Heima er bezt - 01.04.1965, Page 30
bægifótur að sækja að fólkinu á Úlfarsfelli, og leit
helzt svo út sem þessi afturganga myndi eyða allan
Alftafjörð. Bóndinn á Úlfarsfelli kærir þetta mál fyrir
Þóroddi á Kársstöðum, því að hann á þá bæði löndin
Kársstaða og Úlfarsfells. Einn morgun tekur Þórodd-
ur þá hest sinn, og kvaddi líka til með sér nokkra
heimamenn sína, og ríður með all marga menn vestur
að Bægifótshöfða, og allt til dysjar Þórólfs. Þeir brutu
síðan upp dysina og finna þar Þórólf, og er hann enn
ófúinn og hinn tröllslegasti í útliti. Var hann blár sem
hel og digur sem naut. Eftir mikla baráttu, tókst þeim
loks að velta honum úr dysinni og ofan í fjöru. Þar
gerðu þeir bálköst mikinn og slógu eld í og veltu Þór-
ólfi inn í bálið og brenndu allt upp að köldum kolum.
En lengi var það, sem eldurinn orkaði elcki að vinna á
Þórólfi. Vindur var hvass, og fauk askan víð, en því,
sem þeir máttu sköruðu þeir á sjó út. Er þeir höfðu
lokið þessu verki, reið hver og einn heim til sín. Þór-
oddur kom heim að Kársstöðum um náttmál. Voru þá
konur að mjöltum. Er Þóroddur reið á stöðulinn, hljóp
ein kýrin undan honum og féll við, og fótbrotnaði.
Þótti Þóroddi kýrin svo mögur, að hún væri varla
dræp. — Hann lét því binda um fótinn, en undan kúnni
tók alla nyt. En er fótur kýrinnar styrktist var kýrin
færð út í Úlfarsfell til feitingar, því að þar var hagi
góður sem á eylandi væri. Kýrin gekk ofan í fjöruna,
þar sem bálið hafði verið kynt, og sleikti steinana, sem
askan hafði fokið á.
En það er sumra manna sögn, að um sumarið sæist
af sjó naut eitt apalgrátt hjá kúnni, en enginn vissi þess
von. Um haustið fannst kýrin ekki og var hún talin
dauð. — En er skammt var til jóla, þá var það einn
morgun, er nautamaður gekk til fjóss, að hann sá naut-
grip fyrir dyrum úti. Var þar komin kýrin fótbrotna.
Þóroddur bóndi gekk til fjóss og skoðaði kúna og
fann hann strax að hún var með kálfi, og þótti honum
hún þá ekki dræp.--------
Um vorið eftir bar kýrin og var það kvígukálfur.
Nokkru síðar átti kýrin annan kálf og var það grið-
ungur stór og komst kýrin nauðuglega frá honum.
Litlu síðar var kýrin dauð. Kálfarnir voru báðir born-
ir til baðstofu og var nautkálfurinn apalgrár að lit og
all eigulegur. — Kerling gömul var í baðstofunni. Var
hún fóstra Þórodds og þá blind orðin. Er kálfurinn sá
hinn mikli var þarna bundinn á gólfinu, þá öskraði hann
og kvað við hátt. Er kerling heyrði þetta, varð henni
illt við og sagði: „Þetta eru tröllslæti en ekki annars
kvikindis og gerið svo vel og skerið vábeiðu þessa.“ Og
í því kvað kálfurinn við í annað sinn. Þá flugði kerling
öll og mælti: „Fóstri minn! Láttu skera kálfinn, því að
við munum illt af honum hljóta, ef hann er upp alinn.“
Þóroddur lét líklega með það, að hann fargaði kálfin-
um, og voru svo útbornir báðir kálfarnir. En Þóroddur
lét svo nautkálfinn lifa en fargaði kvígukálfinum, en
bannaði að segja þetta fóstru sinni.
Kálfur þessi óx skjótt og gekk í túni um sumarið.
