Heima er bezt - 01.04.1965, Page 38
Hönnu. Auðvitað var stelpan mesti villiköttur, en það
var eitthvað heillandi við hana, sem Ninnu geðjaðist
vel að.
Sverrir vildi ólmur fara með, þegar hann heyrði að
þau ætluðu upp á fjall, en hans hlutskipti varð nú samt
að fá sér lúr í holunni sinni ofan við móður sína.
— Náðu í nestisbita, maður verður alltaf svo ægilega
svangur í gönguferðum, sagði Óli við Ninnu, þegar
móðir þeirra var komin inn með Sverri til að svæfa
hann. Ninna hikaði við, en þegar hún sá Hönnu koma
hlaupandi upp túnið með pinkil í hendinni, snaraðist
hún inn í búr, tók til bita og fyllti flösku af mjólk.
Strákarnir væru vísir til að éta upp nestið hennar
Hönnu, ef þeir hefðu ekkert með sér sjálfir.
Fyrst gengu þau öll rösklega. Neró hljóp langt á und-
an og kannaði leiðina. Brátt fór Sonja að kvarta, hún
var orðin kófsveitt og eldrjóð í kinnum.
— Þú ert alltof mikið búin, sagði Hanna við hana og
sýndi henni að sjálf væri hún aðeins í stuttbuxum og
hálferma skyrtu, en aumingja Sonja var í þykkri peysu,
pilsi, háum sokkum og í kápu, með húfu á höfðinu og
klút um hálsinn. Strákarnir skipuðu henni að fara úr
kápunni og peysunni, ef hún tefði fyrir þeim yrði hún
bara skilin eftir.
Sonju lá við gráti, en Hanna hughreysti hana og
sagði, að þær skyldu bara lofa strákunum að fara á
undan, þá gætu þær farið miklu fljótfarnari leið en þeir.
Strákarnir voru nú ekki eins slæmir og þeir vildu vera
láta. Ollum þótti þeim vænt um systur sína og hefði
aldrei dottið í hug að skilja hana eftir.
Nú var það. Neró sem réð ferðinni. Hann vissi mæta
vel, hvaða leið var greiðfærust og þræddi hana nú, allt-
af spölkorn á undan Óla, sem'móður og másandi keppti
að því að verða fyrstur upp á brúnina.
Hann var horfinn þeim hinum fyrir stundu, þegar
ferfalt húrrahróp gall við að ofan. Sonja dauðhrökk við
og greip í höndina á Ninnu. Hún hélt að svona voða-
leg hljóð gætu engir haft nema útilegumenn, og nú
hefðu þeir náð í Óla og öskruðu því af gleði.
— Ég vil fara heim, kjökraði hún og vildi draga
Ninnu með sér ofan eftir aftur.
— Ertu vitlaus, stelpa, eða hvað gengur að þér? spurði
Skúli önugur og dró hana af stað aftur.
— Ég er hrædd við útilegumennina, hvíslaði Sonja
skjálfandi af ótta.
— Allt í lagi með útilegukarlana, við látum Neró sjá
um þá, sagði Hanna María brosandi og kallaði um leið
á Neró, sem kom stökkvandi á móti þeim.
— Þú átt að gæta hennar Sonju vel og passa að úti-
legukarlarnir taki hana ekki, sagði Hanna við hundinn,
sem óðar tók sér stöðu við hlið Sonju og vék ekki það-
an, fyrr en Hanna leyfði honum það.
Brátt voru þau komin alla leið upp. Utsýnið var stór-
fenglegt. Þau stóðu öll hljóð um stund og horfðu nið-
ur yfir byggðina, sem blasti við þeim. Þarna af Bæjar-
fellinu sást á sautján bæi. Víkur og vogar skárust hvar-
vetna inn í ströndina, og víða voru sker og smáhólm-
ar undan landi, þó hvergi eins margar smáeyjar og á
Fellsenda. Bæirnir móktu í sólinni, og fátt var að sjá
á hreyfingu, hvert sem litið var, nema kúahóp sem rölti
fram nes eitt, og nokkrir róðrarbátar ristu rákir í spegil-
sléttan sjóinn.
