Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 35
reifst og skammaðist við manninn sinn, hún sagði að
hann hefði lofað að passa hreiðrið meðan hún skryppi
í boðið til vinkonu sinnar, sem hefði átt afmæli ein-
mitt þessa nótt. — Eggin voru mörg, þegar ég fór, en
nú er bara eitt eftir. Hvað á ég að gera með eitt egg?
— Þú gætir verpt fleirum í viðbót, stundi blikinn
loks, þegar kollan þagnaði andartak til að draga and-
ann.
— Verpa meir, nei takk, nú skalt þú sjálfur setjast í
hreiðrið og bæta við eggin, eitt á dag, og svo ungar
þú þeirn út sjálfur, því nú er ég búin að fá alveg nóg.
Það eru til miklu fallegri, skemmtilegri og duglegri
strákar en þú, sem enn eru ógiftir í blikahópnum.
Hún hætti svo ekki fyrr en hún hafði komið bónda
sínum upp í hreiðrið og látið hann kúra sig niður. Það
var ekki beint hýr svipurinn á honum, en konan hans
var svo ákveðin að hann þorði bara ekki annað. Svo
gaut hann augunum í kringum sig, hvort nokkur af fé-
lögum hans væri nálægur og sæi til hans, en svo var
ekki sem betur fór. Þar hafði hver nóg með sig, því
alls staðar var sama sagan hjá hverjum hjónum, ýmist
grátur eða reiði. Sumar ungu frúrnar voru samt ekkert
nrjög leiðar, nú íosnuðu þær við alla fyrirhöfnina við
að liggja á og ala upp ungana sína. Þær vildu gjarnan
geta leikið sér út um allan sjó í góða veðrinu, en flestar
voru þó sorgmæddar og reiðar yfir því er skeð hafði.
Loks voru þau búin að koma við hjá hverju einsta
hreiðri, og Hanna var búin að fella mörg tár fuglun-
um til samlætis. Þá loks stigu þau upp í rauða bátinn
aftur og héldu til lands.
Ekkert orð töluðu þau saman, fyrr en þau voru kom-
in heim á hlað í Koti. Þá sneri Hanna sér að fylgdar-
manni sínum og spurði hvað hann héti.
— Hvað ég heiti? sagði litli maðurinn. — Ja, — þú
getur sem bezt kallað mig Samvizku þína, eða þá eitt-
hvað annað sem þér dettur í hug. En mundu að ég
fylgi þér eins og skuggi þinn og heyri og sé allt, sem
þú gerir og segir — og hugsar líka. Vertu nú sæl, og
þakka þér fyrir samveruna í nótt. Ég vona að þú getir
eitthvað lært af því. Nú veiztu þó, að fuglarnir tala og
finna til eins og þú sjálf.
— Kemurðu aldrei aftur? spurði Hanna.
— Það getur verið, ef þú ert góð stúlka, að ég korni
einhverntíma seinna og sýni þér eitthvað fleira, — en
farðu nú inn og góða nótt.
— Góða nótt, sagði Hanna og sneri sér við, en rak
sig þá í dyrastafinn, svo hátt brothljóð heyrðist, og
bærinn tók að hrynja. Hanna hljóðaði hátt og hrópaði
á afa og ömrnu. En hvernig stóð á þessu? Hún lá í
rúminu sínu, og amma var komin yfir til hennar, en
hún hafði vaknað við hrópin í Hönnu.
— Hvað er að tarna! sagði amma, — liggur ekki hita-
flaskan í ótal molum fram á gólfi, það hefur eitthvað
gengið á fyrir þér, blessað barn.
— Já en, amma, ég rak mig á dyrastafinn og kom
ekki við flöskuna.
— Hvaða vitleysa, þú lást í rúminu þínu og hefur
sparkað flöskunni fram úr og vaknað við hávaðann,
sagði amma.
— En amma, ég skal bara spyrja, — en þar steinhætti
Hanna, það var ekki víst að amma treysti því, að litli
maðurinn væri til, hún myndi segja, að þetta væri bara
draumarugl, — eil var þetta ekki líka bara draumur?
Nei, Hanna var alveg viss um að svo var ekki, svona
draumar voru ekki til, hún hefði verið glaðvakandi.
Amma tók á enninu á Hönnu og taldi æðaslögin, ekki
gat hún fundið að hún hefði hita, og eftir að Hanna
hafði fullvissað hana um, að hún fyndi hvergi til, fékk
hún að fara að klæða sig.
Afi var kominn á fætur, og til hans hélt nú Hanna.
Hún varð að trúa einhverjum fyrir því, sem hún hafði
upplifað um nóttina, og enginn kunni betur að hlusta
en afi.
XI.
Afi er alltaf beztur.
Úti í skemmu sat afi og tindaði hrífu. Hann leit upp,
þegar Hanna kom í dyrnar.
— Ertu komin á fætur, lambið mitt, og ertu ekki
lasin? spurði afi.
— Nei, nei, ég er ekki lasin, en ég þarf að segja þér
dálítið skrítið, ég held að það hafi sko ekki verið neinn
draumur. Svo sagði Hanna frá öllu, sem fyrir hana
hafði borið um nóttina.
Þegar hún hafði lokið máli sínu, án þess að afi svo
mikið sem spyrði einnar spurningar, tók hann hressi-
lega í nefið, dró upp rauðdoppóttan vasaklút og snýtti
sér með mestu ró. Hanna tvísteig óþolinmóð.
— Jamm, o jamm, sagði afi loksins.
— Mér finnst vanta eitthvað í söguna, hvers vegna
skældu kollurnar, og hví voru þær svo afskaplega reið-
ar, og hver var þessi Hanna, sem tók eggin frá þeim?
— Ó, afi minn, ég get bara ekki sagt þér það, sagði
Hanna María og fór nú að háskæla.
— Hvað er þetta, ekki hefur þú þó gert neitt af þér?
Hanna hljóp til afa síns og settist í kjöltu hans.
— Elsku afi minn, þú mátt ekki vera reiður, en mig
langaði svo mikið til, að við fengjum mörg, mörg kíló
af dún og ótal unga, þá yrði okkar varp eftir nokkur
ár mildu, miklu stærra en hjá þeim í heimabænum, þá
yrðum við rík og byggðum nýjan bæ, sem ekki héti
Kot og væri miklu stærri og fallegri en heimabærinn.
— En hvað gerðirðu þá, barn, hvað hefurðu eigin-
lega gert af þér? spurði afi loks, þegar hann komst að
fyrir Hönnu.
— Ég tók egg og dún úr þeirra hreiðrum og færði
yfir í okkar, snökti Hanna niður í öxl afa síns.
— Elsku flónið mitt, veiztu hvaða orð er notað yfir
það sem þú hefur gert?
Heima er bezt 151