Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 25

Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 25
Borginni, eða öðrum skemmtistöðum, og kannske fengi sér nokkra rúnta í miðbæ Reykjavíkur í luxusbíl, og jafnvel brygði sér í gleðskaparíerðir um helgar á sumr- in. Allt þetta, sem daglega er hneykslunarhella okkar gamla fólksins. Og ekki varð því neitað, að Páll hafði sagt mér ýmislegt af þessum hlutum. Ég vissi vel, að hann mundi ekki hika við að halda því fram, að hann væri sannur fulltrúi sinnar kynslóðar, og að það væri rétt, að tilteknu marki. En jafnframt skaut upp í huga mér þeim gamla ásteytingarsteini mínum, hversu sí- fellt er verið að hneykslast á og lasta unga fólkið. Því er lýst sem skemmtanasjúkum vandræðalýð, sem ekkert sé að treysta á. Blöð og aðrir aðilar breiða sig út um það, ef æskufólkinu verða einhver mistök á, en hitt gleymist eða er látið liggja í þagnargildi, sem vel er gert og vasklega. Og hérna við hliðina á mér sat einn þess- ara ungu manna, sem sýndi það svo ekki var um villst, að hann var hlaðinn orku og áhuga og staðráðinn í að gefast ekki upp, hvað sem í skærist. Mundi það ekki vera svo, að það sem æskulýðinn skortir mest, séu verkefni, sem fyllt geta huga hans, erfiðleikar, sem leggja hald á kraftana, og gefa ánægju sigursins í aðra hönd? Ég held að ein meginorsök þess, sem miður fer sé sú, að við sem eldri erum, gerum of mikið að því að hneykslast og finna að, en of lítið að því að reyna að skilja ungu kynslóðina, fyrirgefa henni mistökin og leita að verkefnum, sem henni eru hugstæð. Framvinda tímanna er svo hröð, breytingarnar svo ör- ar, að reynsla okkar á ekki nema að nokkru leyti við sem leiðbeining handa þeim, sem nú eru ungir. Og skylda okkar, sem við því miður skjótum okkur um of undan, er að finna nýjar leiðir, sem hæfa breyttum tímum. Og eitt veit ég. Ég óttast ekki um æsku nútím- ans, og í ófærðinni á Reykjaheiði sá ég lifandi dæmi þess, að sú skoðun mín er rétt. „Æ, gefðu mér smók úr pípunni þinni sem allra snöggvast,“ segir Páll allt í einu. Við vorum þá á miðj- um Grjóthálsi, höfðum brotizt gegnum einn af verstu sköflunum, en fram undan virtist sæmilega greiðfært næstu 100 metrana. Ég rétti honum pípuna dálítið undrandi, því að ég vissi, að hann var enginn reykinga- maður. Hann tók nokkur sog, fékk mér pípuna aftur og sagði: „Þetta var gott, ég er alveg að tætast í sund- ur.“ Og þá skildi ég hvers ltyns var. Þreytan var tekin að segja til sín, enda tekur það á handleggi, herðar og bak, að halda þungum trukk á réttum kili um vegleys- ur og gegnum snjóskafla, og þurfa þess á milli að hlaupa út og hálfblautur að tengja dráttartaugar og losa til skiptis. Hann var að dreifa þreytunni síðasta spölinn. En það var sigurhrós í svipnum, þegar við loks vorum komnir gegnum síðasta skaflinn og renndum niður brekkurnar til Húsavíkur. Ekk'ert bar til tíðinda á leið okkar til Akureyrar eftir þetta. Vaðlaheiðin hafði verið skafin um daginn, svo að þar var torfærulaust. Daginn eftir skildust leiðir. Ég varð eftir heima á Akureyri, en félagar mínir héldu suður til Reykjavík- ur, en syðra biðu þeirra enn nokkur verkefni á heiðum uppi. Það var með dálitlum trega í huga, sem ég veif- aði til þeirra, þegar bílarnir renndu úr hlaði heima hjá mér. Lokið var viðburðaríku ferðalagi, sem hafði kennt mér margt, bæði um duttlunga náttúrunnar, fegurð ís- lenzkra heiða og hvers væri að vænta af ungum mönn- um. En um leið og bílarnir hurfu raulaði ég ósjálfrátt fyrir munni mér: „Guð má ráða, hvar við dönsum önn- ur jól.“ Þegar ég er að ljúka við að skrifa þessa þætti fæ ég bréf frá Páli sunnan úr Þýzkalandi, og ég get ekki stillt mig um að hafa nokkur orð úr því að niðurlagi. En hann segir svo: „Þegar ég lít til baka, finnst mér síðastliðið sumar hafi verið eitt allra skemmtilegasta sumarið, sem ég hef lifað, og ef ég mætti kjósa mér eitthvað til að lifa upp aftur frá sumrinu, þá mundi ég ekki hugsa mig um tvisvar, heldur velja daginn, sem við vorum að brjótast til byggða frá Þeistareykjum. Það var stórkostlegur dagur. Éða hvað pípan þín var hressandi. Ég vona ég eigi eftir að komast í eitthvað slíkt aftur.“ Þannig tala þeir einir, sem öræfin hafa heillað. Og skyldi þetta ekki vera viðhorf býsna margra æsku- manna, þegar þeir hafa fengið færi á að reyna í sér þol- rifin, „finna kraftinn í sjálfum sér“. Það verða þeim stærstu ánægjustundirnar. w 4 © % -t- © í + © I I I I I I © I I i 4 LJrslit t fóla-ver&lciunagetraun fyrir áshrifendur Heima er hezt Fjöldamargar réttar ráðningar bárust blaðinu fyrir febrúarlok, og nú hefur nafn sigurvegarans verið dregið út. En sá, sem var svo heppinn að hljóta hin glæsilegu verðlaun að þessu sinni var ODDUR SIGFÚSSON, Staffelli, Fellum, Norður-Múlasýslu. Eins og kunnugt er, voru verðlaunin NILFISK ryksuga með öllu tilheyrandi, að verðmæti krónur 4.325.00. — „Heima er bezt“ óskar Oddi til ham- ingju með þessi glæsilegu verðlaun og biður hann vel að njóta. (Rétt ráðning: Þórir jökull.) <■ <3 4 f f I f ,,Sigling inn Eyjafjörh“, nýútkomið einsöngslagahefti eftir Jóhann Ó. Haralds- son, helgað minningu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. — Bókhlöðuverð kr. 100.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 70.00. Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.