Óli var þegar byrjaður á vörðu, sem hann ætlaðist til
að sæist heiman frá bænum á Fellsenda. Hann hét nú á
strákana að duga sér vel, svo að varðan gæti orðið sóma-
samlega stór og vel hlaðin. Skúli lagðist í grasið og neit-
aði öllu óþarfa erfiði, hélt að fjallið myndi una sér
vörðulaust eins og það hefði gert fram á þennan dag.
Stelpurnar, Benni og Áki tóku aftur á móti til óspilltfa
málanna, og hver steinninn af öðrum lagði stærð sína í
vörðuna, sem fyrr en varði var orðin nógu stór að dómi
Óla, enda var hann nú orðinn bæði þreyttur og svangur.
Eftir að hafa tæmt mjólkurflöskuna dró hann blað
upp úr vasa sínum og blýant og skrifaði nafnið sitt á
blaðið. En þá kom að vísunni sem honum fannst hlyti að
tilheyra svo göfugri vörðu. Lengi sat hann og nagaði
blýantinn, — djúpt hugsi með hrukkað ennið. — Og þá
varð vísan til allt í einu. Hann skrifaði hana á blaðið,
braut það saman og stakk í flöskuna. Enginn fékk að
sjá skáldskapinn. Öll skrifuðu þau nú nöfn sín, og strák-
arnir og Ninna skrifuðu eitthvað fleira sem enginn mátti
sjá.
Hanna og Sonja urðu sammála um að þær skyldu fara
seinna meir í góðu tómi upp á Bæjarfellið, veiða miðana
upp úr flöskunni og lesa þá. Þær smáskríktu að ráða-
gerð sinni og hlökkuðu mikið til.
ÓIi var nú bæði saddur og búinn að hvíla sig, svo hon-
um fannst mál til komið að halda aftur af stað yfir fjall-
ið og sjá, hvað leyndist hinumegin. Hanna gat frætt þau
á því, að þrjú korter tæki að ganga þvert yfir Bæjar-
fellið, og þá kæmi maður fram á brúnir fjalls sem héti
Eggfjall. Þá sæist niður í Hofsfjörð, og þar væri kaup-
staðurinn Eyri.
Sonja vildi helzt ekki fara lengra, hún var þreytt og
leið ákaflega vel þar sem hún lá með höfuðið á gulum
feldi Nerós og teygði frá sér alla anga. En það var eng-
inn friður fyrir strákunum. Þeir sögðust bera hana, ef
hún gæfist upp. Þá gafst Sonja upp og lagði af stað með
þeim, ákveðin í að þeir skyldu allir fá að bera sig þó ekki
væri nema smáspotta hver.
Það var grösugt land á milli Bæjarfellsins og Eggfjalls.
Hanna sagðist hafa heyrt að þeir í Hofsfirði hefðu naut-
in sín í girðingu einhvers staðar þarna á fjallinu, en ekki
sáu þau neina girðingu og því síður nautin.
Ekki var útsýnin eins stórfengleg og fögur af Egg-
fjalli að sjá eins og af Bæjarfellinu. Hofsfjörður var
þröngur og útsýni lítið, undirlendi var svo að segja ekk-
ert nema fyrir botni fjarðarins, og þar stóð líka höfuð-
bólið Hof, sem fjörðurinn dró nafn sitt af. Nokkrir bæir
voru beggja vegna fjarðarins utan við þorpið, en Óli
lýsti því yfir með mikilli fyrirlitningu, að það væru ekki
annað en kotrassar sem þarna sæust, nema Hof. Það væri
eina eigulega jörðin sem sæist.
Sonja stóð við ákvörðun sína. Á heimleiðinni lét hún
154 Heima er bezt