Heima er bezt - 01.04.1965, Side 29

Heima er bezt - 01.04.1965, Side 29
settist í öndvegi og mataðist ekki um kvöldið. Sat hann þar enn, er menn fóru að sofa. En um morguninn, er menn stóðu upp, sat hann þar enn og var dauður. Þá sendi húsfreyja mann til Arnkels og bað segja honum andlát Þórólfs. Reið Arnkell þá upp í Hvamm, og nokkrir heimamenn hans. Er þeir komu í Hvamm, varð Arnkell þess viss, að faðir hans var dauður og sat í há- sæti, en fólk allt var óttafullt, því að öllum þótti óþokki á andláti hans. Gekk Arnkell nú inn í eldaskálann og svo inn eftir setinu á bak Þórólfi. Hann bað hvern varast að ganga framan að honum, meðan honum voru ekki nábjargir veittar. Tók Arnkell þá í herðar Þórólfi, og varð hann að kenna aflsmunar, áður hann kæmi honum undir. Síðan sveipaði hann klæðum að höfði Þórólfs og bjó um hann eftir siðvenju. Eftir það lét hann brjóta vegg- inn á bak honum og draga hann þar út. Síðan voru yxn fyrir sleða beittir. Var Þórólfur þar á lagður og honum ekið upp í Þórsárdal og þar dysjaður rammlega. Eftir það reið Arnkell heim í Hvamm og kastaði eign sinni á fé allt, er þar stóð saman, og faðir hans hafði átt. Var Arnkell þar þrjár nætur og var þessa stund tíðindalaust. Fór hann síðan heim.---------- Eftir dauða Þórólfs bægifóts, urðu menn fljótt þess varir, að hann lá ekki kyrr í dysinni. Þótti mörgum þar í dalnum illt úti að vera eftir að sól var setzt. Þar með skeði það og að yxn þau, er Þórólfi var ekið á til leg- staðar, urðu tröllriða, og allur fénaður, er nær kom dys Þórólfs, ærðist og æpti til bana. Smalamaður frá Hvammi kom oft svo heim, að Þórólfur hafði eltan hann. Allir fuglar, er settust á dys Þórólfs, féllu dauð- ir niður. Enn ágerðust þessir reimleikar svo, að varla þorði nokkur maður upp í dalinn í nágrenni við dysina. Smalamaður fannst dauður, skammt frá dys Þórólfs og lamið í honum hvert bein, og að lokum lézt hús- freyjan, ekkja Þórólfs. Leit svo út sem dalurinn myndi allur eyðast. Menn kærðu þetta fyrir Arnkeli, og þótti mönnum hann helzt eiga að ráða bætur á. En sú var reynslan, að hvar sem Arnkell var staddur, varð ekkert mein að Þórólfi. Arnkell fór svo upp í dalinn að dys Þórólfs, ásamt nokkrum sveitungum sínum. Var þá dysin rofin og þar lá Þórólfur og virtist ófúinn, og var hann hinn illileg- asti ásýndum. Þeir tóku hann nú úr dysinni og settu á eins konar sleða eða vögur „og beittu fyrir tvá sterka yxn,u eins og segir í sögunni og drógu hann yfir háls á leið til Úlfarsfells. Ætlaði Arnkell að færa hann út til Vaðilshöfða og jarða hann þar. En það er allskammt frá Bólstað. En er þeir komu á hálsbrúnina, þá ærðust yxnirnir og urðu þegar lausir. Sprungu þeir báðir á hlaupunum. Var Þórólfur þá svo þungur á ækinu, að þeir gátu Narfeyri. Kirkjan. naumast hreyft hann. Að lokum gátu þeir þó fært hann fram á klettahöfða einn lítinn og jörðuðu hann þar. Og heitir sá höfði Bægifótshöfði. Lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan dysina svo háan, að eigi komst yfir, nema fuglinn fljúgandi, og „sér þess enn merki,u segir í sög- unni. Lá Þórólfur þar kyrr alla stund meðan Arnkell lifði. Þessi litli höfði, Bægifótshöfði, er rétt við þjóðveg- inn, er kemur inn í Alftafjörðinn, en lítil merki munu nú sjást um varnargarðinn, sem aðeins fuglinn fljúg- andi komst yfir.-------- Og enn þá vill Þórólfur bægifótur ekki kyrr liggja. Arnkell sonur hans á Bólstað er veginn að undirlagi Snorra goða, og féll þar mikill héraðshöfðingi og val- menni. Ekki leið á löngu frá láti Arnkels, þar til ó- kyrrð færðist yfir nágrennið og gerast nú margir at- burðir í sambandi við afturgöngu Þórólfs. Voru nú liðin allmörg ár frá láti Þórólfs bægifóts, og nýir menn komnir til sögunnar. Á Kársstöðum bjó nú Þóroddur Þorbrandsson og hafði helzt mannaforráð þar í sveit. Bólstaður er þá þegar kominn í eyði, því að eftir að Arnkell ver veginn, hélzt þar enginn við vegna aftur- göngu Þórólfs, því að hann deyddi þar bæði fólk og fénað. — Og segir svo í Eyrbyggju: „Hefur og engi maður traust til borið að byggja þar, fyrir þær sakar.“ En þegar Bólstaður er eyddur af fólki, fer Þórólfur Heima er bezt 145

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.