Heima er bezt - 01.04.1965, Page 42

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 42
fleiri fari eins og mér, að þá Iangi ekkert til þess að kynnast hon- um eftir þetta sýnishorn, og er það illa farið. Mýs og menn Stein- becks eru svo kunnug lesendum og útvarpshlustendum, að lítil ástæða virtist til að gefa þá bók út í þessu safni. En svo er þriðja bókin, sem kærkomin mun verða flestum lesendum, enda fullkom- in perla, en það eru erindi Kristins Ólafssonar um Örn Arnarson skáld. Erindi þessi eru samin af nánum kunnugleika á mannin- um og þeirri samúð og skilningi á skáldinu og verkum þess, sem nauðsynlegt er til þess að gera góða mannlýsingu og gefa innsýn í skáldskap hans. Hið eina, sem lesandinn saknar við lestur þess- ara erinda, er að þau skyldu ekki hafa verið fleiri. En nú er of seint að sakast um það. En óskandi væri að Smábókasafnið færði oss meira af slíkum bókum. Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar. Reykjavík 1964. Helgafell. Hér kemur vönduð heildarútgáfa af kvæðum og greinum Steins Steinarrs. Þar á meðal eru nokkur kvæði, sem ekki hafa áður birzt í kvæðasöfnum hans. Kristján Karlsson, bókmenntafræðingur, hef- ur séð um útgáfuna og skrifar hann með henni greinagóðan inn- gang um skáldið og verk hans. Hefur Kristján leyst verk sitt vel af hendi, og er'grein hans fáfróðum lesanda góð leiðarvísan. En því er svo farið um mörg kvæði Steins, að slíks er full þörf, rétt eins og villuráfandi manni er þörf leiðsagnar um sendna eyðimörk. Steinn og kvæði hans hafa löngum verið umdeild. Hann á og átti sína aðdáendur, en hinir voru þó sennilega fleiri, sem hann komst aldrei í snertingu við eða þeir við hann, nema þá hlelzt í nöprum ádeiluvísum. Og naumast verður sagt að kvæði hans hafi haft heillavænleg áhrif á íslenzka Ijóðagerð á seinni tímum. Hins veg- ar er þegar búið að skipa Steini það rúm í íslenzkri bókmennta- sögu, að fengur er að því að hafa öll ljóð hans í einu safni í vand- aðri útgáfu, þvi að ekki verður um það deilt, að þau verða minnis- varði um það, sem sú skáldakynslóð er með honum hófst, orti bezt. Annars þykir mér meira koma til greinanna en kvæðanna. Þórunn Elfa: f skugga valsins. Reykjavík 1964. Menn- ingarsjóður. Þegar fyrri hluti þessarar sögu, Anna Rós kom út furðaði marga á því að Menningarsjóður skyldi gefa hana út, svo fátt sem hún hafði til síns ágætis og var naumast heldur skemmtileg. Síðari hlut- inn, sem nú birtist, er á ýmsa lund hinum fremri. Persónurnar eru eðlilegri, en hins vegar er sagan of langdregin. Hún er of litlaus til þess að vera listaverk og skortir spennu til að vera reifari, sem menn lesi sér til ánægju. Heimdragi I. Reykjavík 1964. Iðunnarútgáfan. Hinn góðkunni og margvísi fræðimaður, Kristmundur Bjarna- son, hefur byrjað hér útgáfu á ritsafni, er hann nefnir Heimdraga. íslenzkur fróðleikur gamall og nýr. Fyrsta bindið, sem út kom skömmu fyrir síðustu jól, er fjölbreytilegt að efni og vandað að frágangi. Það flytur endurminningar, dagbókabrot, ferðaþætti, gamansögur, fyrirburði o. fl. Með öðrum orðum, þar eru gefin sýnishorn af flestum meginþáttum íslenzkra alþýðufræða, og segja má að hver þátturinn um sig gefi innsýn í eitthvert atriði lífsbar- áttunnar eða menningar þjóðarinnar á liðnum tímum. Sumar mannlýsingar þar eru með ágætum, eins og í Búskaparsögu fá- tækra hjóna eftir Böðvar á Laugarvatni. Þá er og saga Jóhanns pósts prýðileg, og margt er skemmtilegt í svipiayndunum frá skreiðarferðunum svo að eitthvað sé nefnt. Þannig mætti lengi telja, en þetta verður að nægja. Heimdragi sýnir ljósast, að enn er mikið efni fyrir hendi, til að bjarga á rekafjörum íslenzkra fræða, og satt að segja held ég það timburrek verði seint fullnýtt, ef kunn- áttumenn eru fyrir hendi, til að fjalla um það. Ef stefnunni verð- ur haldið svo áfram, sem þetta fyrsta bindi bendir til er víst, að Heimdragi á eftir að taka virðulegan sess meðal safnrita um ís- lenzk fræði. Jón Björnsson: Jómfrú Þórdís. Reykjavík 1964. Almenna bókafélagið. Jón Björnsson er löngu kunnur fyrir sögulegar skáldsögur, sem margar hafa í senn flutt góðar persónulýsingar og gefið blæ af ald- arfari þeirra tíma, sem þær gerðust á. Yfirleitt mun honum þó hafa tekizt bezt, þegar sannsögulegi þráðurinn var sem veikastur, og hann mátti gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þessi saga er sakamálasaga úr Skagafirði frá þeim árum, þegar Stóridómur lagði mælikvarðann á refsingar manna, og konungsvaldið var að komast i algleyming. Það er því heldur dapurt yfir sögunni, og þótt höf. nái sér víða niðri með lífmiklar lýsingar, þá finnst mér sagan sem heild standa fyrri sögum hans að baki. Spennan er minni og frásögnin oft of langdregin. Ef til vill stafar þetta af því, að lesandinn veit þegar frá byrjun, hvernig örlög söguhetjanna muni ráðast. Sl. Std. BRÉFASKIPTI Svandis G. Magnúsdóttir, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Olga Gunnarsdóttir, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Hilmar Helgason, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskipt- um við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Magnús H. Magnússon, Sólvangi, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Maggý Sigurðardóttir, Efri-Þverá, Vesturhópi, Þverárhreppi, V.-Húnavatnssýslu, og Margrét B. Bjarnadóttir, Drangsnesi, Stein- grímsfirði, Strandasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlk- ur á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Cxuðný Ólafsdóttir, Sandnesi, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Unnur Jónsdóttir, Tjarnargötu 18, Keflavík, óskar eftir bréfa- skiptum við pilt og stúlku á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Birna Richardsdóttir, Laufskála, Hvammstanga, V.-Húnavatns- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Petrea Hallmannsdóttir, Árbakka, Hvammstanga, V.-Húnavatns- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14— 16 ára. Mynd fylgi. Sigrún Hjartardóttir, Tjörn, Svarfaðardal, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Mynd fyljji fyrsta bréfi. Sveinn H. Guðmundsson, Borg, Ögurhreppi, N.-ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—17 ára. Bjarni Ragnar Guðmundsson, Borg, Ögurhreppi, N.-ísafjarðar- hreppi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15-20 ára. Ögn Agústsdóttir, Syðri-Þverá, Vesturhópi, V.-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—17 ára. 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.