Heima er bezt - 01.04.1965, Side 31
Er heimamenn komu aftur heim á völlinn, var Þór-
oddur á brott þaðan. Hafði hann gengið heim til bæj-
ar. En er þeir komu heim, lá Þóroddur í rúmi sínu
og var þá andaður.--------
Er Þórólfur bægifótur ein mesta afturganga, sem
sögur segja frá.
Á söguöld voru í bygð í Álftafirði 5 bæir. Nú er
þar aðeins einn bær í byggð, Kársstaðir. — Álftafjörð-
urinn er fögur byggð. — Blómlegur dalur inn milli
hárra fjalla. Enn er fegurðin söm og á Söguöld þótt
bæjum hafi fækkað.
GULLFJALLIÐ
Þegar ég var lítill drengur heima á Snorrastöðum,
man ég eftir ríflega hnefastórum steini, sem sagður var
úr Drápuhlíðarfjalli í Helgafellssveit. Voru í honum
gylltar agnir, eins og í hann væru greyptar örsmáar
gullþynnur. Var það almennt álit fáfróðra manna, að
þetta væri gull, og kölluðum við steininn gullstein.
Þegar farinn er þjóðvegurinn frá Berserkjahrauni og
inn á móts við Helgafell, er Drápuhlíðarfjall — gull-
fjallið — á hægri hönd. Það er sérstætt norður úr aðal-
fjallgarðinum, rúmlega 400 metra hátt og gróðurlaust.
í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar,
er Drápuhlíðarfjalli þannig lýst:
„Drápuhlíðarfjall er talið merkilegasta fjall á öllu
landinu, næst á eftir Snæfellsjökli, og er nafnkunnugt
og víða rómað sem fjalla auðugast af málmum og nátt-
úrusteinum, en svo kallast þeir steinar, sem þjóðtrúin
hefur fyrrum talið, að gæddir væru yfirnáttúrlegum
krafti. En þessi skoðun er fráleit. í fjallinu eru engar
málmæðar. Hinsvegar er það rétt, að í því finnst mesti
grúi af alls konar steinatilbrigðum, en þeim er svo
óreglulega hrúgað saman, að dæmi til slíks finnast varla
annars staðar á landinu. Að þessu leyti og vegna margs
annars verður þó að telja Drápuhlíðarfjall merkilegt og
þess vert, að náttúrufræðingar skoði það. Þess vegna
lögðum við leið okkar þangað.“
Seinna segir þannig um gullsteinana: „Kísteningar
(Cubi marcasitae) með látúns og eirlit eru hvervetna.
Þeir eru bæði í hinum venjulegu járnblöndu steinum,
en einkum í hörðnuðum leir, sem getur verið ýmislega
litur, en er þó oftast hvítur og blár.“------
Þetta var þá allt gullið, sem marga hafði dreymt um
og dáðst að.
En sagan um „gullfjalliðu er ekki öll sögð enn. Sum-
arið 1939 barst sú frétt til Stykkishólms, að kominn
væri til landsins stórríkur Vestur-íslendingur af vest-
firzkum ættum, sem lengi hefði verið búsettur í
Ameríku og stundað þar útgerð og grætt á henni. Þessi
Vestur-íslendingur hét Magnús Magnússon og var bróð-
ir Kristjáns heitins málara. Honum var gullfjallið í
barnsminni og hann langaði nú til að sannreyna það,
hvort þarna væri gull. Vildi hann leggja í þetta all-
Drápuhltðarfjall. X þarna var borað.
mikla fjármuni, þótt eftirtekjan væri óviss. Hann kom
með frá Ameríku margs konar útbúnað, svo sem bor-
vél og lítinn málmbræðsluofn. Líka þurfti hann að
fá löggilt leyfi til borunar í fjallinu, eins konar námu-
réttindi. Hann valdi sér stað neðst í fjallinu í gildragi
og fékk útmældan námureit þar um kring og upp eftir
fjallinu. Aðrir gátu svo fengið útmælda reiti þar í
kring. Nokkrir menn úr Stykkishólmi notuðu sér þetta
og fengu útmælda reiti í fjallinu og biðu þess með
nokkrum spenningi, hvað þessi tilraunaborun leiddi í
Ijós, því að það þótti öruggt, að ef gull væri á einum
stað í fjallinu þá væri það í fjallinu öllu.
Borinn, sem Vestur-íslendingurinn kom með var
víst venjulegur gullleitar bor, eins og þeir gerðust þá.
Sjálfur borinn var pípa með hárbeittum, eitilhörðum
börmum, sem skáru bergið, en út úr bornum komu all-
gildir sívalningar, sem hægt var að bræða í bræðsluofn-
um og greina í sundur málmtegundir úr þessu málm-
grýti. Eftir því sem nær dró framkvæmdunum jókst
eftirvæntingin. Og hvað leiddi svo þessi borun í ljós?
Hún leiddi það í ljós, að vissulega var gull í bergteg-
undum í fjallinu, en við rannsókn kom í ljós, að gullið
var of lítið til þess að það borgaði sig að vinna þarna
að námugreftri. Gullagnirnar í grjótinu, sem fólk hafði
áður fyrr trúað á voru vitanlega einskisvirði, eins og
þeir segja í Ferðabókinni Eggert og Bjarni. Ég kom
oft til mannanna, sem unnu við borunina, því að ég var
þá fréttaritari útvarpsins og það vildi gjarnan flytja
fréttir af þessari tilraun til gullleitar. Ég fékk líka að
sjá málmtegundir, sem komu úr hinum litla bræðslu-
ofni. Það, sem mér var sýnt og átti að vera gull, var
ekkert líkt gulli. Úr dálitlum sívalningi af grjóti var
Heima er bezt 147