Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1965, Blaðsíða 32
mér sýnd örlítil svört ögn, sem mér var sagt að væri óhreinsað gull. Minnir mig að þyngd þessarar agnar virtist sanna það, að efnið var gull. Allmikið magn af málmgrjóti, ýmist utarlega og inn- arlega úr borholunni, en borað var beint inn í fjalls- ræturnar, var sent í rannsókn til Ameríku og fagmenn þar felldu úrskurðinn. Magnið af gulli í grjótinu var oflítið til þess að hægt væri að vinna þarna að gull- greftri. Margt var um gullgröftinn rætt, á meðan á tilraunaboruninni stóð. Margir trúðu því að þarna myndi finnast gull, og sumir héldu að líklega væri allt fjallið dýrmætt málmgrjót, var þá rætt um ýmsa aðra málma en gull. Talið er að væntanlega yrði að gera sérstaka útflutningshöfn fyrir málmgrjótið, — eins konar Narvík. Víða munu góð hafnarskilyrði í nágrenni Stykkishólms. Líka var sagt að leggja yrði sérstaka járnbraut frá fjallinu að útflutningshöfn. Sumir sögðu að sú járnbraut yrði væntanlega loftbraut, með hæfi- legum halla frá fjalli til sjávar. Mætti þá spara raforku eða kol, með því að láta hlaðna vagnalest, sem rynni niður járnbrautina, aðallega á þunga sínum draga upp tómu vagnalestina á öðru spori. Allir þessir dagdraum- ar og loftkastalar, féllu í rúst, er dómur fagmanna í Ameríku féll um fánýti málmgrjótsins. Málið var þar með úr sögunni og líklega verður þessi draumur um gull í gullfjallinu aldrei annað en draumur. En eitt sannaðist þó við tilraunina. Þarna er gull, eins og gamla fólkið trúði á, þótt gullið sé ekki gylltu deplarnir í grjótinu. Ég mun þá ekki hafa orð mín fleiri um gullfjallið í Helgafellssveit, en ef einhverjir lesendur þessa þáttar eiga eftir að nema jarðfræði, þá munu þeir komast að raun um það, að Drápuhlíðarfjall er mjög merkilegt í jarðfræðilegu tilliti og margar gátur um myndun fjalls- ins ekki fullráðnar. Eg vil svo minna á það, að ferð in kringum Breiðafjörð hefur upp á margt að bjóða, bæði til fróðleiks og augnayndis. Verður nú ekki lengra haldið en í Álftafjörð að sinni. Stefán Jónsson. Ein vinsælustu ljóðin, sem sungin hafa verið í útvarp undanfarna mánuði eru vafalaust Ijóðin Brúðkaup og Farmaður hugsar heim. Höfundur þessara vinsælu, ljúfu Ijóða, er sr. Árelíus Níelsson, hinn velþekkti sóknar- prestur í Reykjavík. Um þessi ljóð hefur verið beðið í mörgum bréfum. Hér birtist þá fyrst Ijóðið Brúðkaupið: í fögrum draumi fyrst ég sá þig. I fögrum draumi mun ég þrá þig. Brosir þú bjartara en sólin, brúðkaupið höldum við um jóhn. Kirkjan hún ljómar þá í ljósum, Ijúft er að skreyta þig með rósum. Omþýðar englaraddir syngja. Ave María. Ó, ég elska þig, heitt ég þrái þig, og þú elskar mig, oft þig dreymir mig, Allt er hljótt, heilög nótt, sem ég helga þér, þú ert minn, þú ert minn um eilífð alla. Blítt finn ég hjörtu’ og hendur mætast, himnesldr sæludraumar rætast. Ómar frá kirkjuhvelfing hljóma Ave María. Næst kemur þá Ijóðið: Farmaður hugsar heim: Er hafskipið svífur um sólgullið haf og sindrar um himininn gullskýjatraf, þá flýg ég á hugvængjum heim til þín, mær því huganum ertu svo kær. Þú situr við rúmið og ruggar svo þýtt, róshvítar brár strýkur þú blítt, en dóttirin bendir með hjúfrandi hönd og hverfur í draumsins lönd. Hún kemur til pabba svo leikandi létt, ég lít, hvar hún dansar um öldurnar nett. Svo kyssir hún sefandi saltstorkna kinn og syngur í huga mér inn. Kæri pabbi, koss frá mér, kvöldsins engill til þín ber. Mamma brosir blítt og rótt, býður góða nótt. Hún kemur til pabba svo leikandi létt, ég lít hvar hún dansar um öldurnar nett, svo kyssir hún sefandi saltstorkna kinn og syngur í huga mér inn. Kæri pabbi, koss frá mér, kvöldsins engill til þín ber. Mamma brosir blítt og rótt, býður góða nótt. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.