Hann var þá ekki minni en þeir kálfar, sem fæddir voru
á öndverðum vetri. Hann hljóp mikið í töðunni, er
hann kom út og beljaði hátt, sem griðungur gylli, svo
að gerla heyrðist í hús inn. Fóstru Þórodds brá mjög,
er hún vissi að nautkálfur þessi lifði enn.
Um haustið var hann svo mikill sem veturgömul naut.
Hann var hyrndur vel og allra nauta fríðastur. Því var
hann Glæsir nefndur. Er hann var tvævetur, var hann
svo mikill sem fimm vetra griðungur. Hann gekk jafn-
an heima með mjólkurkúm, og ef Þóroddur kom á
stöðul, gekk Glæsir að honum og sleikti klæði hans
og hendur, en Þóroddur klappaði honum. Hógvær var
Glæsir, bæði við menn og skepnur, en jafnan, er hann
beljaði lét hann stórum afskræmilega. Ef kerling fóstra
Þórodds heyrði til hans, brá henni mjög við. — En þeg-
ar Glæsir var fjögurra vetra, gekk hann eigi undan
konum, börnum eða ungmennum, en ef karlar gengu
að honum, reigðist hann við og lét ótrúlega, en gekk
undan þeim í þraut. En þegar Glæsir tók að vera
mannýgur var felldur eikistokkur á hornin, svo að hann
gæti ekki eins beitt þeirn.
Þá var það eitt sinn um sumarið, er mikið hey var í
sæti á túninu á Kársstöðum, að menn sáu að Glæsir
var kominn inn á túnið og ærglaðist í sætunum, en hann
var því aldrei vanur að granda heysætum þótt hann
gengi í túninu. En nú hljóp hann að hverri sátunni
eftir aðra, stakk undir þær hornunum og þeytti þeim
út um völlinn. Hann öskraði líka svo ógurlega, að mönn-
um stóð mikil ógn af, og enginn þorði að reka hann úr
töðunni. Var þá Þóroddi sagt, hvað Glæsir hafðist að.
Hann hljóp út og tók fyrir dyrum úti birkiraft mikinn
og hélt um skálmarnar. Hann réðst svo móti griðungn-
um. Er Glæsir sá Þórodd koma, sneri hann á móti hon-
um. Þóroddur hóf upp raftinn og laust milli horna
honum, svo mikið högg að rafturinn gekk í sundur í
skálmunum. En stokkurinn var áður fallinn af hornum
Glæsis. En við höggið brá Glæsi svo, að hann hljóp
að Þóroddi, en hann fékk tekið um hornin og veik
hinum frá sér. Gekk svo um hríð, en þá tók Þóroddur
að mæðast. Hljóp hann þá upp á háls griðungnum og
spennti höndum niður undir kverkina, en lá fram á
höfuð griðungsins milli hornanna og ætlaði svo að mæða
hann. En griðungurinn hljóp aftur og fram um völl-
inn með hann. Sjá þá heimamenn Þórodds að í óefni
er komið með þeim, en þeir þorðu eigi til að fara vopn-
lausir. En er griðungurinn sá þá koma alvopnaða, rak
hann höfuðið millum fóta sér og snaraðist við, svo að
hann gat komið öðru horninu undir Þórodd og brá
við svo snart, að fótahluti Þórodds sló á loft, svo að
hann stóð nær á höfði á hálsi graðungsins. Lenti þá
annað hornið í kviði Þórodds og urðu honum þá laus
tökin og féll á völlinn. En griðungurinn rak upp skræk
mikinn og hljóp ofan til árinnar eftir vellinum. Heima-
menn Þórodds hlupu á eftir Glæsi og eltu hann um
þvera skriðuna Geirvör og þar til kom að feni einu
mikl. Þar hljóp griðungurinn út í og sökk í fenið, svo
að hann kom aldrei upp síðan, og heitir þar síðan
Glæsiskelda.
146 Heima er bezt