Heima er bezt - 01.04.1965, Page 41
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Sigurður Þórarinsson: Surtsey. Reykjavík 1964. Almenna
bókafélagið.
Fáir atburðir hafa gerzt hér á landi á síðari árum, sem meiri at-
hygli hafa vakið innan lands, en þó einkum erlendis, en eldgosið
í Surtsey, enda fátítt að nýtt land skapist frá grunni og rísi upp úr
hafdjúpinu. Þegar svo þar við bætist að náttúruundur þessi gefa á
ýmsan hátt skýringu á mikilvægum jarðfræðifyrirbærum í mynd-
unarsögu íslands og raunar annarra landa líka, er ekki furða, þótt
menn hafi gert sér títt um þessa atburði. Að því ógleymdu, að gos-
ið sjálft hefur frá öndverðu verið hið glæsilegasta sjónarspil, sem
glatt hefur augu fjölda manna. í bók þessari er Surtseyjargosinu
lýst i máli og myndum. Bókin þefst á inngangi effir Sigurð Þórar-
insson, þar sem hann rekur á greinagóðan hátt sögu gossins frá
byrjun og gefur um leið stutt yfirlit um það, sem kunnugt er um
eldri gos í hafi hér við land. Meginhluti bókarinnar eru síðan
myndir á 46 blaðsíðum. Eru þær hinar fegurstu og gefa ágæta hug-
mynd um gosið og feril þess, auk þess sem margar eru ljósmynda-
leg listaverk. Bókin er því í senn bæði fróðleg og falleg, og mun
betri kveðja frá íslandi vandfundin útlendingum til handa.
Guðmundur Daníelsson: Drengur á fjalli. Reykjavík
1964. Isafoldarprentsmiðja.
Höfundur er þegar löngu viðurkenndur, sem einn af fremstu
skáldsagnahöfundum þjóðarinnar. Smásagnasafn þetta hefir suma
sömu kostina til að bera og löngu sögurnar, blóðheitar persónur
og skýrar lýsingar manna og atburða. En samt standa þær löngu
sögunum að baki. Eftirminnilegasta sagan er Frú Pálína, og þó
er eins og eitthvað vanti í endann. Þá er Sumar skemmtileg mynd.
Annars er nær að kalla margt, sem bókin flytur, fremur svipmyndir
eða riss en smásögur.
Jakob H. Lindal: Með huga og hamri. Reykjavík 1964.
Menningarsjóður.
Það er alkunna, að Jakob H. Líndal bóndi á Lækjamóti, var
einn athugulasti náttúruskoðandi sinnar samtíðar hér á landi.
Undirbúningsmenntun hans var búfræðilegs eðlis, og var að vísu
traust, eins og bezt kom fram meðan hann veitti forstöðu gróðrar-
stöð Ræktunarfélags Norðurlands. Þar kom í ljós vísindalegur
áhugi og nákvæmni í vinnubrögðum. Sem jarðfræðingur var hann
hinsvegar sjálfmenntaður að mestu. Ritgerðir þær sem hann birti
á sinum tíma sýndu í senn staðgóða þekkingu, glögga athyglis-
gáfu og skarpskyggni í ályktunum samfara vísindalegri hófsemi
og gætni. Það var því þarft verk að safna þeim saman í eitt til
útgáfu. Enn meira virði var þó að fá á prent dagbækur hans, sem
eru í raun réttri drög að ritgerðum, þar sem þær hafa allflestar
verið hreinskrifaðar og að nokkru leyti þannig unnið úr frum-
athugunum. Kynna þær lesandanum rannsóknaraðferð höf. og
gefa glögga mynd þess, hvernig unnið var. Hinsvegar eru þær
ekki skemmtilestur þeim, sem lítt þekkja til þessara fræða, eða
hafa takmarkaðan áhuga á þeim. En góð leiðarvísan eru þær
hverjum, sem um þær slóðir ferðast og vilja vita deili á fleira en
því sem blasir opnast við sjónum. í heild er bókin óbrotgjarn
minnisvarði um ágætan lærdómsmann, og fagur vitnisburður ís-
lenzkri menningu. Dr. Sigurður Þórarinsson hefir búið bókina til
prenunar. Frágangur er góður, en ófyrirgefanlegur sparnaður er
það af forlaginu að hafa bókina registurslausa. Skýringar útgef-
anda hefðu mátt vera nokkru fyllri.
