Heima er bezt - 01.04.1965, Side 33

Heima er bezt - 01.04.1965, Side 33
Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason hafa sungið þessi ljóð á hljómplötur. Hér koma svo að lokum tvö lítil ljóð, sem beðið hef- ur verið um. Fyrra ljóðið heitir: Mamma mín. Höfund- ur ljóðsins er Jenni Jónsson og hefur hann líka gert lagið. Haukur Morthens hefur sungið ljóðið á hljóm- plötu. Ég man það elsku mamma mín, hve mild var höndin þín. Að koma upp í kjöltu þér var kærust óskin mín. Þá söngst þú við mig lítið lag, þín ljúf var rödd og vær. Ó, elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær. Ég sofnaði við sönginn þinn í sælli aftanró. Og varir kysstu vanga minn. Það var mín hjartans fró. Er vaknaði ég af værum blund var þá nóttin fjær. Ó, elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær. Hitt ljóðið heitir: Ef að ég hjá pabba. Ekki veit ég um höfund þessa Ijóðs, en það var mikið sungið fyrir tveimur áratugum. í þessu ljóði kemur fram mikið traust á gildi fivvn- eyringsins. Tel ég víst, að börn nútímans yrðu fyrir vonbrigðum með kaupmátt fimmeyringsins. Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi hve feikilega hrifin og glöð ég yrði þá. Þá klappa skyldi ég pabba og kyssa vel og lengi og kaupa síðan allt það sem mig Iangar til að fá. Svo kaupi ég niér brúðu sem leggur aftur augun, og armbandsúrið gott og af fallegustu gerð. En af því að hún mamma er orðin þreytt í taugum, þá ætla ég að kaupa bíl, í hverja sendiferð. Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira, og gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn. Svo kaupi ég mér döðlur, súkkulaði og fleira, og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn. Enn liggja hjá mér mörg bréf, sem ég hef ekki getað svarað eða uppfyllt óskir bréfritaranna. Er þar á meðal eitt frá átta Blöndósingum og faglega brotið bréf frá Sæunni. Væntanlega get ég síðar svarað þessum bréfum og fleirum. Stefán Jónsson. Steinunn B. Júlíusdóttir Framh. af bls. 135. ------------------------------ mín verið og ekki þurft að reyna það, sem mannlegu þreki er oft um megn að þola, enda veit ég, að hún metur það og þakkar svo sem vert er. Aldrei heyrði ég móður mína æðrast yfir litlum efn- um eða þröngum húsakosti, en þeim mun oftar varð þess vart, að hana langaði til að rétta þeim hjálpar- hönd, sem verr voru staddir, og mun það hafa komið fyrir, að hún léti eitthvað af hendi rakna, þó í smærri stíl væri, en stórlæti hennar stóð til. Við sjúkrabeð hefur hún oft verið og þótti þá svo nærgætin og úrræðagóð sem bezt var á kosið og hlaut að launum hlýjan hug og góða vináttu þeirra, sem þess nutu. Margir urðu einnig til þess að rétta móður minni sitt af hvoru, sem kom sér vel á barnmörgu heimili og ekki var stórmennska hennar á þann veg, að hún tæki því ekki með glöðu geði og launaði þeim, sem það gerðu með góðum hug. Listhneigð móður minnar hefur verið meiri, en al- mennt gerist og kom að sjálfsögðu mest fram í því að prýða heimilið, því eins og gefur að skilja hefur hún ekki haft margar stundir aflögu frá daglegum störfum, en marga nóttina veit ég, að hún hefur vakað við að sinna sínum hugðarefnum á því sviði. Mikið yndi hefur hún af bókum enda svo vel læs að enn þá hef ég eng- an heyrt lesa betur. Ekki get ég lokið svo þessum hugleiðingum mínum, að ég minnist ekki á ástríki foreldra minna, sem ein- kenndist af gagnkvæmri virðingu af beggja hálfu og gerði sambúðina þannig að til stórrar fyrirmyndar var. Þegar móðir mín sjötug stendur við hlið föður míns á bæjarhlaðinu á Múla og þau horfa niður yfir túnið, sem nú breiðir úr sér í sléttum grundum allt til sjávar, og þegar lengra er litið sjá, þó sumt sé í fjarska, svo að segja í einni sjónhendingu allar hinar breiðu byggðir Breiðafjarðar, sem hafa hvað mest víðsýni og fegurð á landi hér. Þá minnast þau með hlýjum hug sveitarinn- ar og samferðafólksins, bæði þess, sem var í götunni á undan þeim og nú er gengið á fund feðra sinna, sem og hins, sem þau eru enn með í lífi og starfi og þakka þá þeim, sem skóp og þau allt sitt líf hafa haft að leið- arljósi. Þá ósk á ég bezta foreldrum mínum til handa að það hjúskaparlán, sem fylgt hefur Innri-Múla hart nær hálfa öld megi gera það áfram um ófyrirsjáanlega framtíð, og þau í skjóli þessa eiga gleðiríkar, ókomnar ævi- stundir. Það var ekki ætlun mín með þessum fátæklegu lín- um að kasta rýrð á neinn og ekki heldur að bera oflof á móður mína, því hvorugt er gott, enda ætla ég að sá vettvangur, sem þetta flytur segi betur hug minn og systkina minn, en þau orð, sem á blöðunum standa. Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.