólin lækkaði óðum, dökku dílunum fjölgaði, kvöldskuggarnir lengd- ust, litirnir fölnuðu, og þegar síðustu sólargeislarnir hurfu í vestrinu, var heiðin á ný eins og hún átti að sér, en kvöldhúmið færðist yfir landið, kyrrt og hljótt en dálítið svalt eftir hinn sólhlýja dag. Þegar við loksins náðum í Urðahæðaskála var löngu orðið dimmt. Síðustu klukkustundirnar þræddum við eftir Hraungörðum og Urðhæðum um lyngmóa sem lýstir voru með hvítum skellum af hreindýramosa, önn- ur litaskipti sáust nú ekki lengur. Okkur varð að lokum ofurlítil leit að skálanum og lentum þar í vegleysum, af því að við höfðurn farið of langt suður á bóginn. Við vorum fljótir að ganga til náða. Þótt ég væri þreytt- ur, var ég nokkra stund að sofna. Ég reyndi að kalla töfra kvöldsins fram í huga mér og njóta þeirra að nýju. Fjallaferðirnar mínar eru orðnar býsna margar á Heima er bezt 137

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.