Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 34
FIMMTI HLUTI — Engin hætta, engin hætta, ég svæfði gömlu hjón- in vcl, áður en ég fór, þau vakna ekki fyrr en ég kem og vek þau aftur, sagði karlinn. — Hvernig fórstu að því að svæfa þau? spurði Hanna forvitin. — Það gerði ég með galdraprikinu mínu. — Er það þetta prik? — Já, og með því get ég galdrað allt, sem ég kæri mig um. — Bara að ég gæti náð í endann á prikinu, þá gæti ég kippt því af karlinum. Það væri ekki amalegt að eiga galdraprik, hugsaði Hanna María og rétti út hönd- ina. Þá heyrðist eitthvert hljóð frá karlinum, og átti víst að heita hlátur. — Ekki getur hann séð, þó ég rétti út höndina, þegar hann snýr bakinu í mig, hugsaði hún og reyndi að greikka sporið, svo að hún gæti seilzt í prikið. — Því ekki það, sagði karlinn án þess að snúa sér við. — Hvað? sagði Hanna. — Hví skyldi ég ekki geta séð með bakinu? Hanna ætlaði að snarstanza, en fæturnir héldu áfram að hreyfast ósjálfrátt. Þetta var alveg voðalegt! Litli maðurinn með prikið gat lesið hugsanir, það var alveg víst, annars hefði hann ekki vitað hvað hún hugsaði. — Auðvitað veit ég hvað þú hugsar, sagði karlinn. Nú leizt Hönnu Maríu ekki á blikuna. Það var vel hægt að þegja, en hvernig átti að skrúfa fyrir hugs- unina? — Það er ekki hægt, rumdi í karlinum. — Ó, — var eina hljóðið sem Hanna gat stunið upp. Aldrei á ævinni hafði hún verið eins hissa, jafnvel afi sem allt vissi, hafði aldrei sagt henni frá þessum karli, svo hann vissi þá ekki að hann væri til. — Afi gamli veit nú ekki allt, sagði karlinn, — en nú getur þú sagt honum frá mér á morgun, en það er ekki víst að hann trúi þér. — Ég skrökva aldrei að afa, sagði Hanna María. — Eí-humm, rumdi í karlinum, — ertu nú alveg viss um það? — Já, alveg viss. — Gott er það, þú ert nú ekki sem verst, en það sem þú gerðir í nótt, var svo Ijótt, að ég gat ekki látið það afskiptalaust, sagði karlinn. Þau gengu þögul það sem eftir var ofan að sjónum, þar var ofurlítill bátur eldrauður á litinn og mjög skrítinn í laginu. Litli maðurinn varð mildari á svip- inn, þegar Hanna steig orðalaust um borð, hún sá að þýðingarlaust var að streitast á móti, með galdraprik- inu sínu gæti hann látið hana gera hvað sem væri. Þau fóru í land nákvæmlega á sama stað í sama hólma og Hanna fyrr um nóttina. Eftir örstutta stund komu þau að hreiðrinu sem hún tók fyrstu eggin úr. Hanna María starði stórum augum á æðarkolluna, sem sat á hreiðrinu og hágrét. Það var engin missýn, tárin hrundu niður nefið á henni. Við hreiðrið stóð stór, skrautlegur bliki og reyndi að hugga hana: — Svona, svona, elskan, þú bara verpir fleiri eggjum, sagði hann hughreystandi. — Við skul- um eignast hóp af börnum í sumar. — Eg get ekki verpt meir, snökti kollan, manstu ekki hvað ég byrjaði snemma að verpa og ætlaði ekki að lenda í því sama og í fyrra, þegar flestar kollurnar voru komnar út á sjó með börnin sín, en ég húkti heima í hreiðrinu. En svo fer það svona: fyrst náði hrafninn í tvö egg, svo svartbakurinn í þrjú. Ég hefði nú sætt mig við það, en nú á ég ekki nema eitt egg eftir og get ekki verpt meir. Hvers vegna tók hún Hanna María öll eggin mín? og vesalings kollan tók til að gráta aftur af fullum krafti. — Ó, ó, stundi blikinn og tvísteig vandræðalegur. Hvað á ég að gera, hvað get ég gert? — Hvað á ég að gera, hvað get ég gert? hermdi koll- an eftir honum. — Góði, farðu og láttu mig í friði. Blikinn tvísteig enn ofurlitla stund, en sagði svo: — Jæja góða, ég skal gera eins og þú vilt, og svo sneri hann sér við og hraðaði sér ofan að sjó til félaga sinna, dauðhræddur um að frúnni snerist kannski hugur og kallaði í hann aftur. Hanna María starði með opinn munn á eftir blikan- um, svo sneri hún sér að litla skrítna fylgdarmannin- um sínum og sagði: — Geta þau talað eins og fólk? — Nei, sagði hann, — en ég kitlaði þig ofurlítið í annað eyrað með prikinu mínu, og þá skildir þú strax fuglamál, meira þurfti ég nú ekki að gera — en höldum nú áfram. Við næsta hreiður stóð fjúkandi vond ung frú og 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.