Heima er bezt - 01.04.1965, Qupperneq 40
NOTIÐ AUGUN - SJÁIÐ MUNINN
Fjórái Fluti verálaunagetraunarinnar um ATLAS
frystikistu eáa kæliskáp
í síðasta hefti (marz-heftinu) urðu þau leiðu mistök á bls. 113,
að við bentum lesendum á að útfylla og senda pöntunarseðil
um litprentað upplýsingablað yfir Atlas frystikistur og Atlas
kæliskápa, sem væri á þeirri sömu síðu. En nú brá prentvillu-
púkinn sér á leik, og hafði á burt með sér pöntunarseðilinn,
og þar af leiðandi var enginn pöntunarseðill á síðunni. Nú
biðjum við lesendur að afsaka þennan hrekk prentvillupúk-
ans, og hér fyrir neðan kemur þá pöntunarseðillinn. Og þar
sem nú er aðeins stuttur tími þar til getrauninni lýkur og
hinn hamingjusami vinnandi getur valið sér hvort heldur
hann vill Atlas frystikistu ellegar Atlas kæliskáp að verðmæti
kr. 13.200.00, bendum við þátttakendum getraunarinnar á, að
nota sér óspart þennan pöntunarseðil, og ef þeir vilja ekki
klippa pöntunarseðilinn út úr blaðinu, þá bara að skrifa hann
á eitthvert blað og senda til Fönix s.f. Suðurgötu 10, Reykja-
vík, en þá munu þeir fá, sér algerlega að kostnaðarlausu, send-
ar myndir og upplýsingar um hinar ýmsu gerðir og stærðir af
Atlas frystikistum og kæliskápum, ásamt verði, og geta því í
ró og næði heima hjá sér glöggvað sig á því, hvaða Atlas þeir
myndu velja sér, ef þeir yrðu svo heppnir að vinna í getraun-
inni.
Þrautin, sem þið eigið að leysa í þetta sinn, er alveg í sama
dúr og áður. Neðst á síðunni sjáið þið 2 myndir. Á neðri
myndina vantar 5 atriði, sem eru á þeirri efri, og þrautin er,
að koma auga á þau 5 atriði, sem vantar á neðri myndina.
;; TIL FÖNIX S.F., SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK -
;! Sendið undirrit. ATLAS myndalista, sem sýnir allar gerðir ■'
;; kæli- og frystitækjanna og veitir nákvæmar upplýsingar. i;
!; Nafn J;
Heimili
156 Heima er bezt