Brynjólfur Pétursson: Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó
til prentunar. Reykjavík 1964. Fræðafélagið.
Það eitt að fá í hendur bók frá Hinu íslenzka fræðafélagi er í
sjálfu sér ánægjuefni. Félagið er gamalkunnugt, og hefur aldrei
sent aðrar bækur á markaðinn en þær, sem fengur er í, og á það
ekki sízt við þetta bréfasafn Brynjólfs Péturssonar, sem Aðalgeir
Kristjánsson hefur annazt útgáfu á af hinni mestu kostgæfni. Enn-
þá stafar ljóma af nöfnum þeirra Fjölnismanna í hugum þjóðar-
innar, og allt sem á þá minnir er vel þegið. Þó er það svo, að
Brynjólfur Pétursson hefur að nokkru staðið í skugga þeirra fé-
laga sinna, sennilega af því, að minnst lá eftir hann af ritsmíðum.
Bréf þessi sýna oss í hug hans og færa hann upp í fangið á oss, ef
svo mætti segja. Vér skynjum og skiljum hvílíkur afbragsmaður
hann var. Góðviljaður, örlátur, djúphygginn, sívökull um hag
lands og þjóðar, og umhyggjusamur um vini sína, og svo örlátur,
að hann er í sífelldum fjárkröggum, sem engan vina hans virðist
þó hafa grunað. En mest er þó um vert, að það verður ljóst, hversu
hann tekur að búa í haginn fyrir seinni tímann í baráttunni við
Dani fyrir sjálfstæði landsins. Það verður seint tölum talið, hví-
líkt tjón það var þjóð vorri, að Brynjólfur skyldi falla frá um ald-
ur fram, einmitt á þeim tíma, sem mest reyndi á, og hann hefði
fengið færi á að sýna, hvað í honum bjó. Þótt bréf Brynjólfs séu
þannig að mörgu leyti raunasaga, er sá persónuleiki, sem að baki
stendur svo geðfelldur, að lesandinn sleppir þeim naumast fyrr en
öll eru lesin. Og þá hefur hann hlotið fróðleik um merkilegt tíma-
bil í sögu vorri og kynnzt einum ágætismanni hennar. Útgefand-
inn, Aðalgeir Kristjánsson, hefur unnið ágætt verk með þessari út-
gáfu. Mun hann ekki um að saka, að ófróður lesandi hefði kosið
fyllri skýringar með bréfunum en bókin flytur. Og stór galli þykir
mér það á góðri bók, að skýringarnar við bréfin skuli allar vera
að bókarlokum en ekki fylgja hverju bréfi.
Smábækur Menningarsjóðs 16—18. Reykjavík 1964.
Þessar þrjár síðustu bækur í Smábókaflokknum eru: Syndin og
aðrar sögur eftir Martin A. Hansen, Mýs og menn, leikrit eftir J.
Steinbeck, og Orn Arnarson eftir Kristin Olafsson. Eftir því sem
fleiri bækur koma út í flokki þessum verður hann sundurleitari,
eins og vænta má, og um leið örðugra að átta sig á, hvort hann
fylgi nokkurri stefnu, eða einungis sé í hann valið af hiandahófi
eftir því, hvað fyrir hendi sé. Og satt að segja virðist mér tvær þess-
ara bóka lítið erindi eiga í ríkisútgáfu til lesendanna. Sögur Mar-
tin A. Hansens eru vafalaust góður skáldskapur, en litlu verður
maður samt nær um höfundinn af lestri þeirra, og mig grunar að
Heima er bezt 157