Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 28
RITSTJORI Ws. ■ !mIwSh [\\ r» m Frá Breiöafjaráarbyggáuni - Fögur og söguleg strandlengja - Gullfjallié Þótt Eyrbyggja sé sannfræðileg um allt, sem snertir héraðslýsingar og örnefni, er hún full af furðu-sögum og sögum um afturgöngur, og má þar fyrst og fremst nefna Fróðárundrin og sögurnar um afturgöngu Þórólfs bægifóts. I Eyrbyggju er sagt frá því, hvers vegna Bólstaður fór í eyði strax á söguöld, og þar segir svo: „Því að Þórólfur tók þegar aftur að ganga, er Arn- kell var látinn.“ Hér er það sagt berum orðum, að Þórólfur bægifótur, faðir Arnkels, hafi valdið því, að Bólstaður fór svo skjótt í eyði. — Ég ætla því í stuttu máli að rifja hér upp sögu þessa hrakmennis, Þórólfs bægifóts, eins og hún er sögð í Eyrbyggju og Land- námu. Geirröður hét maður, er fór til íslands og með hon- um Finngeir sonur Þorsteins öndurs og Ulfar kappi. Geirröður nam land frá Þórsá til Langadalsár. Hann bjó á Eyri. (Sá bær heitir nú Narfeyri.) Geirröður gaf land, Ulfari skipverja sínum, tveim megin Úlfars- fells og fyrir innan fjall. Finngeiri gaf hann lond uppi um Álftafjörð. Hann bjó, þar sem nú heitir að Kárs- stöðum. Geirríður hét systir Geirröðar, er átt hafði Björn blindingjatrjónu. Þórólfur hét sonur þeirra. Geirríður þessi kom svo til íslands, með son sinn Þórólf, og voru þau hinn fyrsta vetur að Eyri. En um vorið gaf Geirröður systur sinni land, þar sem heitir í Borgardal, en Þórólfur sonur hennar fór út í víking. Borgardalur er um miðja Narfeyrarhlíð. Geirríður var hinn mesti kvenskörungur og mjög gestrisin. Hún lét gera skála um þjóðbraut þvera. Hún sat á stóli úti og laðaði að gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á. Eftir andlát Geirríðar kom Þórólfur heim úr víking. Honum þótti landlítið í Borgardal og skoraði á Úlfar kappa til landa og bauð honum hólmgöngu. Úlfar var gamall orðinn og barnlaus. Hann féll á hólmi, en Þór- ólfur varð sár á fæti og gekk haltur ávallt síðan. Því var hann bægifótur kallaður. — Þórólfur tók svo land allt, er Úlfar kappi hafði átt, en gaf svo land tveimur þrælum sínum, er hann gaf frelsi. Úlfari gaf hann Úlf- arsfell og Örlygi gaf hann Örlygsstaði. Sjálfur setti Þór- ólfur bú saman í Hvammi í Þórsárdal, það er fyrir vest- an Úlfarsfellsháls. Þar er nú auðn. Þórólfur átti þrjú börn. Arnkell hét sonur hans, en dætur hans Gunnfríður og Geirríður. Voru þau öll mannvænleg, og Arnkell héraðshöfðingi og hraust- menni. Þegar aldur færðist yfir Þórólf, gerðist hann hinn mesti ójafnaðarmaður og illmenni, og reyndi öllu að spilla í sveitinni, en Arnkell reyndi að bæta um sem unt var. Að lokum segir frá því, að Þórólfur bægi- fótur kemur heim til sín að Hvammi úr ferðalagi um sveitina, síðla dags. Hann var í mjög vondu skapi, því að hann taldi að sér hefði mistekizt að æsa til ófriðar milli Arnkels sonar síns og Snorra goða. Er heim kom, mælti Þórólfur við engan mann, en

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.