Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 26
STEFÁN JÓNSSON, HLÍÐ:
Upphaf vega- og brúargerða í Austur-
Skaftafell ssýslu
Pað eru ekki nema rúm 70 ár síðan landsverkfræð-
ingur var, af hálfu landsstjórnarinnar, ráðinn til
að hafa umsjón og framkvæmdir í vegamálum.
Með ráðningu hans var grundvöllur lagður að
því mikla starfi, sem fólgið er í vega- og brúargerðum
og nú er orðið eitt af stærstu og fjárfrekustu verkefnum
þjóðarinnar.
Fyrsta vegagerðin hér í sýslu byrjaði 1899 með lagn-
ingii vegarins frá Hólum að kaupstaðnum á Höfn á
þriðja ári verzlunarinnar þar, vegalengdin er 6 km. Veg-
arstæðið er blautar mýrar og foræði, sem tæplega var
fært klyfjahestum, fór það versnandi við aukna umferð.
Vegna þessa farartálma á fjölfarinni leið var vegagerð
þessi bráðnauðsynleg. Þegar vegagerðin hófst var fátt
um hjálpartæki til þeirra verka, sem dæmi má geta þess
að 5 hestakerrur, sem nota þurfti við malarflutning í
veginn, var eftir milda eftirgrennslan hægt að fá, 2 úr
Reykjavík, 2 frá Vík í Mýrdal og eina af Austfjörðum,
annars voru vinnutækin, rekur, gaflar, hakar, járnkarlar
og handbörur. Vinnuaflið var auðvitað maðurinn og
hesturinn.
Vegagerð þessari lauk haustið 1900. Kostnaðurinn
varð rúmar 11000.00 krónur. Vegurinn var þá talinn
sýsluvegur, bar því sýslunefndinni að standa straum af
kostnaði hans. Landssjóður lagði fram sem styrk 7000.00
krónur. Vegurinn var vel gerður og þótti prýðilegt
mannvirki, sem vakti aðdáun þeirra er um hann fóru.
Það slys varð haustið 1900, 14 dögum áður en vinnu
lauk, að moldarbakki hrundi á aldraðan mann, sem vann
í malargryfju, með þeim afleiðingum að hann lærbrotn-
aði. Verkstjórinn fór fram á það við sýslunefndina að
manninum yrðu greiddar kr. 11.20 fyrir vinnumissi
þessa 14 daga (mun það hafa verið hálft kaup hans fyrir
þann tíma). Eftir nokkrar vangaveltur samþykkti sýslu-
nefndin það með 3 atkv. gegn 2.
Hæsta dagkaup um sláttinn var kr. 2.25. Fengu það
aðeins harðduglegir verkamenn. Fyrir og eftir slátt var
kaupið lægra, enda meira framboð á vinnukrafti þá.
Nú vaknaði áhugi sýslubúa fyrir auknum samgöngu-
bótum innan sýslunnar, einkum þar sem leið lá um for-
æðismýrar. Fyrir utan vatnsföllin voru þær versti farar-
tálminn.
Þetta þokaðist þannig áfram, að á slíkum stöðum voru
gerðir vegaspottar í þessum sveitum: Á Mýrum 1902
fyrir 3000.00 krónur. í Suðursveit 1904 fyrir 6000.00
krónur. Frá Hólunj að brúarstæði á Laxá í Nesjum 1908
fyrir 4000.00 krónur.
Reyndir og vanir verkstjórar sáu um þessi verk. Sig-
uro'eir Gíslason frá Hafnarfirði 1899 og 1900. Hann
stundaði syðra verkstjórn í mörg ár eftir það. Guðjón
Helgason úr Reykjavík 1902 og 1904. Hann var faðir
H. K. Laxness. Runólfur Guðmundsson, einnig úr
Reykjavík, 1908. Hann var faðir Karls O. Runólfssonar
tónskálds.
Þegar vegavinna byrjaði kunnu engir hér um slóðir
vinnu við það verk. Ollum sæmilega verkhæfum mönn-
um, sem það stunduðu, varð það ágætur vinnuskóli, þar
lærðu menn að vinna og sjá árangur þess sem unnið var,
og lipur og hagnýt vinnubrögð. Og þar lærðu menn
einnig það, sem lítt var áður þekkt, stundvísi; undan því
námi gat enginn komizt.
Árið 1910 kemur hér ný samgöngubót, það er brúin
yfir Laxá í Nesjum. Sú brú á sér merkilega sögu að því
leyti að hún er fyrsta stálgrindabrúin, sem smíðuð er
hér á landi, smíðuð í Reykjavík, og fyrsta brúin sem
byggð var í sýslunni. Hún er því að réttu formóðir
þeirra mörgu brúa, sem byggðar hafa verið síðan innan
sýslunnar. Á svæðinu frá Skeiðarársandi að Lagarfljóti
var þá engin brú, en það var brúað 1904. Það þóttu stór-
tíðindi hér um slóðir, er það fréttist að Þorleifur í Hól-
um, sem varð alþingismaður 1908, fékk á alþingi veittar
4000.00 krónur til brúar á Laxá, en brúin var nauðsyn-
legur liður í vegakerfinu um Nesjasveit, sem byrjað var
á 1908. Vinna við brúarbygginguna byrjaði í júní 1910
með byggingu stöplanna. Það verk sáu þeir um, Sigurð-
ur snikkari Sigurðsson, sem setti upp mótin, og Stefán
í Hlíð, sem kvaddur var til að sjá um steypuna. Hér
voru menn þá lítið farnir að nota sementssteypu, en
hann hafði unnið við stöplagerðina við Lagarfljótsbrú,
var því talinn færastur í því verki hér um slóðir. Jón
Jónsson frá Flatey hafði umsjón með lagningu vegar-
spotta frá brúnni áleiðis inn að þáverandi samkomuhúsi
Nesjasveitar. Hann sá einnig um allar fjárreiður vinn-
unnar. Uppsetningu brúarinnar annaðist Benedikt Jóns-
son verkfræðingur. Honum til aðstoðar var sérstaklega
Eymundur Jónsson járnsmiður þá til heimilis í Dilks-
142 Heima er bezt